Ungar konur reyna oftar sjálfsvíg 22. júní 2005 00:01 Sjálfsvígum hjá körlum yngri en 24 ára fækkaði um meira en helming frá 2001 til 2004. Framin voru 13,8 sjálfsvíg að meðaltali á síðustu þremur árum, miðað við hverja 100.000 íbúa í þessum aldurshópi, en árin 1999-2001 voru þau að meðaltali 29,6. Hins vegar er áhyggjuefni, að sögn Salbjargar Bjarnadóttur sem stýrir verkefninu Þjóð gegn þunglyndi, að mun fleiri ungar stúlkur gera tilraunir til sjálfsvígs en ungir karlar. Landlæknisembættið kynnti í gær samantekt á tíðni sjálfsvíga meðal karla og kvenna í hinum ýmsu aldurshópum. Embættið setti fyrir þremur árum á fót verkefnið Þjóð gegn þunglyndi. Markmið þess eru tvenn, að auka þekkingu fagfólks á sviði þunglyndis og sjálfsvíga og bæta þekkingu almennings á þunglyndi og sjálfsvígshegðun og draga úr fordómum Mjög margir sem eru þunglyndir eru með námsörðugleika. Þeir detta út úr skólakerfinu á fyrstu þremur önnunum í framhaldsskóla. Landlæknisembættið telur að hægt sé að grípa inn í það ferli og stöðva brottfall. Þar sé kennarinn lykilmaður, því hann umgengst unglingana mikið. Verða undir Salbjörg bendir á að 1975 - 1980 hafi miklu fleiri ungir menn verið búnir að öðlast einhverja menntun heldur en nú. Í dag hafi yfir 56 prósent 24 ára eða yngri ekki lokið neinni menntun. Nú vilja allir fara í framhaldsskóla, eiga bíl, flott föt og svo framvegis. Þeir ungu menn sem verði illa úti í þessari samkeppni kunni ekki að biðja um hjálp. Þeir lenda í kvíða og þunglyndi, fara jafnvel í neyslu og síðan í meðferð þegar allt er komið í þrot. Þannig er margt búið að ganga á í lífi einstaklings áður en hann leitar sér aðstoðar. Stúlkurnar þekkja aftur á móti betur aðganginn að heilsugæslunni, því þær þurfa að ná sér í pilluna og svo framvegis. Á fundi Landlæknis kom enn fremur fram að sjálfsvígstíðni hjá konum hefði ekki breyst að merki síðustu áratugi. Hér á landi er einna lægst tíðni borið saman við önnur Evrópulönd. Hins vegar eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna áhyggjuefni, að sögn Salbjargar. Gert er ráð fyrir 550 - 700 sjálfsvígstilraunum á ári, sem koma til kasta heilbrigðisþjónustunnar, þar af eru tveir þriðju hlutar konur. Áhættuhópar Hvað varðar eldri aldurshópa þá eru miðaldra karlmenn í áhættuhópi, einkum ef þeir eru atvinnulausir og fráskildir. Að sögn Salbjargar er vaxandi hópur sem varla hefur í sig né á. Ungu fíklarnir eru einnig áhyggjuefni, því þeir geta svipt sig lífi í tilfinningakasti. Ungir samkynhneigðir geta átt erfitt. Það er átak fyrir þá að koma út úr skápnum og framhaldið fer svo eftir því hvernig samfélagið tekur á móti þeim. Þá er þeim sem lenda í heimilisofbeldi og þó einkum kynferðisofbeldi, hættara en öðrum á að gefast upp. Sjálfsvígin dreifast nokkuð jafnt á alla mánuði ársins. Þó sker maímánuður sig úr með heldur meiri tíðni. Krakkar sem óttast 10. bekkjar prófin geta í einstaka tilfellum dottið niður í ofsakvíða og fullorðnir sem eru báglega staddir eygja enga möguleika á að gera eitthvað fyrir sig og sína, eins og aðrir gera í sumarfríum. Sjálfsvíg hafa verið hlutfallslega fæst á Vestfjörðum í gegnum árin en ekki liggja fyrir tölur um hvar á landinu tíðni sjálfsvíga er mest Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sjálfsvígum hjá körlum yngri en 24 ára fækkaði um meira en helming frá 2001 til 2004. Framin voru 13,8 sjálfsvíg að meðaltali á síðustu þremur árum, miðað við hverja 100.000 íbúa í þessum aldurshópi, en árin 1999-2001 voru þau að meðaltali 29,6. Hins vegar er áhyggjuefni, að sögn Salbjargar Bjarnadóttur sem stýrir verkefninu Þjóð gegn þunglyndi, að mun fleiri ungar stúlkur gera tilraunir til sjálfsvígs en ungir karlar. Landlæknisembættið kynnti í gær samantekt á tíðni sjálfsvíga meðal karla og kvenna í hinum ýmsu aldurshópum. Embættið setti fyrir þremur árum á fót verkefnið Þjóð gegn þunglyndi. Markmið þess eru tvenn, að auka þekkingu fagfólks á sviði þunglyndis og sjálfsvíga og bæta þekkingu almennings á þunglyndi og sjálfsvígshegðun og draga úr fordómum Mjög margir sem eru þunglyndir eru með námsörðugleika. Þeir detta út úr skólakerfinu á fyrstu þremur önnunum í framhaldsskóla. Landlæknisembættið telur að hægt sé að grípa inn í það ferli og stöðva brottfall. Þar sé kennarinn lykilmaður, því hann umgengst unglingana mikið. Verða undir Salbjörg bendir á að 1975 - 1980 hafi miklu fleiri ungir menn verið búnir að öðlast einhverja menntun heldur en nú. Í dag hafi yfir 56 prósent 24 ára eða yngri ekki lokið neinni menntun. Nú vilja allir fara í framhaldsskóla, eiga bíl, flott föt og svo framvegis. Þeir ungu menn sem verði illa úti í þessari samkeppni kunni ekki að biðja um hjálp. Þeir lenda í kvíða og þunglyndi, fara jafnvel í neyslu og síðan í meðferð þegar allt er komið í þrot. Þannig er margt búið að ganga á í lífi einstaklings áður en hann leitar sér aðstoðar. Stúlkurnar þekkja aftur á móti betur aðganginn að heilsugæslunni, því þær þurfa að ná sér í pilluna og svo framvegis. Á fundi Landlæknis kom enn fremur fram að sjálfsvígstíðni hjá konum hefði ekki breyst að merki síðustu áratugi. Hér á landi er einna lægst tíðni borið saman við önnur Evrópulönd. Hins vegar eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna áhyggjuefni, að sögn Salbjargar. Gert er ráð fyrir 550 - 700 sjálfsvígstilraunum á ári, sem koma til kasta heilbrigðisþjónustunnar, þar af eru tveir þriðju hlutar konur. Áhættuhópar Hvað varðar eldri aldurshópa þá eru miðaldra karlmenn í áhættuhópi, einkum ef þeir eru atvinnulausir og fráskildir. Að sögn Salbjargar er vaxandi hópur sem varla hefur í sig né á. Ungu fíklarnir eru einnig áhyggjuefni, því þeir geta svipt sig lífi í tilfinningakasti. Ungir samkynhneigðir geta átt erfitt. Það er átak fyrir þá að koma út úr skápnum og framhaldið fer svo eftir því hvernig samfélagið tekur á móti þeim. Þá er þeim sem lenda í heimilisofbeldi og þó einkum kynferðisofbeldi, hættara en öðrum á að gefast upp. Sjálfsvígin dreifast nokkuð jafnt á alla mánuði ársins. Þó sker maímánuður sig úr með heldur meiri tíðni. Krakkar sem óttast 10. bekkjar prófin geta í einstaka tilfellum dottið niður í ofsakvíða og fullorðnir sem eru báglega staddir eygja enga möguleika á að gera eitthvað fyrir sig og sína, eins og aðrir gera í sumarfríum. Sjálfsvíg hafa verið hlutfallslega fæst á Vestfjörðum í gegnum árin en ekki liggja fyrir tölur um hvar á landinu tíðni sjálfsvíga er mest
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira