Aukin sala á plötuspilurum 19. maí 2005 00:01 Plötuspilarar með gamla laginu fyrir vínylplötur seljast enn. Og það sem meira er: Salan eykst, löngu eftir að þeir voru dæmdir úreltir. Foreldrar unga fólksins í dag settu nálina á fóninn til að hlusta á tónlist, einnig afar þess og ömmur, langafar og langömmur. En svo komu geisladiskarnir. Fyrstu stóru geisladiskajólin á Íslandi voru árið 1989 og á örskömmum tíma véku plötuspilararnir fyrir nýrri tækni, geislaspilurum. Þeir gömlu hafa þó aldrei alveg horfið. Aðspurður hvort einhverjir kaupi enn plötuspilarar segir Reynir Reynisson, sölumaður hjá Pfaff, að sala á plötuspilurum sé góð og hún aukist frekar en hitt. Óðinn Valdimarsson, sölumaður hjá Hljómsýn, tekur undir þetta og segir aðspurður að fólk eigi mikið af gömlum vínylplötum og svo sé verið að endurútgefa ýmsar plötur í hágæðavínyl. Nokkrar verslanir selja enn plötuspilara og þeir kosta frá 14 þúsund krónum en algengasta verð er milli 20 og 60 þúsund krónur. En það eru ekki bara sérvitringar sem kaupa plötuspilara. Menn eru að finna gömlu vínylplöturnar í geymslunni og dusta rykið af, unglingar vilja kynnast gömlu rokkhljómsveitunum eins og þær hljómuðu af vinilplötum. Svo eru sumir sem segja að hljómurinn í geisladiskum sé verri en í gömlu plötunum. Óðinn segir vínylplötuna miklu skemmtilegri. Hún sé miklu mýkri og hljómurinn sé mun skemmtilegri. Reynir segir að hljómur úr góðum plötuspilara sé síst verri en úr góðum geislaspilara en það sé svolítið meira umstang í kringum plötunarnar. Tilveran Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Plötuspilarar með gamla laginu fyrir vínylplötur seljast enn. Og það sem meira er: Salan eykst, löngu eftir að þeir voru dæmdir úreltir. Foreldrar unga fólksins í dag settu nálina á fóninn til að hlusta á tónlist, einnig afar þess og ömmur, langafar og langömmur. En svo komu geisladiskarnir. Fyrstu stóru geisladiskajólin á Íslandi voru árið 1989 og á örskömmum tíma véku plötuspilararnir fyrir nýrri tækni, geislaspilurum. Þeir gömlu hafa þó aldrei alveg horfið. Aðspurður hvort einhverjir kaupi enn plötuspilarar segir Reynir Reynisson, sölumaður hjá Pfaff, að sala á plötuspilurum sé góð og hún aukist frekar en hitt. Óðinn Valdimarsson, sölumaður hjá Hljómsýn, tekur undir þetta og segir aðspurður að fólk eigi mikið af gömlum vínylplötum og svo sé verið að endurútgefa ýmsar plötur í hágæðavínyl. Nokkrar verslanir selja enn plötuspilara og þeir kosta frá 14 þúsund krónum en algengasta verð er milli 20 og 60 þúsund krónur. En það eru ekki bara sérvitringar sem kaupa plötuspilara. Menn eru að finna gömlu vínylplöturnar í geymslunni og dusta rykið af, unglingar vilja kynnast gömlu rokkhljómsveitunum eins og þær hljómuðu af vinilplötum. Svo eru sumir sem segja að hljómurinn í geisladiskum sé verri en í gömlu plötunum. Óðinn segir vínylplötuna miklu skemmtilegri. Hún sé miklu mýkri og hljómurinn sé mun skemmtilegri. Reynir segir að hljómur úr góðum plötuspilara sé síst verri en úr góðum geislaspilara en það sé svolítið meira umstang í kringum plötunarnar.
Tilveran Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira