37 látnir; al-Qaida ábyrg 7. júlí 2005 00:01 Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Sprengingarnar urðu í röð hver á eftir annarri á háannatíma í morgun, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan níu að staðartíma. Fjöldi sprenginganna var á reiki fram eftir degi en nú er ljóst að sjö sprengjur sprungu á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock Square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni og þeytti af honum þakinu. Aðstæðurnar á vettvangi voru slæmar: fólk kom sótugt, brunnið og misilla slasað upp úr neðanjarðarlestargöngunum. Sjónarvottar greindu frá líkum og fólki sem misst hafði útlimi. Lögregla og sjúkrahús voru þegar sett í viðbragðsstöðu, tugir voru fluttir á sjúkrahús og lögreglan hófst handa við að komast að því hvað væri á seyði. Nú er ljóst að um skipulagða hryðjuverkaárás var að ræða. Sjö fórust nærri Liverpool-Street stöðinni; tuttugu og einn var myrtur nærri King's Cross og fimm við Edgware Road. Ekki liggur fyrir hversu margir féllu þegar sprengjan sprakk í strætisvagninum en hugsanlegt er að tilræðismaðurinn sé þeirra á meðal og að sprengjan hafi sprungið of snemma. Lögregluyfirvöld segja ekki enn hægt að fullyrða hvort um sjálfsmorðssprengjuárásir var að ræða. Talið er að ekki færri en sjö hundruð séu sárir eftir árásir dagsins og á fjórða tug hafi verið myrtir í árásunum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Sprengingarnar urðu í röð hver á eftir annarri á háannatíma í morgun, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan níu að staðartíma. Fjöldi sprenginganna var á reiki fram eftir degi en nú er ljóst að sjö sprengjur sprungu á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock Square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni og þeytti af honum þakinu. Aðstæðurnar á vettvangi voru slæmar: fólk kom sótugt, brunnið og misilla slasað upp úr neðanjarðarlestargöngunum. Sjónarvottar greindu frá líkum og fólki sem misst hafði útlimi. Lögregla og sjúkrahús voru þegar sett í viðbragðsstöðu, tugir voru fluttir á sjúkrahús og lögreglan hófst handa við að komast að því hvað væri á seyði. Nú er ljóst að um skipulagða hryðjuverkaárás var að ræða. Sjö fórust nærri Liverpool-Street stöðinni; tuttugu og einn var myrtur nærri King's Cross og fimm við Edgware Road. Ekki liggur fyrir hversu margir féllu þegar sprengjan sprakk í strætisvagninum en hugsanlegt er að tilræðismaðurinn sé þeirra á meðal og að sprengjan hafi sprungið of snemma. Lögregluyfirvöld segja ekki enn hægt að fullyrða hvort um sjálfsmorðssprengjuárásir var að ræða. Talið er að ekki færri en sjö hundruð séu sárir eftir árásir dagsins og á fjórða tug hafi verið myrtir í árásunum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira