Einstakar flíkur á einstakar konur 15. júní 2005 00:01 Við Skólavörðustíginn leynist lítil verslunarperla sem heitir Boutique Bella og selur fatnað og fylgihluti fyrir konur. Lítið fer fyrir henni, en eins og taskan hennar Mary Poppins geymir hún fleiri gersemar en maður taldi að gætu þar rúmast. Verslunin, sem stofnuð var síðastliðið haust, er rekin af tveimur systrum og dóttur annarar þeirra sem er sennilega ein ástæða þess að vörurnar höfða til mjög breiðs aldurshóps og konur á öllum aldri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vörurnar koma flestar frá Danmörku og segjast þær stöllur vera mjög hrifnar af danskri hönnun, auk þess sem danskar fatastærðir henti íslenskum konum vel. Mikið er lagt upp úr því að hafa fatnaðinn vandaðan og öðruvísi og mikið er um fallega liti í bland við einlitar og sígildar flíkur. Fylgihlutir eru í miklu úrvali eins og skór, töskur og belti að ónefndu fallegu skarti en við búðarkassann eru skúffurnar stútfullar af fallegu og litríku perluskarti og öðrum gersemum. Ef þetta er ekki nóg, má þarna finna hágæða pelsa frá Svíþjóð og silkimjúka leðurjakka frá Danmörku.Zebra taska úr rúskinni, skinni og leðri á 28.900 kr.Tvískipt rósótt pils. Undirpils og slæða sem er vafin utan yfir á 22.500 kr.Hlébarðabelti úr leðri og skinni á 9.800 kr.Hálsmen úr ekta ferksvatnsperlum og ekta skel sem hægt er að hafa bæði sítt og þröngt upp við hálsinn á 12.000 kr.Saga Mink pels á 338.000 kr.Bleikur og mjúkur leðurjakki á 24.000 kr.Steinum prýddur hlírabolur á 6.900 kr.Silfursandalar á 6.400 kr. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Við Skólavörðustíginn leynist lítil verslunarperla sem heitir Boutique Bella og selur fatnað og fylgihluti fyrir konur. Lítið fer fyrir henni, en eins og taskan hennar Mary Poppins geymir hún fleiri gersemar en maður taldi að gætu þar rúmast. Verslunin, sem stofnuð var síðastliðið haust, er rekin af tveimur systrum og dóttur annarar þeirra sem er sennilega ein ástæða þess að vörurnar höfða til mjög breiðs aldurshóps og konur á öllum aldri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vörurnar koma flestar frá Danmörku og segjast þær stöllur vera mjög hrifnar af danskri hönnun, auk þess sem danskar fatastærðir henti íslenskum konum vel. Mikið er lagt upp úr því að hafa fatnaðinn vandaðan og öðruvísi og mikið er um fallega liti í bland við einlitar og sígildar flíkur. Fylgihlutir eru í miklu úrvali eins og skór, töskur og belti að ónefndu fallegu skarti en við búðarkassann eru skúffurnar stútfullar af fallegu og litríku perluskarti og öðrum gersemum. Ef þetta er ekki nóg, má þarna finna hágæða pelsa frá Svíþjóð og silkimjúka leðurjakka frá Danmörku.Zebra taska úr rúskinni, skinni og leðri á 28.900 kr.Tvískipt rósótt pils. Undirpils og slæða sem er vafin utan yfir á 22.500 kr.Hlébarðabelti úr leðri og skinni á 9.800 kr.Hálsmen úr ekta ferksvatnsperlum og ekta skel sem hægt er að hafa bæði sítt og þröngt upp við hálsinn á 12.000 kr.Saga Mink pels á 338.000 kr.Bleikur og mjúkur leðurjakki á 24.000 kr.Steinum prýddur hlírabolur á 6.900 kr.Silfursandalar á 6.400 kr.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira