Nágranni heyrði skerandi óp 30. maí 2005 00:01 Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart. Réttarhöldum í málinu gegn Magnúsi lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meðal vitna voru sálfræðingur, sem taldi Magnús sakhæfan en hafa misst stjórn á sér þegar hann banaði eiginkonu sinni, og kona sem bjó í sama húsi og hjónin í Hamraborg í Kópavogi. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað um nóttina við gríðarleg læti. Hún hafi heyrt skerandi angistaróp konu, eins og í hryllingsmynd þegar verið væri að kvelja einhvern, og að inn á milli hefði heyrst í dýpri rödd. Konan sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna væri ekki allt með felldu, íhugað að hringja í lögregluna en látið það ógert. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hvaðan ópin kæmu og ekki trúað því að verið væri að deyða einhvern. Hún hafi heyrt konu kalla á hjálp og öskra tvisvar sinnum „Láttu mig vera“ og svo hafi heyrst þungur dynkur. Þá hafi allt orðið hljótt og hún sofnað aftur. Hún hafi ekki áttað sig á hvers kyns var fyrr en hún heyrði fréttirnar um morguninn og sá lögregluna á vettvangi. Vitnisburður konunnar þykir veikja vörn ákærða í málinu sem hefur haldið því fram að eiginkona hans hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og komið til hans í rúmið með þvottasnúru um hálsinn og beðið hann um að hjálpa sér að deyja. Fram kom fyrir dóminum að Magnús hefði lýst fyrir sálfræðingi þessari undarlegu hegðun eiginkonu sinnar en sálfræðingurinn dregur þær lýsingar í efa. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart. Réttarhöldum í málinu gegn Magnúsi lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meðal vitna voru sálfræðingur, sem taldi Magnús sakhæfan en hafa misst stjórn á sér þegar hann banaði eiginkonu sinni, og kona sem bjó í sama húsi og hjónin í Hamraborg í Kópavogi. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað um nóttina við gríðarleg læti. Hún hafi heyrt skerandi angistaróp konu, eins og í hryllingsmynd þegar verið væri að kvelja einhvern, og að inn á milli hefði heyrst í dýpri rödd. Konan sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna væri ekki allt með felldu, íhugað að hringja í lögregluna en látið það ógert. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hvaðan ópin kæmu og ekki trúað því að verið væri að deyða einhvern. Hún hafi heyrt konu kalla á hjálp og öskra tvisvar sinnum „Láttu mig vera“ og svo hafi heyrst þungur dynkur. Þá hafi allt orðið hljótt og hún sofnað aftur. Hún hafi ekki áttað sig á hvers kyns var fyrr en hún heyrði fréttirnar um morguninn og sá lögregluna á vettvangi. Vitnisburður konunnar þykir veikja vörn ákærða í málinu sem hefur haldið því fram að eiginkona hans hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og komið til hans í rúmið með þvottasnúru um hálsinn og beðið hann um að hjálpa sér að deyja. Fram kom fyrir dóminum að Magnús hefði lýst fyrir sálfræðingi þessari undarlegu hegðun eiginkonu sinnar en sálfræðingurinn dregur þær lýsingar í efa. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira