SpyToy fyrir EyeToy 26. apríl 2005 00:01 Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) kynnir útgáfu SpyToy á PlayStation 2 í September næstkomandi. Leikurinn er framleiddur af EyeToy hópnum hjá SCE London Studios, en SpyToy er tilvalið fyrir þá sem ætla sér að verða njósnarar eða leynilöggur. SpyToy inniheldur fjölda "eftirlits möguleika” sem gera notendum kleift að setja upp skemmtilegt eftirlitskerfi. Með nýrri "face-recognition" tækni, gerir SpyToy kleift að búa til lása sem aðeins þú getur opnað! Leikurinn gerir þér kleift að vakta hverjir fara inn og útúr herberginu þínu og getur þú látið í gang viðvörunarkerfi gegn ættingjum sem eru alltaf að fá "lánaða" hlutina þína. Búðu til myndbönd og hljóðupptökur sem sönnunargögn sem hægt er síðan að vista á minniskortið. SpyToy gerir þér einnig kleift að ná stafrænum ljósmyndum af viðfangsefninu. Ásamt því að geta sett upp eftirlitskerfi, inniheldur SpyToy fjölda leikja, sem allir ganga útá njósnir. Leikmenn þurfa að semja um verkefni, þar sem þeir þurfa að nota ljósmyndir, brjóta upp kóða, skjóta sér út í fallhlíf, aftengja sprengjur og nota gervihnattamyndir til að finna glæpamenn sem ætla sér að taka yfir heiminn! SpyToy leikurinn er gerður fyrir EyeToy myndavélina og kemur út í haust fyrir PlayStation 2. Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) kynnir útgáfu SpyToy á PlayStation 2 í September næstkomandi. Leikurinn er framleiddur af EyeToy hópnum hjá SCE London Studios, en SpyToy er tilvalið fyrir þá sem ætla sér að verða njósnarar eða leynilöggur. SpyToy inniheldur fjölda "eftirlits möguleika” sem gera notendum kleift að setja upp skemmtilegt eftirlitskerfi. Með nýrri "face-recognition" tækni, gerir SpyToy kleift að búa til lása sem aðeins þú getur opnað! Leikurinn gerir þér kleift að vakta hverjir fara inn og útúr herberginu þínu og getur þú látið í gang viðvörunarkerfi gegn ættingjum sem eru alltaf að fá "lánaða" hlutina þína. Búðu til myndbönd og hljóðupptökur sem sönnunargögn sem hægt er síðan að vista á minniskortið. SpyToy gerir þér einnig kleift að ná stafrænum ljósmyndum af viðfangsefninu. Ásamt því að geta sett upp eftirlitskerfi, inniheldur SpyToy fjölda leikja, sem allir ganga útá njósnir. Leikmenn þurfa að semja um verkefni, þar sem þeir þurfa að nota ljósmyndir, brjóta upp kóða, skjóta sér út í fallhlíf, aftengja sprengjur og nota gervihnattamyndir til að finna glæpamenn sem ætla sér að taka yfir heiminn! SpyToy leikurinn er gerður fyrir EyeToy myndavélina og kemur út í haust fyrir PlayStation 2.
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira