Innlent

Málssókn undirbúin af krafti

Stefnt er að því að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi í september. Umræddir einstaklingar telja, að í nýjum lögum um fasteignasölur felist brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarétt og atvinnufrelsi. Með gildistöku laganna er gert skylt að þeir sem eiga og reka fasteignasölur verði að afla sér löggildingarréttinda. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu uppfylla ekki allir þau skilyrði sem þarf til að sækja löggildingarnám en þar er meðal annars krafist stúdentsprófs. Þá kveða nýju lögin á um að sé fasteignasala stunduð í nafni félags skuli fasteignasalinn eiga meirihluta í því. Halldór segir þetta þýða, að eigendur sem séu án löggildingar verði að selja fyrirtæki sín. Sú sala geti ekki farið fram nema innan þröngs hóps og með þessu sé verið að gera umræddar fasteignasölur nánast verðlausar. Um sé að ræða hreina eignaupptöku að mati umbjóðenda sinna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×