Siðareglur þingmanna 27. apríl 2005 00:01 Þingmenn Framsóknarflokksins hafa komið sér saman um reglur um samræmda upplýsingagjöf þingmannna flokksins um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna og varaþingmanna. Og framsóknarmenn láta ekki þar við sitja heldur hafa þeir þegar birt þær upplýsingar sem reglurnar taka til á heimasíðu sinni. Full ástæða er til að fagna þessu framtaki framsóknarþingmanna og óska þeim til hamingju með að hafa riðið á vaðið með þessum hætti. Markmiðið með setningu reglnanna segja þeir vera að stuðla að gagnsæi í íslenskum stjórnmálum og á kynningarfundi sínum um þær sögðust þeir vonast til að fleiri flokkar eða þingmenn fetuðu í fótspor sín. Sífellt fleiri stéttir og starfshópar hafa sett sér siðareglur undanfarin ár og reglur framsóknarþingmannanna eru í raun liður í þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár og áratugi. Lengi hefur verið rætt um tengsl Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við tiltekin sjávarútvegsfyrirtæki og hefur það væntanlega ýtt á þingmenn Framsóknarflokksins að verða fyrstir til að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Þingsályktunartillaga Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna um siðareglur fyrir alþingismenn sem þegar liggur fyrir í þinginu er sömuleiðis liður í þessari þróun. Nú hefur þingflokkur Samfylkingarinnar einnig samþykkt að fara þess á leit við forsætisnefnd Alþingis að settar verði almennar reglur um upplýsingagjöf þingmanna um eignir og hagsmunatengsl auk þess sem þingflokkurinn hefur samþykkt hugmynd að reglum sem forsætisnefnd geti haft til hliðsjónar í þessum störfum. Þær reglur eru í sama anda og reglurnar sem framsóknarþingmennirnir hafa þegar sett sér. Umræða og vinna við samningu siðareglna þingmanna er sem sagt komin á fulla ferð og ber að fagna því. Reglur framsóknarmanna eru því vonandi bara fyrsta skrefið í því sem koma skal, að búnar verði til alhliða og almennar siðareglur fyrir þingmenn sem sitja á Alþingi Íslendinga, siðareglur sem eru víðari en drengskaparheit það sem þingmenn vinna þegar þeir setjast á Alþingi, reglur sem taka meðal annars til eigna- og hagsmunatengsla þeirra. Framtaki framsóknarmanna ber að fagna og umræðunni allri um siðareglur þingmanna. Hún gefur tilefni til að ætla að óðum styttist í þann dag að íslenskir stjórnmálamenn geri ekki bara grein fyrir sínum eigin fjárhags- og hagsmunatengslum heldur geri þeir með sama hætti hreint fyrir sínum dyrum varðandi fjármál flokka sinna, opni bókhald þeirra og upplýsi bæði um tekjur og gjöld og geri þar með kjósendum sínum kleift að átta sig á hagsmunatengslum stjórnmálaflokkanna, þar sem þau eru til staðar. Annað er í raun óboðlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa komið sér saman um reglur um samræmda upplýsingagjöf þingmannna flokksins um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna og varaþingmanna. Og framsóknarmenn láta ekki þar við sitja heldur hafa þeir þegar birt þær upplýsingar sem reglurnar taka til á heimasíðu sinni. Full ástæða er til að fagna þessu framtaki framsóknarþingmanna og óska þeim til hamingju með að hafa riðið á vaðið með þessum hætti. Markmiðið með setningu reglnanna segja þeir vera að stuðla að gagnsæi í íslenskum stjórnmálum og á kynningarfundi sínum um þær sögðust þeir vonast til að fleiri flokkar eða þingmenn fetuðu í fótspor sín. Sífellt fleiri stéttir og starfshópar hafa sett sér siðareglur undanfarin ár og reglur framsóknarþingmannanna eru í raun liður í þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár og áratugi. Lengi hefur verið rætt um tengsl Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við tiltekin sjávarútvegsfyrirtæki og hefur það væntanlega ýtt á þingmenn Framsóknarflokksins að verða fyrstir til að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Þingsályktunartillaga Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna um siðareglur fyrir alþingismenn sem þegar liggur fyrir í þinginu er sömuleiðis liður í þessari þróun. Nú hefur þingflokkur Samfylkingarinnar einnig samþykkt að fara þess á leit við forsætisnefnd Alþingis að settar verði almennar reglur um upplýsingagjöf þingmanna um eignir og hagsmunatengsl auk þess sem þingflokkurinn hefur samþykkt hugmynd að reglum sem forsætisnefnd geti haft til hliðsjónar í þessum störfum. Þær reglur eru í sama anda og reglurnar sem framsóknarþingmennirnir hafa þegar sett sér. Umræða og vinna við samningu siðareglna þingmanna er sem sagt komin á fulla ferð og ber að fagna því. Reglur framsóknarmanna eru því vonandi bara fyrsta skrefið í því sem koma skal, að búnar verði til alhliða og almennar siðareglur fyrir þingmenn sem sitja á Alþingi Íslendinga, siðareglur sem eru víðari en drengskaparheit það sem þingmenn vinna þegar þeir setjast á Alþingi, reglur sem taka meðal annars til eigna- og hagsmunatengsla þeirra. Framtaki framsóknarmanna ber að fagna og umræðunni allri um siðareglur þingmanna. Hún gefur tilefni til að ætla að óðum styttist í þann dag að íslenskir stjórnmálamenn geri ekki bara grein fyrir sínum eigin fjárhags- og hagsmunatengslum heldur geri þeir með sama hætti hreint fyrir sínum dyrum varðandi fjármál flokka sinna, opni bókhald þeirra og upplýsi bæði um tekjur og gjöld og geri þar með kjósendum sínum kleift að átta sig á hagsmunatengslum stjórnmálaflokkanna, þar sem þau eru til staðar. Annað er í raun óboðlegt.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun