Kjaftasöguþjóðin sýpur hveljur Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 29. júní 2005 00:01 Ísland er lítið land. Fólksfjöldinn eins og í litlu þorpi úti heimi og einræktunin svo mikil að flestir geta rakið ættir sínar saman á svipstundu. Á Íslandi þekkja allir alla og þess vegna tala allir um alla. Kjaftasöguþjóðin mikla nýtur þess að tala um náungann og Gróa á Leiti þekkir alla með nafni. Nú er Gróa kerlingin hins vegar farin að færa sig upp á skaftið og nýtir sér nútímalega miðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það sem áður var hvíslað í laumi eða rætt á bak við luktar dyr birtist nú svart á hvítu á forsíðum slúðurblaðanna. Sjálfsögð þróun segja sumir. Siðleysi og lágkúra hrópa aðrir. Slúðurblaðamennska hefur smám saman rutt sér til rúms á Íslandi. Ekki í einni andrá heldur smátt og smátt. Þjóðin hneykslast, sýpur hveljur, fordæmir fyrirbærið en laumast til að lesa þegar enginn sér til. Einhverjir vilja einmitt réttlæta slíka blaðamennsku með þeim rökum að það sé markaður fyrir hana. Slík röksemdafærsla dugar þó skammt. Eftirspurn er ekki mælikvarði á gæði og við getum ekki boðið fólki ærumeiðingar til sölu. Við hljótum að gera þá kröfu að tillitssemi og virðing ráði ferðinni í umfjöllum fjölmiðla um einkamál fólks. Það er að segja ef fjölmiðlarnir eiga yfir höfuð að skipta sér af einkalífi fólks. Í umræðu sem þessari vakna spurningar um hlutverk fjölmiðla. Hvað eiga fjölmiðlarnir að segja okkur og hvað kemur okkur ekki við? Frétt er hægt að skilgreina sem frásögn af atburði eða fyrirbæri sem almenning varðar um og var ekki kunnugt um áður. Slík skilgreining er þó alls ekki tæmandi og ýmislegt hlýtur að teljast fréttnæmt þótt það komi almenningi ekki beinlínis við. Það að Dísa frænka sé ólétt eða að Palli á Hofi sé HIV smitaður er vissulega líka frétt. Bara í öðrum skilningi. Spurningin er hins vegar sú hvort fjölmiðlum beri skylda til að koma slíkum fréttum á framfæri. Kemur einkalíf annarra okkur við og ef svo er hvar liggja þá mörkin? Sumir segja að friðhelgi einkalífsins hefjist við skráargatið heima. Aðrir segja að einkalíf opinberrar persónu sé allt það sem persónan gerir þegar hún er ekki að sinna sínu opinbera hlutverki. Mörkin eru hins vegar alltaf óljós og ef til vill höfum við verið of dugleg við að dansa á línunni. Við bjóðum fjölmiðlunum inn í einkalíf okkar en hrindum þeim svo í burt í næstu andrá. Við sjáum ástæðu til að sjónvarpa brúðkaupinu okkar. Opnum heimilið upp á gátt fyrir Völu Matt í Innliti útliti og tökum fagnandi á móti sjónvarpsvélunum sem eru komnar til að skoða skítinn heima hjá okkur fyrir þáttinn Allt í drasli. Kannski er ekki að furða þótt mörkin séu óljós. Ýmsir telja að einkalíf opinberra persóna komi almenningi við og allir hafi beinlínis rétt á að frétta af breyskleikum þeirra. Á íslandi er hins vegar ansi hæpið að tala um opinberar persónur og tilraun blaðanna til að skapa einhvers konar elítu er hálf kjánaleg. Þekktir Íslendingar eiga ekkert skylt við elítuna sem raðar sér á forsíður erlendra slúðurblaða. Þess vegna getum við ekki réttlætt slíka blaðamennsku með þeim rökum að hún tíðkist í útlöndum. Við getum ekki bara hermt eftir forsíðufréttum útlendinganna og lagt Bubba Morthens og Brad Pitt að jöfnu. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að fræga fólkið á Íslandi er ekkert sérstaklega merkilegt. Það er bara eins og þú og ég. Það býr í sömu hverfum, verslar í sömu matvörubúðum og börnin þeirra ganga í sömu skóla og börnin okkar. Fyrirsætan á forsíðu tímaritsins er kannski frænka þín og bróðir þinn er söngvari í frægustu hljómsveit landsins. Fræga fólkið í útlöndum hefur sína eigin menningu og sitt eigið samfélag. Það sendir börnin sín í skóla með öllum hinum ríku og frægu börnunum og brynjar sig frá almúganum. Hér eru stjörnurnar ekki svona ósnertanlegar. Við mætum þeim á hverjum degi og lifum og hrærumst í sama veruleika. Þess vegna verður slúður um íslenskar stjörnur aldrei neitt annað en slúður um nágrannann. Og nágrannaslúður á lítið erindi í fjölmiðla. Ærumeiðingar eru ekkert grín og alvarleiki málsins er flestum ljós. Hins vegar getur maður vart annað en brosað út í annað. Þetta slúðurfrétta brölt Íslendinga er nefnilega dálítið hlægilegt. Það er eitthvað svo hjákátlegt að standa við kassann í Bónus og sjá þar forsíðufrétt um það að konan í næsta húsi hafi kannski haldið fram hjá manninum sínum eða að frændi hans Gumma á Hverfisgötunni sé búinn að missa 30 kíló. Smáborgarahátturinn hreinlega æpir á mann! Hvar annars staðar í 300 þúsund manna samfélagi myndi einhverjum detta til hugar að gefa út svona blöð? Fræga fólkið hér á landi hlýtur að vera óvenju frægt miðað við höfðatölu og útlendingarnir sem við erum svo gjörn á að bera okkur saman við emja af hlátri. Það er nefnilega bráðfyndið að einhvers staðar norður í ballarhafi skuli búa agnarsmá fiskimannaþjóð sem heldur úti tveimur, jafnvel þremur, tímaritum sem snúast um það eitt að slúðra um náungann. Goðsögnin um kjaftasöguþjóðina miklu virðist vera á rökum reist. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Ísland er lítið land. Fólksfjöldinn eins og í litlu þorpi úti heimi og einræktunin svo mikil að flestir geta rakið ættir sínar saman á svipstundu. Á Íslandi þekkja allir alla og þess vegna tala allir um alla. Kjaftasöguþjóðin mikla nýtur þess að tala um náungann og Gróa á Leiti þekkir alla með nafni. Nú er Gróa kerlingin hins vegar farin að færa sig upp á skaftið og nýtir sér nútímalega miðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það sem áður var hvíslað í laumi eða rætt á bak við luktar dyr birtist nú svart á hvítu á forsíðum slúðurblaðanna. Sjálfsögð þróun segja sumir. Siðleysi og lágkúra hrópa aðrir. Slúðurblaðamennska hefur smám saman rutt sér til rúms á Íslandi. Ekki í einni andrá heldur smátt og smátt. Þjóðin hneykslast, sýpur hveljur, fordæmir fyrirbærið en laumast til að lesa þegar enginn sér til. Einhverjir vilja einmitt réttlæta slíka blaðamennsku með þeim rökum að það sé markaður fyrir hana. Slík röksemdafærsla dugar þó skammt. Eftirspurn er ekki mælikvarði á gæði og við getum ekki boðið fólki ærumeiðingar til sölu. Við hljótum að gera þá kröfu að tillitssemi og virðing ráði ferðinni í umfjöllum fjölmiðla um einkamál fólks. Það er að segja ef fjölmiðlarnir eiga yfir höfuð að skipta sér af einkalífi fólks. Í umræðu sem þessari vakna spurningar um hlutverk fjölmiðla. Hvað eiga fjölmiðlarnir að segja okkur og hvað kemur okkur ekki við? Frétt er hægt að skilgreina sem frásögn af atburði eða fyrirbæri sem almenning varðar um og var ekki kunnugt um áður. Slík skilgreining er þó alls ekki tæmandi og ýmislegt hlýtur að teljast fréttnæmt þótt það komi almenningi ekki beinlínis við. Það að Dísa frænka sé ólétt eða að Palli á Hofi sé HIV smitaður er vissulega líka frétt. Bara í öðrum skilningi. Spurningin er hins vegar sú hvort fjölmiðlum beri skylda til að koma slíkum fréttum á framfæri. Kemur einkalíf annarra okkur við og ef svo er hvar liggja þá mörkin? Sumir segja að friðhelgi einkalífsins hefjist við skráargatið heima. Aðrir segja að einkalíf opinberrar persónu sé allt það sem persónan gerir þegar hún er ekki að sinna sínu opinbera hlutverki. Mörkin eru hins vegar alltaf óljós og ef til vill höfum við verið of dugleg við að dansa á línunni. Við bjóðum fjölmiðlunum inn í einkalíf okkar en hrindum þeim svo í burt í næstu andrá. Við sjáum ástæðu til að sjónvarpa brúðkaupinu okkar. Opnum heimilið upp á gátt fyrir Völu Matt í Innliti útliti og tökum fagnandi á móti sjónvarpsvélunum sem eru komnar til að skoða skítinn heima hjá okkur fyrir þáttinn Allt í drasli. Kannski er ekki að furða þótt mörkin séu óljós. Ýmsir telja að einkalíf opinberra persóna komi almenningi við og allir hafi beinlínis rétt á að frétta af breyskleikum þeirra. Á íslandi er hins vegar ansi hæpið að tala um opinberar persónur og tilraun blaðanna til að skapa einhvers konar elítu er hálf kjánaleg. Þekktir Íslendingar eiga ekkert skylt við elítuna sem raðar sér á forsíður erlendra slúðurblaða. Þess vegna getum við ekki réttlætt slíka blaðamennsku með þeim rökum að hún tíðkist í útlöndum. Við getum ekki bara hermt eftir forsíðufréttum útlendinganna og lagt Bubba Morthens og Brad Pitt að jöfnu. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að fræga fólkið á Íslandi er ekkert sérstaklega merkilegt. Það er bara eins og þú og ég. Það býr í sömu hverfum, verslar í sömu matvörubúðum og börnin þeirra ganga í sömu skóla og börnin okkar. Fyrirsætan á forsíðu tímaritsins er kannski frænka þín og bróðir þinn er söngvari í frægustu hljómsveit landsins. Fræga fólkið í útlöndum hefur sína eigin menningu og sitt eigið samfélag. Það sendir börnin sín í skóla með öllum hinum ríku og frægu börnunum og brynjar sig frá almúganum. Hér eru stjörnurnar ekki svona ósnertanlegar. Við mætum þeim á hverjum degi og lifum og hrærumst í sama veruleika. Þess vegna verður slúður um íslenskar stjörnur aldrei neitt annað en slúður um nágrannann. Og nágrannaslúður á lítið erindi í fjölmiðla. Ærumeiðingar eru ekkert grín og alvarleiki málsins er flestum ljós. Hins vegar getur maður vart annað en brosað út í annað. Þetta slúðurfrétta brölt Íslendinga er nefnilega dálítið hlægilegt. Það er eitthvað svo hjákátlegt að standa við kassann í Bónus og sjá þar forsíðufrétt um það að konan í næsta húsi hafi kannski haldið fram hjá manninum sínum eða að frændi hans Gumma á Hverfisgötunni sé búinn að missa 30 kíló. Smáborgarahátturinn hreinlega æpir á mann! Hvar annars staðar í 300 þúsund manna samfélagi myndi einhverjum detta til hugar að gefa út svona blöð? Fræga fólkið hér á landi hlýtur að vera óvenju frægt miðað við höfðatölu og útlendingarnir sem við erum svo gjörn á að bera okkur saman við emja af hlátri. Það er nefnilega bráðfyndið að einhvers staðar norður í ballarhafi skuli búa agnarsmá fiskimannaþjóð sem heldur úti tveimur, jafnvel þremur, tímaritum sem snúast um það eitt að slúðra um náungann. Goðsögnin um kjaftasöguþjóðina miklu virðist vera á rökum reist. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun