Lögleysa 29. apríl 2005 00:01 Frá því var skýrt í fjölmiðlum núna á fimmtudaginn að íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sprengjuárárás í Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan í haust hafi ekki fengið bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem stofnunin telur að mennirnir þrír hafi ekki slasast í vinnunni heldur í frítíma sínum. Einn friðargæsluliðanna kom fram í sjónvarpsfréttum um kvöldið og kom þessi úrskurður Tryggingarstofnunar spánskt fyrir sjónir. Hann hafði talið að um leið og hann yfirgaf íslenska lögsögu væri hann í vinnunni og sú lota stæði þar til hann sneri aftur inn í íslenska lögsögu. Ekki ætla ég að deila við Tryggingastofnun ríkisins um uppkveðinn úrskurð, sem vafalaust er byggður á íslenskum lögum um Tryggingastofnunina, þótt benda megi á að manngreyin voru þarna samkvæmt fyrirskipun yfirmanns síns og því ekki óeðlilegt að þeir álitu að þeir væru í vinnunni! Þó kom fram í fréttinni að vinnuveitandi mannanna, íslenska utanríkisráðuneytið, hafði í svari við fyrirspurn Tryggingastofnunar upplýst að ferð mannanna í Kjúklingastræti hafi ekki tengst vinnu þeirra. En málið er miklu stærra í sniðum en svo að það fjalli eingöngu um ákveðið tilfelli þriggja eða fjögurra einstaklinga. Í grundvallaratriðum snýst málið um tvíræðið, ofríki tveggja formanna stjórnarflokkanna, sem keyrt hefur alla stjórnskipan landsins úr skorðum á undanförnum árum, ruglað saman framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi - og stundum dómsvaldinu í bland. Í pistli hér í blaðinu þann 20. nóvember síðastliðinn gerði ég íslensku friðargæsluna að umtalsefni. Ég benti á að við inngönguna í NATO í mars 1949 hafi Bandaríkjamenn viðurkennt fjóra fyrirvara sem Ísland setti. Einn af þeim var "að viðurkennt væri að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her". Þessi atriði voru hornsteinn utanríkisstefnu Íslendinga í nærfellt hálfa öld. Allt tímabil kalda stríðsins, þar sem Ísland var í fremstu víglínu, var framlag Íslendinga til varna þessa heimshluta það eitt að leggja fram land og aðstöðu fyrir bandarískan herafla, sem hingað kom samkvæmt tvíhliða samningi við Bandaríkin í júlí 1951. Um það var full samstaða innanlands og fullur skilningur meðal aðildarþjóða NATO, að herlaust Ísland tæki ekki þátt í störfum hermálanefndar NATO eða hernaðaraðgerðum á vegum bandalagsins. Þannig leið allt kalda stríðið án þess að Íslendingar þyrftu að taka þátt í hernaðaraðgerðum. Enn er ástæða til að minna á að samkvæmt 24. grein þingskaparlaga skal "utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Enginn vafi getur leikið á því að þátttaka Íslands í beinum hernaðaraðgerðum á vegum NATO er "meiriháttar utanríkismál" og ef um meðvitaða ákvörðun ráðamanna hefði verið að ræða hefði átt að bera hana undir utanríkismálanefnd, ræða hana á þinginu og setja um framkvæmdina lög. En kannski var aldrei um neina meðvitaða ákvörðun að ræða heldur röð geðþóttaákvarðana, sem smám saman vinda upp á sig svo að heilar stofnanir verða til án stoðar í lögum?! Ýmislegt bendir í þá átt. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður gerði friðargæsluna að umtalsefni í pistli í Morgunblaðinu 18. nóvember. Hann ber hinn kunna sérfræðing um íslensk utanríkismál, dr. Val Ingimundarson, fyrir því að árið 1993 hafi hafist "stigbundið ferli" með því að senda nokkra Íslendinga til Bosníu. Þrýstingur hafi aukist 1997 um aukin framlög til NATO. "Stofnun íslensku friðargæslunnar svonefndu árið 2001 hafi verið næsta skrefið en verkefnavalið verið hálftilviljunarkennt og starfsemin frekar óskýr" (!). Næst er tekin ákvörðun á NATO-leiðtogafundinum í Prag 2002 um að Íslendingar mundu taka að sér flugvöllinn í Pristina í Kosovo og leggja til leiguflugvélar til herflutninga. Þessi ákvörðun var tekin á staðnum án þess að bera hana undir utanríkismálanefnd Alþingis. Davíð Logi hélt áfram í pistlinum: "Eins og Íslendingum er lagið eru menn líka að slá margar flugur í einu höggi; menn stofna íslensku friðargæsluna til að "dulbúa" aukin framlög til NATO, komast hins vegar einnig upp með að telja framlög til friðargæslunnar til þróunaraðstoðar. (Þetta hafa menn fengið uppáskrifað hjá OECD af því að um borgaralega starfsmenn hefur verið að ræða. Valur bendir hins vegar á í því sambandi að Norðmenn telja sína friðargæslu ekki með til þróunaraðstoðar, sem þó nemur 0,9% af þjóðarframleiðslu meðan okkar nemur aðeins 0,19% að friðargæslunni meðtalinni." (!) Íslensk friðargæsla, þróunaraðstoð, framboð til sætis í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. "Þetta þrennt hangir allt saman", segir Valur Ingimundarson, "þó ég efist reyndar um að einhver þaulskipulögð og samhæfð áætlun liggi hér að baki." Það er greinilegt að allt er þetta í skötulíki. Vandséð er hvernig utanríkismálanefnd og Alþingi sjálft getur öllu lengur leitt hjá sér að taka málið fyrir og setja um þessa starfsemi lög, sem kveði á um réttindi og skyldur starfsmanna jafnt sem vinnuveitanda. Þegar fyrsta Íslendingnum verður rænt og hann skorinn á háls í beinni útsendingu, verða þá viðbrögðin hér heima þau að spyrja: Gerðist þetta í vinnutímanum eða í frístundum mannsins? Hver ber eiginlega einhverja ábyrgð í þessu landi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Frá því var skýrt í fjölmiðlum núna á fimmtudaginn að íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sprengjuárárás í Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan í haust hafi ekki fengið bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem stofnunin telur að mennirnir þrír hafi ekki slasast í vinnunni heldur í frítíma sínum. Einn friðargæsluliðanna kom fram í sjónvarpsfréttum um kvöldið og kom þessi úrskurður Tryggingarstofnunar spánskt fyrir sjónir. Hann hafði talið að um leið og hann yfirgaf íslenska lögsögu væri hann í vinnunni og sú lota stæði þar til hann sneri aftur inn í íslenska lögsögu. Ekki ætla ég að deila við Tryggingastofnun ríkisins um uppkveðinn úrskurð, sem vafalaust er byggður á íslenskum lögum um Tryggingastofnunina, þótt benda megi á að manngreyin voru þarna samkvæmt fyrirskipun yfirmanns síns og því ekki óeðlilegt að þeir álitu að þeir væru í vinnunni! Þó kom fram í fréttinni að vinnuveitandi mannanna, íslenska utanríkisráðuneytið, hafði í svari við fyrirspurn Tryggingastofnunar upplýst að ferð mannanna í Kjúklingastræti hafi ekki tengst vinnu þeirra. En málið er miklu stærra í sniðum en svo að það fjalli eingöngu um ákveðið tilfelli þriggja eða fjögurra einstaklinga. Í grundvallaratriðum snýst málið um tvíræðið, ofríki tveggja formanna stjórnarflokkanna, sem keyrt hefur alla stjórnskipan landsins úr skorðum á undanförnum árum, ruglað saman framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi - og stundum dómsvaldinu í bland. Í pistli hér í blaðinu þann 20. nóvember síðastliðinn gerði ég íslensku friðargæsluna að umtalsefni. Ég benti á að við inngönguna í NATO í mars 1949 hafi Bandaríkjamenn viðurkennt fjóra fyrirvara sem Ísland setti. Einn af þeim var "að viðurkennt væri að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her". Þessi atriði voru hornsteinn utanríkisstefnu Íslendinga í nærfellt hálfa öld. Allt tímabil kalda stríðsins, þar sem Ísland var í fremstu víglínu, var framlag Íslendinga til varna þessa heimshluta það eitt að leggja fram land og aðstöðu fyrir bandarískan herafla, sem hingað kom samkvæmt tvíhliða samningi við Bandaríkin í júlí 1951. Um það var full samstaða innanlands og fullur skilningur meðal aðildarþjóða NATO, að herlaust Ísland tæki ekki þátt í störfum hermálanefndar NATO eða hernaðaraðgerðum á vegum bandalagsins. Þannig leið allt kalda stríðið án þess að Íslendingar þyrftu að taka þátt í hernaðaraðgerðum. Enn er ástæða til að minna á að samkvæmt 24. grein þingskaparlaga skal "utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Enginn vafi getur leikið á því að þátttaka Íslands í beinum hernaðaraðgerðum á vegum NATO er "meiriháttar utanríkismál" og ef um meðvitaða ákvörðun ráðamanna hefði verið að ræða hefði átt að bera hana undir utanríkismálanefnd, ræða hana á þinginu og setja um framkvæmdina lög. En kannski var aldrei um neina meðvitaða ákvörðun að ræða heldur röð geðþóttaákvarðana, sem smám saman vinda upp á sig svo að heilar stofnanir verða til án stoðar í lögum?! Ýmislegt bendir í þá átt. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður gerði friðargæsluna að umtalsefni í pistli í Morgunblaðinu 18. nóvember. Hann ber hinn kunna sérfræðing um íslensk utanríkismál, dr. Val Ingimundarson, fyrir því að árið 1993 hafi hafist "stigbundið ferli" með því að senda nokkra Íslendinga til Bosníu. Þrýstingur hafi aukist 1997 um aukin framlög til NATO. "Stofnun íslensku friðargæslunnar svonefndu árið 2001 hafi verið næsta skrefið en verkefnavalið verið hálftilviljunarkennt og starfsemin frekar óskýr" (!). Næst er tekin ákvörðun á NATO-leiðtogafundinum í Prag 2002 um að Íslendingar mundu taka að sér flugvöllinn í Pristina í Kosovo og leggja til leiguflugvélar til herflutninga. Þessi ákvörðun var tekin á staðnum án þess að bera hana undir utanríkismálanefnd Alþingis. Davíð Logi hélt áfram í pistlinum: "Eins og Íslendingum er lagið eru menn líka að slá margar flugur í einu höggi; menn stofna íslensku friðargæsluna til að "dulbúa" aukin framlög til NATO, komast hins vegar einnig upp með að telja framlög til friðargæslunnar til þróunaraðstoðar. (Þetta hafa menn fengið uppáskrifað hjá OECD af því að um borgaralega starfsmenn hefur verið að ræða. Valur bendir hins vegar á í því sambandi að Norðmenn telja sína friðargæslu ekki með til þróunaraðstoðar, sem þó nemur 0,9% af þjóðarframleiðslu meðan okkar nemur aðeins 0,19% að friðargæslunni meðtalinni." (!) Íslensk friðargæsla, þróunaraðstoð, framboð til sætis í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. "Þetta þrennt hangir allt saman", segir Valur Ingimundarson, "þó ég efist reyndar um að einhver þaulskipulögð og samhæfð áætlun liggi hér að baki." Það er greinilegt að allt er þetta í skötulíki. Vandséð er hvernig utanríkismálanefnd og Alþingi sjálft getur öllu lengur leitt hjá sér að taka málið fyrir og setja um þessa starfsemi lög, sem kveði á um réttindi og skyldur starfsmanna jafnt sem vinnuveitanda. Þegar fyrsta Íslendingnum verður rænt og hann skorinn á háls í beinni útsendingu, verða þá viðbrögðin hér heima þau að spyrja: Gerðist þetta í vinnutímanum eða í frístundum mannsins? Hver ber eiginlega einhverja ábyrgð í þessu landi?
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun