Gervigreindarsetur stofnað 10. maí 2005 00:01 Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. Þeir hafa síðastliðið ár unnið að rannsóknum á þessu sviði fyrir HR en umfangið var orðið svo mikið að þeim fannst tími til kominn að stofna formlegt setur sem var gert nú í apríl. "Heimurinn er orðinn mjög tæknilega flókinn," segir Yngvi sem segir stofnun setursins vera einn lið í því að stuðla að þróun hátækniiðnaðar hér á landi. Ætlunin sé að tengja starf stofnunarinnar við atvinnulífið en einnig verði unnin rannsóknarvinna í samstarfi við háskóla í Norður Ameríku og Evrópu. Kristinn telur stofnunina hafa töluverða þýðingu í alþjóðlegu samhengi. Breidd í námi aukist sem geri Ísland samkeppnishæfara. "Með stofnuninni gefst okkur möguleiki á að hafa áhrif á sviðið sem er mikill munur frá því að fylgja öðrum eftir," segir Kristinn sem finnst mjög spennandi að fá að móta nýtt svið sem á eftir að hafa mikil áhrif eftir nokkur ár. Sú mynd sem Hollywood hefur gefið okkur af gervigreind er af ofurgreindum vélmennum í leit að heimsyfirráðum. Yngvi telur töluvert í að sú mynd verði að raunveruleika. Í dag nýtist tæknin í iðnaði, viðskiptalífi og víðar. Til dæmis í stýrikerfum heimilistækja og í kerfum sem spái fyrir um þróun á fjármálamarkaði. "Hugbúnaðurinn lærir á þig í stað þess að þú lærir á hann," segir Yngvi og nefnir sem dæmi gervihnéð sem Össur hefur nýlega fengið alþjóðleg verðlaun fyrir. Gervigreindin hefur einnig verið notuð í tölvuleikjum. Þar eru búnar til sýndararverur gæddar mannlegum eiginleikum bæði til skemmtunar og rannsókna. Yngvi segir leikina hentuga þar sem þeir skapi rannsóknarstofuumhverfi þar sem tölvunarfræðingar geti stýrt umhverfinu eins og eðlisfræðingar á rannsóknarstofu. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. Þeir hafa síðastliðið ár unnið að rannsóknum á þessu sviði fyrir HR en umfangið var orðið svo mikið að þeim fannst tími til kominn að stofna formlegt setur sem var gert nú í apríl. "Heimurinn er orðinn mjög tæknilega flókinn," segir Yngvi sem segir stofnun setursins vera einn lið í því að stuðla að þróun hátækniiðnaðar hér á landi. Ætlunin sé að tengja starf stofnunarinnar við atvinnulífið en einnig verði unnin rannsóknarvinna í samstarfi við háskóla í Norður Ameríku og Evrópu. Kristinn telur stofnunina hafa töluverða þýðingu í alþjóðlegu samhengi. Breidd í námi aukist sem geri Ísland samkeppnishæfara. "Með stofnuninni gefst okkur möguleiki á að hafa áhrif á sviðið sem er mikill munur frá því að fylgja öðrum eftir," segir Kristinn sem finnst mjög spennandi að fá að móta nýtt svið sem á eftir að hafa mikil áhrif eftir nokkur ár. Sú mynd sem Hollywood hefur gefið okkur af gervigreind er af ofurgreindum vélmennum í leit að heimsyfirráðum. Yngvi telur töluvert í að sú mynd verði að raunveruleika. Í dag nýtist tæknin í iðnaði, viðskiptalífi og víðar. Til dæmis í stýrikerfum heimilistækja og í kerfum sem spái fyrir um þróun á fjármálamarkaði. "Hugbúnaðurinn lærir á þig í stað þess að þú lærir á hann," segir Yngvi og nefnir sem dæmi gervihnéð sem Össur hefur nýlega fengið alþjóðleg verðlaun fyrir. Gervigreindin hefur einnig verið notuð í tölvuleikjum. Þar eru búnar til sýndararverur gæddar mannlegum eiginleikum bæði til skemmtunar og rannsókna. Yngvi segir leikina hentuga þar sem þeir skapi rannsóknarstofuumhverfi þar sem tölvunarfræðingar geti stýrt umhverfinu eins og eðlisfræðingar á rannsóknarstofu.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira