Gervigreindarsetur stofnað 10. maí 2005 00:01 Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. Þeir hafa síðastliðið ár unnið að rannsóknum á þessu sviði fyrir HR en umfangið var orðið svo mikið að þeim fannst tími til kominn að stofna formlegt setur sem var gert nú í apríl. "Heimurinn er orðinn mjög tæknilega flókinn," segir Yngvi sem segir stofnun setursins vera einn lið í því að stuðla að þróun hátækniiðnaðar hér á landi. Ætlunin sé að tengja starf stofnunarinnar við atvinnulífið en einnig verði unnin rannsóknarvinna í samstarfi við háskóla í Norður Ameríku og Evrópu. Kristinn telur stofnunina hafa töluverða þýðingu í alþjóðlegu samhengi. Breidd í námi aukist sem geri Ísland samkeppnishæfara. "Með stofnuninni gefst okkur möguleiki á að hafa áhrif á sviðið sem er mikill munur frá því að fylgja öðrum eftir," segir Kristinn sem finnst mjög spennandi að fá að móta nýtt svið sem á eftir að hafa mikil áhrif eftir nokkur ár. Sú mynd sem Hollywood hefur gefið okkur af gervigreind er af ofurgreindum vélmennum í leit að heimsyfirráðum. Yngvi telur töluvert í að sú mynd verði að raunveruleika. Í dag nýtist tæknin í iðnaði, viðskiptalífi og víðar. Til dæmis í stýrikerfum heimilistækja og í kerfum sem spái fyrir um þróun á fjármálamarkaði. "Hugbúnaðurinn lærir á þig í stað þess að þú lærir á hann," segir Yngvi og nefnir sem dæmi gervihnéð sem Össur hefur nýlega fengið alþjóðleg verðlaun fyrir. Gervigreindin hefur einnig verið notuð í tölvuleikjum. Þar eru búnar til sýndararverur gæddar mannlegum eiginleikum bæði til skemmtunar og rannsókna. Yngvi segir leikina hentuga þar sem þeir skapi rannsóknarstofuumhverfi þar sem tölvunarfræðingar geti stýrt umhverfinu eins og eðlisfræðingar á rannsóknarstofu. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. Þeir hafa síðastliðið ár unnið að rannsóknum á þessu sviði fyrir HR en umfangið var orðið svo mikið að þeim fannst tími til kominn að stofna formlegt setur sem var gert nú í apríl. "Heimurinn er orðinn mjög tæknilega flókinn," segir Yngvi sem segir stofnun setursins vera einn lið í því að stuðla að þróun hátækniiðnaðar hér á landi. Ætlunin sé að tengja starf stofnunarinnar við atvinnulífið en einnig verði unnin rannsóknarvinna í samstarfi við háskóla í Norður Ameríku og Evrópu. Kristinn telur stofnunina hafa töluverða þýðingu í alþjóðlegu samhengi. Breidd í námi aukist sem geri Ísland samkeppnishæfara. "Með stofnuninni gefst okkur möguleiki á að hafa áhrif á sviðið sem er mikill munur frá því að fylgja öðrum eftir," segir Kristinn sem finnst mjög spennandi að fá að móta nýtt svið sem á eftir að hafa mikil áhrif eftir nokkur ár. Sú mynd sem Hollywood hefur gefið okkur af gervigreind er af ofurgreindum vélmennum í leit að heimsyfirráðum. Yngvi telur töluvert í að sú mynd verði að raunveruleika. Í dag nýtist tæknin í iðnaði, viðskiptalífi og víðar. Til dæmis í stýrikerfum heimilistækja og í kerfum sem spái fyrir um þróun á fjármálamarkaði. "Hugbúnaðurinn lærir á þig í stað þess að þú lærir á hann," segir Yngvi og nefnir sem dæmi gervihnéð sem Össur hefur nýlega fengið alþjóðleg verðlaun fyrir. Gervigreindin hefur einnig verið notuð í tölvuleikjum. Þar eru búnar til sýndararverur gæddar mannlegum eiginleikum bæði til skemmtunar og rannsókna. Yngvi segir leikina hentuga þar sem þeir skapi rannsóknarstofuumhverfi þar sem tölvunarfræðingar geti stýrt umhverfinu eins og eðlisfræðingar á rannsóknarstofu.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira