Segir samfélagið framleiða öryrkja 24. maí 2005 00:01 "Samfélagið er að búa til öryrkja," segir Sylviane Pétursson yfiriðjuþjálfi á Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún hefur starfað við iðjuþjálfum á geðsviði LSH síðastliðin 24 ár. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þá stöðu sem skapast hefur hér á landi. Samkvæmt tölum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fjölgaði öryrkjum hér um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. "Umræðan um að fólk sé að svíkja út örorkubætur er byggð á misskilningi," segir Sylviane. "Kröfur okkar samfélags nú eru að fólk hafi góða menntun, há laun, sé glæsilegt og vel klætt. Stórt hlutfall unglinga flosnar upp eftir grunnskólann og fer ekki í framhaldsmenntun. Þeim sem ekki ná að vera innan þessa ramma sem velferðarþjóðfélagið setur, fer að líða illa. Afleiðingarnar eru í fyrstu minnimáttarkennd og vanlíðan sem síðan getur þróast í streitueinkenni. Viðkomandi endar hjá lækni, sem meðhöndlar vandann sem sjúkdóm í stað þess að skoða umhverfisþætti. Þarna þyrfti að grípa strax inn í og hjálpa fólki til að greina orsakir vandans og vinna sig út úr honum. En það eru engin úrræði til staðar, ekki fyrr en fólk þarf að sækja aðstoð á geðsvið LSH, jafnvel á bráðadeild, þá orðið verulega veikt. Tvö síðastliðin ár höfum við staðið frammi fyrir því að geta ekki meðhöndlað allan þann fjölda fólks sem þarf endurhæfingu. Við erum að gefast upp. Ung börn eru að bíða mánuðum, jafnvel árum saman, eftir því að fá mat og greiningu á barna- og unglingageðdeild LSH. Stór hluti unglinga sem flosnar upp úr námi eru framtíðaröryrkjar." Sylviane segir, að 25 manns séu nú á biðlista eftir þjónustu á göngudeild geðsviðsins. Þeir komist ekki að fyrr en um áramót. Um helmingur þeirra séu fæddir 1980 - 1985. Verið sé að taka inn fólk sem hafi beðið síðan í janúar. "Þeir sem á þurfa að halda fá endurhæfingarbætur í 18 mánuði," segir hún. "Sá tími er stundum útrunninn áður en meðferðinni er lokið, því biðlistar eru svo langir. Bæturnar geta því fokið fyrir ekki neitt á meðan fólkið verður veikara og veikara. Auka þarf úrræði til starfsendurhæfingar, þannig að hægt sé að grípa strax inn í þegar fólk er að flosna upp úr vinnu eða skóla. Með því má koma í veg fyrir að það komi illa veikt inn á bráðadeildirnar. .Yfirvöld félagsmála, menntamála og heilbrigðismála verða að athuga þennan mikla og vaxandi vanda frá rótum og gera ráðstafanir til að snúa þessari þróun við" Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
"Samfélagið er að búa til öryrkja," segir Sylviane Pétursson yfiriðjuþjálfi á Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún hefur starfað við iðjuþjálfum á geðsviði LSH síðastliðin 24 ár. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þá stöðu sem skapast hefur hér á landi. Samkvæmt tölum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fjölgaði öryrkjum hér um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. "Umræðan um að fólk sé að svíkja út örorkubætur er byggð á misskilningi," segir Sylviane. "Kröfur okkar samfélags nú eru að fólk hafi góða menntun, há laun, sé glæsilegt og vel klætt. Stórt hlutfall unglinga flosnar upp eftir grunnskólann og fer ekki í framhaldsmenntun. Þeim sem ekki ná að vera innan þessa ramma sem velferðarþjóðfélagið setur, fer að líða illa. Afleiðingarnar eru í fyrstu minnimáttarkennd og vanlíðan sem síðan getur þróast í streitueinkenni. Viðkomandi endar hjá lækni, sem meðhöndlar vandann sem sjúkdóm í stað þess að skoða umhverfisþætti. Þarna þyrfti að grípa strax inn í og hjálpa fólki til að greina orsakir vandans og vinna sig út úr honum. En það eru engin úrræði til staðar, ekki fyrr en fólk þarf að sækja aðstoð á geðsvið LSH, jafnvel á bráðadeild, þá orðið verulega veikt. Tvö síðastliðin ár höfum við staðið frammi fyrir því að geta ekki meðhöndlað allan þann fjölda fólks sem þarf endurhæfingu. Við erum að gefast upp. Ung börn eru að bíða mánuðum, jafnvel árum saman, eftir því að fá mat og greiningu á barna- og unglingageðdeild LSH. Stór hluti unglinga sem flosnar upp úr námi eru framtíðaröryrkjar." Sylviane segir, að 25 manns séu nú á biðlista eftir þjónustu á göngudeild geðsviðsins. Þeir komist ekki að fyrr en um áramót. Um helmingur þeirra séu fæddir 1980 - 1985. Verið sé að taka inn fólk sem hafi beðið síðan í janúar. "Þeir sem á þurfa að halda fá endurhæfingarbætur í 18 mánuði," segir hún. "Sá tími er stundum útrunninn áður en meðferðinni er lokið, því biðlistar eru svo langir. Bæturnar geta því fokið fyrir ekki neitt á meðan fólkið verður veikara og veikara. Auka þarf úrræði til starfsendurhæfingar, þannig að hægt sé að grípa strax inn í þegar fólk er að flosna upp úr vinnu eða skóla. Með því má koma í veg fyrir að það komi illa veikt inn á bráðadeildirnar. .Yfirvöld félagsmála, menntamála og heilbrigðismála verða að athuga þennan mikla og vaxandi vanda frá rótum og gera ráðstafanir til að snúa þessari þróun við"
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira