60 deyja daglega 27. apríl 2005 00:01 Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. Tuttugu og fimm mánuðir eru liðnir frá innrásinni í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli og enn hefur ekki tekist að kveða niður uppreisnarmenn í landinu. Í hverri viku gera þeir og hryðjuverkamenn í Írak um fjögur hundruð árásir á hersetuliðið, lögreglu og óbreytta borgara. Í helmingi árásanna týnir fólk lífi, um sextíu á dag. Fjöldi árásanna þykir sýna best styrk uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak og hversu illa hersetuliðinu, og upp á síðkastið, írökskum sveitum gengur að berjast við þá. Meyers, yfirmaður bandaríska heraflans í landinu, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, voru þó alls ekki á því í gær, heldur sögðu ástæðuna þá að hersetuliðið einbeitti sér að því að þjálfa írakskar sveitir í stað þess að berjast við óróaseggi. Engu að síður er bent á að þrátt fyrir aðgerðir um hundrað og fjörutíu þúsunda bandarískra hermanna og álíka margra írakskra hermanna, sjái ekki högg á vatni: árásir nú séu jafnmargar og fyrir ári síðan þegar ástandið var sem verst. Nú er því ekki síst kennt um að ekkert gengur við myndun ríkisstjórnar í Írak. Kosningarnar í janúar áttu að vera fyrsta stóra skrefið í átt að stöðugleika og efnahagslegri endurreisn en við tók pólitískt þref sem stendur enn. Undanfarna daga hefur verið beðið fregna af skipan stjórnar en tilkynningu um hana er frestað æ ofan í æ. Á meðan eru Írakar sjálfir ekki í stakk búnir til að taka á óöldinni og því fátt sem bendir til stórtækra breytinga á næstunni. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. Tuttugu og fimm mánuðir eru liðnir frá innrásinni í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli og enn hefur ekki tekist að kveða niður uppreisnarmenn í landinu. Í hverri viku gera þeir og hryðjuverkamenn í Írak um fjögur hundruð árásir á hersetuliðið, lögreglu og óbreytta borgara. Í helmingi árásanna týnir fólk lífi, um sextíu á dag. Fjöldi árásanna þykir sýna best styrk uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak og hversu illa hersetuliðinu, og upp á síðkastið, írökskum sveitum gengur að berjast við þá. Meyers, yfirmaður bandaríska heraflans í landinu, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, voru þó alls ekki á því í gær, heldur sögðu ástæðuna þá að hersetuliðið einbeitti sér að því að þjálfa írakskar sveitir í stað þess að berjast við óróaseggi. Engu að síður er bent á að þrátt fyrir aðgerðir um hundrað og fjörutíu þúsunda bandarískra hermanna og álíka margra írakskra hermanna, sjái ekki högg á vatni: árásir nú séu jafnmargar og fyrir ári síðan þegar ástandið var sem verst. Nú er því ekki síst kennt um að ekkert gengur við myndun ríkisstjórnar í Írak. Kosningarnar í janúar áttu að vera fyrsta stóra skrefið í átt að stöðugleika og efnahagslegri endurreisn en við tók pólitískt þref sem stendur enn. Undanfarna daga hefur verið beðið fregna af skipan stjórnar en tilkynningu um hana er frestað æ ofan í æ. Á meðan eru Írakar sjálfir ekki í stakk búnir til að taka á óöldinni og því fátt sem bendir til stórtækra breytinga á næstunni.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila