Fölsun lyfseðla í hverjum mánuði 9. júní 2005 00:01 Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal morfínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðliseyðublöðum, ljósrita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðrar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknisembættinu hafa borist ábendingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá þau skrifuð út og selji síðan með miklum hagnaði. Rannveig sagði, að lögregla væri kölluð til ef upp kæmist um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst yrði um falsanir eftir á, léti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita að þær væru í gangi. Ef tilkynnt væri um stuld á heilum blokkum hefði Lyfjastofnun númerin á eyðublöðunum og gæti tilkynnt um þau til apótekanna. "Á sínum tíma var farið að setja vatnsmerki í lyfseðlana til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð," sagði Rannveig. "Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglulega athygli á þessum málum í apótekum." Hún sagði að í framtíðinni yrðu lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka myndi öryggi. Þá yrðu þeir sendir í tryggum samskiptakerfum í tölvum. Tilraunaverkefni með slíkar sendingar hefði verið í gangi undanfarin ár, en það kostaði fjármuni að taka rafræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávísanir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leitað, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías sagði að sönnunarbyrði í málum, þar sem um væri að ræða þjófnaði, svik eða fals væri að ræða til að útvega ávanabindandi lyf, væri afar erfið. Helst þyrfti að standa viðkomandi að verki til að hægt væri að aðhafast. Landlæknisembættið íhugaði nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá læknum, þannig að menn gætu ekki villt á sér heimildir þegar þeir kæmu til læknis sem þekkti þá ekki, eins og brögð væru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunarskyldra lyfja, að sögn Rannveigar Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal morfínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðliseyðublöðum, ljósrita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðrar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknisembættinu hafa borist ábendingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá þau skrifuð út og selji síðan með miklum hagnaði. Rannveig sagði, að lögregla væri kölluð til ef upp kæmist um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst yrði um falsanir eftir á, léti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita að þær væru í gangi. Ef tilkynnt væri um stuld á heilum blokkum hefði Lyfjastofnun númerin á eyðublöðunum og gæti tilkynnt um þau til apótekanna. "Á sínum tíma var farið að setja vatnsmerki í lyfseðlana til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð," sagði Rannveig. "Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglulega athygli á þessum málum í apótekum." Hún sagði að í framtíðinni yrðu lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka myndi öryggi. Þá yrðu þeir sendir í tryggum samskiptakerfum í tölvum. Tilraunaverkefni með slíkar sendingar hefði verið í gangi undanfarin ár, en það kostaði fjármuni að taka rafræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávísanir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leitað, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías sagði að sönnunarbyrði í málum, þar sem um væri að ræða þjófnaði, svik eða fals væri að ræða til að útvega ávanabindandi lyf, væri afar erfið. Helst þyrfti að standa viðkomandi að verki til að hægt væri að aðhafast. Landlæknisembættið íhugaði nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá læknum, þannig að menn gætu ekki villt á sér heimildir þegar þeir kæmu til læknis sem þekkti þá ekki, eins og brögð væru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunarskyldra lyfja, að sögn Rannveigar
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira