Hemlar verða að vera í lagi 7. júní 2005 00:01 Sigurður Helgason hjá Umferðarráði segir að margt þurfi að athuga áður en lagt er af stað með tjaldvagn eða fellihýsi í eftirdragi. "Í fyrsta lagi þarf að tryggja að tengibúnaðurinn sé skráður í skráningarskírteini bifreiðarinnar og tengibúnaðurinn verður líka að vera í lagi. Eins þarf að hafa í huga að eftirvagninn má ekki vera þyngri en skráð er í skráningarskírteini bílsins sem dregur hann," segir Sigurður. "Á skráningarskírteini er annras vegar gefið upp hve þungan eftirvagn má draga með hemlum og hins vegar án hemla. Í eldri bílum eru þessar upplýsingar ekki skráðar í skírteinið en þá er viðmiðunin sú að þyngd eftirvagnsins sé ekki meiri en helmingsþyngd bílsins sem dregur hann. Þ.e.a.s. ef vagninn er ekki búinn hemlum," segir Sigurður en allir vagnar sem eru þyngri en 750 kíló eiga að vera búnir hemlum. Þegar ekið er með tengivagn má ekki aka á meira en 80 km hraða. Sigurður segir að erfitt sé að fylgjast með því að sá hámarkshraði sé virtur og stundum skapist vissuelga raðir og teppur vegna tjaldvagna. "Ég held að lögreglan sjái dálítið í gegnum fingur sér með þessa hraðatakmörkun sérstaklega þegar umferð er mikil. Ef umferðin er á 80 þá kallar það á meiri framúrakstur og það er framúraksturinn sem er hættulegastur. Ökumenn með eftirvagna eiga samt að virða hraðatakmörkin og verða að fylgjast vel með umferðinni fyrir aftan sig og hleypa framúr þegar því verður við komið." Til að sjá aftur fyrir sig getur verið nauðsynlegt að framlengja hliðarspegla bílsins og ef vagninn er breiðari en bíllinn er skylda af hafa slíka framlengingu. Sigurður segir að eftirvagnar geti vissulega valdið slysum og því sé mikilvægt að huga vel að búnaðinum áður en haldið er af stað "Ef tengingin er ekki í lagi getur vagninn losnað og eins er töluverð hætta á ferðum ef vagninn er of þungur fyrir bílinn því þá getur vagninn tekið völdin af bílnum. Í hvassviðri þarf líka að vera vel á varðbergi því vagnarnir taka á sig mikinn vind. Það eru til dæmi um að eftirvagnar hafi valdið slysum og því er mikilvægt að fylgja þeim reglum sem gilda um slíka vagna. Það er nefnilega ástæða fyrir því að reglurnar eru settar." Bílar Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sigurður Helgason hjá Umferðarráði segir að margt þurfi að athuga áður en lagt er af stað með tjaldvagn eða fellihýsi í eftirdragi. "Í fyrsta lagi þarf að tryggja að tengibúnaðurinn sé skráður í skráningarskírteini bifreiðarinnar og tengibúnaðurinn verður líka að vera í lagi. Eins þarf að hafa í huga að eftirvagninn má ekki vera þyngri en skráð er í skráningarskírteini bílsins sem dregur hann," segir Sigurður. "Á skráningarskírteini er annras vegar gefið upp hve þungan eftirvagn má draga með hemlum og hins vegar án hemla. Í eldri bílum eru þessar upplýsingar ekki skráðar í skírteinið en þá er viðmiðunin sú að þyngd eftirvagnsins sé ekki meiri en helmingsþyngd bílsins sem dregur hann. Þ.e.a.s. ef vagninn er ekki búinn hemlum," segir Sigurður en allir vagnar sem eru þyngri en 750 kíló eiga að vera búnir hemlum. Þegar ekið er með tengivagn má ekki aka á meira en 80 km hraða. Sigurður segir að erfitt sé að fylgjast með því að sá hámarkshraði sé virtur og stundum skapist vissuelga raðir og teppur vegna tjaldvagna. "Ég held að lögreglan sjái dálítið í gegnum fingur sér með þessa hraðatakmörkun sérstaklega þegar umferð er mikil. Ef umferðin er á 80 þá kallar það á meiri framúrakstur og það er framúraksturinn sem er hættulegastur. Ökumenn með eftirvagna eiga samt að virða hraðatakmörkin og verða að fylgjast vel með umferðinni fyrir aftan sig og hleypa framúr þegar því verður við komið." Til að sjá aftur fyrir sig getur verið nauðsynlegt að framlengja hliðarspegla bílsins og ef vagninn er breiðari en bíllinn er skylda af hafa slíka framlengingu. Sigurður segir að eftirvagnar geti vissulega valdið slysum og því sé mikilvægt að huga vel að búnaðinum áður en haldið er af stað "Ef tengingin er ekki í lagi getur vagninn losnað og eins er töluverð hætta á ferðum ef vagninn er of þungur fyrir bílinn því þá getur vagninn tekið völdin af bílnum. Í hvassviðri þarf líka að vera vel á varðbergi því vagnarnir taka á sig mikinn vind. Það eru til dæmi um að eftirvagnar hafi valdið slysum og því er mikilvægt að fylgja þeim reglum sem gilda um slíka vagna. Það er nefnilega ástæða fyrir því að reglurnar eru settar."
Bílar Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira