Innlent

Jón Trausti í 2 mánaða fangelsi

Jón Trausti Lúthersson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist inn á ritstjórnarskrifstofur DV þann 21. október síðastliðinn, tekið Reyni Traustason fréttastjóra hálstaki og hert að með þeim afleiðingum að honum sortnaði fyrir augum, marðist og hruflaðist á hálsi. Jón Trausti íhugar að áfrýja dóminum að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda hans. Héraðsdómur taldi framferði ákærða rustafengið, ófyrirleitið og með öllu tilefnislaust. Taldi dómurinn hæfilega refsingu tveggja mánaða fangelsi og þótti ekki ástæða til að skilorðsbinda refsinguna að nokkru leyti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×