Svona eiga sýslumenn að vera 26. maí 2005 00:01 Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar hefur á ferli sínum markað sér ýmislega sérstöðu meðal íslenzkra stjórnmálamanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð t.d. einna fyrst alþingismanna, þá fulltrúi Kvennalistans á þingi, til að ljá máls á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Málflutningur hennar hefur verið í góðu samræmi við sjónarmið þeirra, sem aðhyllast lýðræði, framtak og frjálsan markaðsbúskap – og það er meira en hægt er að segja um orð og athafnir ýmissa andstæðinga hennar í öðrum flokkum. Málið er samt ekki mjög einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Langlífi núverandi ríkisstjórnar – hún hefur setið síðan 1995, næstlengst allra í lýðveldissögunni – á sér ýmsar skýringar. Ein þeirra er sú, að stjórnarandstaðan hefur verið veik, mjög veik. Langlífi dáðlausra ríkisstjórna er yfirleitt til marks um það, að stjórnarandstaðan nýtur ekki nægs trausts meðal almennings. Samfylkingin og hinir andstöðuflokkarnir tveir á Alþingi hafa ekki reynzt nógu vel í ýmsum mikilvægum málum. Látum eitt dæmi duga. Andstaða Samfylkingarinnar og flokkanna þriggja, sem hún spratt af (Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista), gegn ókeypis afhendingu fiskikvótans í hendur útvegsmanna var fálmkennd og veik frá fyrstu tíð, eins og t.a.m. Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, hefur rakið í mörgum Morgunblaðsgreinum, og hún var í litlu samræmi við eindregna andúð almennings á þeirri skipan, sem Alþingi samþykkti. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar náðu ekki áttum fyrr en stormurinn var að mestu um garð genginn. Þetta er þó auðvitað ekki sök Ingibjargar Sólrúnar í fyrsta lagi, enda hefur hún starfað mest að borgarmálum, heldur margra annarra. Þau kveiktu of seint. Væri Reykjavíkurflugvöllur enn á sama stað, hefði Ingibjörg Sólrún tekið það mál fastari tökum sem borgarstjóri Reykjavíkur? Hún stýrði borginni í 9 ár og hafði drjúgan tíma til að sannfæra Reykvíkinga og aðra um nauðsyn þess að flytja flugvöllinn. Hún lét sér nægja að reyna að þoka málinu áleiðis á lokuðum fundum og komst hvorki lönd né strönd fyrir Framsóknarflokknum. Hún fékk því þó ráðið á endanum, að efnt var til almennrar atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um málið. Reykjavíkurlistinn komst upp með þennan hægagang m.a. vegna þess, að sjálfstæðismenn veittu honum ekkert aðhald í málinu, öðru nær. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vilja, líkt og Framsóknarflokkurinn, að Reykjavík sé framlengdur armur dreifbýlisins: eitt allsherjarúthverfi, þar sem menn aka langar leiðir milli húsa líkt og í sveitinni. Við, sem viljum fjarlægja flugvöllinn án frekari tafar, við viljum, að Reykjavík fái frið til að breytast í hávaxna, þéttbýla heimsborg með brosandi brýr út í Viðey og Engey og yfir sundin, svo að sveitirnar og sjávarþorpin fái þá einnig að varðveita fagra sérstöðu sína. Ingibjörg Sólrún ber léttan farangur inn á formannsskrifstofu Samfylkingarinnar og inn í stjórnarráðið, þegar þar að kemur. Hún verður ekki sökuð um sérdrægni. Styrkur hennar sem stjórnmálamanns er m.a. fólginn í því, að hún hefur ekki bundið trúss sitt við hagsmunahópa og ekki heldur við jafnaðarflokka í öðrum löndum eða aðra strauma og stjórnmálastefnur. Þessi staða gæti átt eftir að reynast henni og flokki hennar vel að því leyti, að Samfylkingin undir hennar forustu er þá e.t.v. ólíklegri en ella til að endurtaka ýmis mistök jafnaðarmanna í öðrum löndum frá fyrri tíð – mistök, sem hafa t.d. orðið til þess, að Svíþjóð hefur smám saman dregizt aftur úr öðrum OECD-löndum í efnahagslegu tilliti síðan 1970 og Þýzkaland er í kröggum. Þannig gætu t.d. vel útfærðar markaðslausnir í menntamálum eins og þær, sem Verkamannaflokkurinn brezki hefur beitt sér fyrir í neyð, e.t.v. náð fram að ganga fyrir atbeina Samfylkingarinnar undir forustu Ingibjargar, enda virðist engin önnur leið fær til að ná endum saman á þeim vettvangi. Svipað á að sönnu við um heilbrigðismálin, og vandinn þar er enn meiri en í menntamálum. Þessir málaflokkar skipta sköpum. Hvort vill Samfylkingin heldur: að hún innleiði sjálf á eigin forsendum nauðsynleg úrræði í heilbrigðis- og menntamálum eða andstæðingar hennar? Ingibjörg Sólrún sagði á landsfundi flokks síns, að íslenzkt samfélag þyldi ekki lengri bið eftir breytingum. Ég segi eins og Skugga-Sveinn: "Svona eiga sýslumenn að vera." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar hefur á ferli sínum markað sér ýmislega sérstöðu meðal íslenzkra stjórnmálamanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð t.d. einna fyrst alþingismanna, þá fulltrúi Kvennalistans á þingi, til að ljá máls á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Málflutningur hennar hefur verið í góðu samræmi við sjónarmið þeirra, sem aðhyllast lýðræði, framtak og frjálsan markaðsbúskap – og það er meira en hægt er að segja um orð og athafnir ýmissa andstæðinga hennar í öðrum flokkum. Málið er samt ekki mjög einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Langlífi núverandi ríkisstjórnar – hún hefur setið síðan 1995, næstlengst allra í lýðveldissögunni – á sér ýmsar skýringar. Ein þeirra er sú, að stjórnarandstaðan hefur verið veik, mjög veik. Langlífi dáðlausra ríkisstjórna er yfirleitt til marks um það, að stjórnarandstaðan nýtur ekki nægs trausts meðal almennings. Samfylkingin og hinir andstöðuflokkarnir tveir á Alþingi hafa ekki reynzt nógu vel í ýmsum mikilvægum málum. Látum eitt dæmi duga. Andstaða Samfylkingarinnar og flokkanna þriggja, sem hún spratt af (Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista), gegn ókeypis afhendingu fiskikvótans í hendur útvegsmanna var fálmkennd og veik frá fyrstu tíð, eins og t.a.m. Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, hefur rakið í mörgum Morgunblaðsgreinum, og hún var í litlu samræmi við eindregna andúð almennings á þeirri skipan, sem Alþingi samþykkti. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar náðu ekki áttum fyrr en stormurinn var að mestu um garð genginn. Þetta er þó auðvitað ekki sök Ingibjargar Sólrúnar í fyrsta lagi, enda hefur hún starfað mest að borgarmálum, heldur margra annarra. Þau kveiktu of seint. Væri Reykjavíkurflugvöllur enn á sama stað, hefði Ingibjörg Sólrún tekið það mál fastari tökum sem borgarstjóri Reykjavíkur? Hún stýrði borginni í 9 ár og hafði drjúgan tíma til að sannfæra Reykvíkinga og aðra um nauðsyn þess að flytja flugvöllinn. Hún lét sér nægja að reyna að þoka málinu áleiðis á lokuðum fundum og komst hvorki lönd né strönd fyrir Framsóknarflokknum. Hún fékk því þó ráðið á endanum, að efnt var til almennrar atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um málið. Reykjavíkurlistinn komst upp með þennan hægagang m.a. vegna þess, að sjálfstæðismenn veittu honum ekkert aðhald í málinu, öðru nær. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vilja, líkt og Framsóknarflokkurinn, að Reykjavík sé framlengdur armur dreifbýlisins: eitt allsherjarúthverfi, þar sem menn aka langar leiðir milli húsa líkt og í sveitinni. Við, sem viljum fjarlægja flugvöllinn án frekari tafar, við viljum, að Reykjavík fái frið til að breytast í hávaxna, þéttbýla heimsborg með brosandi brýr út í Viðey og Engey og yfir sundin, svo að sveitirnar og sjávarþorpin fái þá einnig að varðveita fagra sérstöðu sína. Ingibjörg Sólrún ber léttan farangur inn á formannsskrifstofu Samfylkingarinnar og inn í stjórnarráðið, þegar þar að kemur. Hún verður ekki sökuð um sérdrægni. Styrkur hennar sem stjórnmálamanns er m.a. fólginn í því, að hún hefur ekki bundið trúss sitt við hagsmunahópa og ekki heldur við jafnaðarflokka í öðrum löndum eða aðra strauma og stjórnmálastefnur. Þessi staða gæti átt eftir að reynast henni og flokki hennar vel að því leyti, að Samfylkingin undir hennar forustu er þá e.t.v. ólíklegri en ella til að endurtaka ýmis mistök jafnaðarmanna í öðrum löndum frá fyrri tíð – mistök, sem hafa t.d. orðið til þess, að Svíþjóð hefur smám saman dregizt aftur úr öðrum OECD-löndum í efnahagslegu tilliti síðan 1970 og Þýzkaland er í kröggum. Þannig gætu t.d. vel útfærðar markaðslausnir í menntamálum eins og þær, sem Verkamannaflokkurinn brezki hefur beitt sér fyrir í neyð, e.t.v. náð fram að ganga fyrir atbeina Samfylkingarinnar undir forustu Ingibjargar, enda virðist engin önnur leið fær til að ná endum saman á þeim vettvangi. Svipað á að sönnu við um heilbrigðismálin, og vandinn þar er enn meiri en í menntamálum. Þessir málaflokkar skipta sköpum. Hvort vill Samfylkingin heldur: að hún innleiði sjálf á eigin forsendum nauðsynleg úrræði í heilbrigðis- og menntamálum eða andstæðingar hennar? Ingibjörg Sólrún sagði á landsfundi flokks síns, að íslenzkt samfélag þyldi ekki lengri bið eftir breytingum. Ég segi eins og Skugga-Sveinn: "Svona eiga sýslumenn að vera."
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun