EA og BTNet semja um BF2 netþjóna 15. júní 2005 00:01 Eins og kom fram í frétt hér á Geim í gær mun BTNet hýsa "Official" leikjaþjónum fyrir Battlefield 2 Electronic Arts og BTNet hafa undirritað samkomulag þess efnis að BTNet setji upp og reki 2 “officially ranked” leikjaþjóna sem rúma 64 leikmenn hvor. Leikjaþjónarnir munu keyra á besta mögulega vélbúnaði frá HP sem nauðsynlegur er til að keyra leiki á borð við Battlefield 2. BTNet kaus að nota HP Proliant ML350 netþjón til að uppfylla kröfur sem spilarar gera til hraðvirkni og öryggi. “Officially ranked” leikjaþjónar gera leikmönnum kleift að þróa persónu sína í leiknum. Með góðum árangri auka leikmenn tign sína og opna fyrir ákveðin verðlaun á borð við ný vopn medalíur og fleira. Battlefield 2 kemur út á PC, 23.júní, en leikurinn er framhaldið af einhverjum vinsælasta fyrstu-persónu skotleik seinni tíma eða Battlefield 1942. Í Battlefield 2 geta leikmenn valið um að spila sem ein af þremur fylkingum: Bandaríkin, Kína eða hin nýstofnuðu Sameinuð Mið-Austurlönd. Leikmenn fá að kynnast því nýjasta í gerð vopna, en auk þess geta þeir stýrt meira en 30 farartækjum. Í netspilun Battlefield 2 geta allt að 64 spilað saman á einum leikjaþjón, og munu skapast þar einhverjir öflugustu bardagar sem sést hafa á PC. Nú er meiri áhersla lögð á að menn spili í hópum og geta leikmenn ráðið hvort þeir eru fremstir í flokki í árásum liðsins, eða hvort þeir vilji vinna á bakvið tjöldin sem hershöfðingjar og gefa skipanir til liðsfélaga sinna. Frekari upplýsingar um leikjaþjóna BTNet má nálgast á : www.btnet.is Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Eins og kom fram í frétt hér á Geim í gær mun BTNet hýsa "Official" leikjaþjónum fyrir Battlefield 2 Electronic Arts og BTNet hafa undirritað samkomulag þess efnis að BTNet setji upp og reki 2 “officially ranked” leikjaþjóna sem rúma 64 leikmenn hvor. Leikjaþjónarnir munu keyra á besta mögulega vélbúnaði frá HP sem nauðsynlegur er til að keyra leiki á borð við Battlefield 2. BTNet kaus að nota HP Proliant ML350 netþjón til að uppfylla kröfur sem spilarar gera til hraðvirkni og öryggi. “Officially ranked” leikjaþjónar gera leikmönnum kleift að þróa persónu sína í leiknum. Með góðum árangri auka leikmenn tign sína og opna fyrir ákveðin verðlaun á borð við ný vopn medalíur og fleira. Battlefield 2 kemur út á PC, 23.júní, en leikurinn er framhaldið af einhverjum vinsælasta fyrstu-persónu skotleik seinni tíma eða Battlefield 1942. Í Battlefield 2 geta leikmenn valið um að spila sem ein af þremur fylkingum: Bandaríkin, Kína eða hin nýstofnuðu Sameinuð Mið-Austurlönd. Leikmenn fá að kynnast því nýjasta í gerð vopna, en auk þess geta þeir stýrt meira en 30 farartækjum. Í netspilun Battlefield 2 geta allt að 64 spilað saman á einum leikjaþjón, og munu skapast þar einhverjir öflugustu bardagar sem sést hafa á PC. Nú er meiri áhersla lögð á að menn spili í hópum og geta leikmenn ráðið hvort þeir eru fremstir í flokki í árásum liðsins, eða hvort þeir vilji vinna á bakvið tjöldin sem hershöfðingjar og gefa skipanir til liðsfélaga sinna. Frekari upplýsingar um leikjaþjóna BTNet má nálgast á : www.btnet.is
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira