Innlent

Landssíminn dæmdur í Héraðsdómi

Landssíminn var í Héraðsdómi í dag dæmdur til að greiða fyrirtækinu Gullveri rúma milljón króna fyrir afnot af lóð undir fjarskiptamastur í tæp þrjú ár. Lóðin hefur verið í eigu Gullvers síðan maí árið 2001 þegar fyrirtækið keypti hana af ríkinu. Gullver fór fram á 55 þúsund króna leigu á mánuði sem Síminn neitaði að borga á þeim forsendum að gert hefði verið samkomulag við ríkið um að ekki skyldi greitt af lóðinni. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að ekkert liggi fyrir um slíkt samkomulag og því beri Símanum að greiða af lóðinni. Upphæðin sem Síminn þarf að borga er hins vegar nokkru lægri en Gullver fór fram á, eða um 30 þúsund krónur á mánuði að viðbættum verðlagsbreytingum á tímabilinu sem um ræðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×