Betra að reykja en vera of þungur 13. október 2005 19:15 "Ég lít svo á að þarna sé klárlega um mismunun að ræða," segir Friðjón Guðjohnsen kjörfaðir um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur sem nú er fyrir dómstólum. Dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína þar sem hún væri of þung. Friðjón og kona hans hafa ættleitt eitt barn frá útlöndum og hafa fengið forsamþykki ráðuneytisins um að ættleiða annað. Friðjón þekkir því ættleiðingaferlið vel. "Ráðuneytið notar meðal annars ákveðinn þyngdarstuðul, svokallaðan BMI stuðul, í vinnu sinni á umsóknunum," segir Friðjón. "Þessi stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd viðkomandi. Ef hann er utan þeirra marka sem þeir telja eðlileg, eða yfir 25, þá óskar ráðuneytið eftir frekari upplýsingum. Það sem mér finnst gagnrýni vert er að þá um leið er það þegar búið að leggja mat á umsækjendur, bara út frá þessum eina þætti. " Friðjón sagði að í bæði skiptin sem þau hjón hefðu sótt um að fá að ættleiða hefði ráðuneytið vakið sérstaka athygli barnaverndaryfirvalda á því að þau væru, að áliti þess, of þung. Hefði ráðuneytið beðið barnaverndaryfirvöld um að afla sérstakra upplýsinga um heilsufar þeirra. Þessara upplýsinga hefði átt að afla þar sem ráðuneytið teldi að þyngd yfir kjörþyngd væri áhættuþáttur ýmissa hjarta og æðasjúkdóma. "Ég spurði þá starfsmann ráðuneytisins sérstaklega um hvort óskað væri eftir sömu upplýsingum ef umsækjandi reykti og hann sagði að svo væri ekki. Spurt er sérstaklega hvort umsækjandi reyki í umsókninni um forsamþykki, þannig að ráðuneytinu á að vera kunnugt um það," segir Friðjón og vísar til útreikninga Hjartaverndar þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er talin margfalt meiri af völdum reykinga heldur en ofþyngdar. Hann bendir á að þeir starfsmenn ráðuneytisins sem skoði umsóknirnar séu að jafnaði lögfræðingar, sem hafi hvorki læknisfræðimenntun né aðra sérstaka menntun til þess að meta áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
"Ég lít svo á að þarna sé klárlega um mismunun að ræða," segir Friðjón Guðjohnsen kjörfaðir um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur sem nú er fyrir dómstólum. Dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína þar sem hún væri of þung. Friðjón og kona hans hafa ættleitt eitt barn frá útlöndum og hafa fengið forsamþykki ráðuneytisins um að ættleiða annað. Friðjón þekkir því ættleiðingaferlið vel. "Ráðuneytið notar meðal annars ákveðinn þyngdarstuðul, svokallaðan BMI stuðul, í vinnu sinni á umsóknunum," segir Friðjón. "Þessi stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd viðkomandi. Ef hann er utan þeirra marka sem þeir telja eðlileg, eða yfir 25, þá óskar ráðuneytið eftir frekari upplýsingum. Það sem mér finnst gagnrýni vert er að þá um leið er það þegar búið að leggja mat á umsækjendur, bara út frá þessum eina þætti. " Friðjón sagði að í bæði skiptin sem þau hjón hefðu sótt um að fá að ættleiða hefði ráðuneytið vakið sérstaka athygli barnaverndaryfirvalda á því að þau væru, að áliti þess, of þung. Hefði ráðuneytið beðið barnaverndaryfirvöld um að afla sérstakra upplýsinga um heilsufar þeirra. Þessara upplýsinga hefði átt að afla þar sem ráðuneytið teldi að þyngd yfir kjörþyngd væri áhættuþáttur ýmissa hjarta og æðasjúkdóma. "Ég spurði þá starfsmann ráðuneytisins sérstaklega um hvort óskað væri eftir sömu upplýsingum ef umsækjandi reykti og hann sagði að svo væri ekki. Spurt er sérstaklega hvort umsækjandi reyki í umsókninni um forsamþykki, þannig að ráðuneytinu á að vera kunnugt um það," segir Friðjón og vísar til útreikninga Hjartaverndar þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er talin margfalt meiri af völdum reykinga heldur en ofþyngdar. Hann bendir á að þeir starfsmenn ráðuneytisins sem skoði umsóknirnar séu að jafnaði lögfræðingar, sem hafi hvorki læknisfræðimenntun né aðra sérstaka menntun til þess að meta áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira