Umfangsmesta friðun hér á landi 27. apríl 2005 00:01 "Þarna er að verða til stærsta friðaða svæðið á landinu," segir Ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur um eitt stærsta átak í landvernd og uppgræðslu hér landi. Á næstunni verður lokið við umfangsmikla girðingarvinnu í Landnámi Ingólfs. Þar með verður allt fé á svæðinu lokað inni á sérstökum beitarhólfum. Allt annað land á svæðinu verður friðað. Unnið hefur verið að þessu máli í meira en 20 ár en nú er það á lokastigi. Svæðið nær allt frá Reykjanestá upp að Kjalarnesi, yfir um Þingvallavatn og að Ölfusá. Þeir sem eiga hlut að þessu máli eru viðkomandi sveitarfélög, Vegagerðin, Landgræðslan og Bændasamtökin sem veitt hafa ráðgjöf. "Það veit enginn hve stórt þetta svæði er," sagði Ólafur, "en þetta eru allavega einhver hundruð ferkílómetra. Þarna verða allir vegir friðaðir fyrir ágangi fjár. Þá verða stór landsvæði aðgengilegri til skógræktar og uppgræðslu." Ólafur sagði, að á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar hefði verið samþykkt ályktun um náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu. Mikil spjöll hefðu verið unnin utan vega á svæðinu, bæði af torfærumótorhjólum og bílum. Það vandamál hefði farið vaxandi á síðari árum. Þá væri mikið álag af umferð hesta. Malartekja víða á svæðinu færi illa og í sumum tilvikum hörmulega með landið. "Skipuleggja þarf uppgræðslu og ræktun þessa svæðis til framtíðar," sagði Ólafur Samtökin Gróður fyrir fólk hafa beitt sér fyrir því að hrossatað sem til fellur í hesthúsahverfunum á þessu svæði verði notað til uppgræðslu. Það hefur verið flutt á urðunarstaði í Álfsnesi. Björn Halldórsson hjá Sorpu tjáði Fréttablaðinu að magnið sem bærist væri 20 - 30.000 tonn á ári. Móttökugjald væri ein króna á hvert kíló. "Núna skapast skilyrði með tilkomu þessara girðinga til að nota hrossataðið til uppgræðslu," sagði Ólafur. "Það hefur ekki verið hægt til þessa vegna sjúkdómavarna, þar sem hey hefur verið flutt af ýmsum stöðum í hesthúsahverfin. Menn hafa óttast að það gæti dreift riðu. En nú verður hægt að dreifa taðinu á friðuð svæði að teknu tilliti til vatnsbóla og annarra viðkvæmra svæða." Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
"Þarna er að verða til stærsta friðaða svæðið á landinu," segir Ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur um eitt stærsta átak í landvernd og uppgræðslu hér landi. Á næstunni verður lokið við umfangsmikla girðingarvinnu í Landnámi Ingólfs. Þar með verður allt fé á svæðinu lokað inni á sérstökum beitarhólfum. Allt annað land á svæðinu verður friðað. Unnið hefur verið að þessu máli í meira en 20 ár en nú er það á lokastigi. Svæðið nær allt frá Reykjanestá upp að Kjalarnesi, yfir um Þingvallavatn og að Ölfusá. Þeir sem eiga hlut að þessu máli eru viðkomandi sveitarfélög, Vegagerðin, Landgræðslan og Bændasamtökin sem veitt hafa ráðgjöf. "Það veit enginn hve stórt þetta svæði er," sagði Ólafur, "en þetta eru allavega einhver hundruð ferkílómetra. Þarna verða allir vegir friðaðir fyrir ágangi fjár. Þá verða stór landsvæði aðgengilegri til skógræktar og uppgræðslu." Ólafur sagði, að á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar hefði verið samþykkt ályktun um náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu. Mikil spjöll hefðu verið unnin utan vega á svæðinu, bæði af torfærumótorhjólum og bílum. Það vandamál hefði farið vaxandi á síðari árum. Þá væri mikið álag af umferð hesta. Malartekja víða á svæðinu færi illa og í sumum tilvikum hörmulega með landið. "Skipuleggja þarf uppgræðslu og ræktun þessa svæðis til framtíðar," sagði Ólafur Samtökin Gróður fyrir fólk hafa beitt sér fyrir því að hrossatað sem til fellur í hesthúsahverfunum á þessu svæði verði notað til uppgræðslu. Það hefur verið flutt á urðunarstaði í Álfsnesi. Björn Halldórsson hjá Sorpu tjáði Fréttablaðinu að magnið sem bærist væri 20 - 30.000 tonn á ári. Móttökugjald væri ein króna á hvert kíló. "Núna skapast skilyrði með tilkomu þessara girðinga til að nota hrossataðið til uppgræðslu," sagði Ólafur. "Það hefur ekki verið hægt til þessa vegna sjúkdómavarna, þar sem hey hefur verið flutt af ýmsum stöðum í hesthúsahverfin. Menn hafa óttast að það gæti dreift riðu. En nú verður hægt að dreifa taðinu á friðuð svæði að teknu tilliti til vatnsbóla og annarra viðkvæmra svæða."
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira