Læknar átaldir fyrir morfínávísun 7. júní 2005 00:01 Landlæknisembættið hefur á undanförnum vikum og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrepur, jafnvel áminningar. Síðastnefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímuefnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmismörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. "Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér," sagði landlæknir. "Það verður rætt við fleiri einstaklinga á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagnagrunni, til að staðfesta eða afsanna orðróm." Landlæknir kvaðst ekki geta gefið upp hve marga lækna hefði verið rætt við á tilteknu tímabili né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísunum á verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við tiltekna einstaklinga og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Spurður hvort um væri að ræða sömu læknana sem ræða þyrfti við vegna þessa sagði landlæknir svo vera í sumum tilvikum, öðrum ekki. Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. "Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsökinni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla," sagði landlæknir. "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Landlæknisembættið hefur á undanförnum vikum og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrepur, jafnvel áminningar. Síðastnefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímuefnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmismörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. "Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér," sagði landlæknir. "Það verður rætt við fleiri einstaklinga á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagnagrunni, til að staðfesta eða afsanna orðróm." Landlæknir kvaðst ekki geta gefið upp hve marga lækna hefði verið rætt við á tilteknu tímabili né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísunum á verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við tiltekna einstaklinga og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Spurður hvort um væri að ræða sömu læknana sem ræða þyrfti við vegna þessa sagði landlæknir svo vera í sumum tilvikum, öðrum ekki. Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. "Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsökinni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla," sagði landlæknir. "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira