Innlent

Laxness-málið kært til hæstaréttar

Lögmaður Auðar Laxness hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Um er að ræða mál sem Auður höfðaði á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor þar sem hann var sakaður um að hafa ekki notað tilvísanir með réttum hætti í bókum sínum um Halldór Kiljan Laxness, auk þess sem hann hefði notað verk Halldórs sjálfs of frjálslega. Héraðsdómur vísaði málinu frá fyrr í þessum mánuði, en gerði Auði að greiða Hannesi fimm hundruð þúsund krónur í málskostnað. Frávísun dómsins var byggð á því að ekki hefði verið nægjanlega gerð grein fyrir brotum Hannesar Hólmsteins í málshöfðuninni og hefði hún því verið ófullnægjandi. "Samkvæmt því ferli sem slík mál fara í var kæran send til héraðsdóms 21. júní," sagði Halldór Backman héraðsdómslögmaður og lögmaður Auðar Laxness. "Héraðsdómur hefur upplýst að Hæstarétti verði send gögnin þann 8. júlí næstkomandi. Hæstiréttur kveður síðan upp úrskurð um hvort málatilbúnaður hafi verið viðunandi eða ekki



Fleiri fréttir

Sjá meira


×