Krafa um áhættumat á Landspítala 20. apríl 2005 00:01 Vinnueftirlitið hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að sögn Hafdísar Sverrisdóttur eftirlitsmanns. Áhættumatið svokallaða er mismunandi eftir því hvaða stofnanir og fyrirtæki er verið að athuga. Þannig er sértækt mat fyrir bifreiðaverkstæði, annað fyrir skóla og leikskóla og þriðja gerðin fyrir umönnunargeirann, en undir hann falla sjúkra- og hjúkrunarstofnanir. Síðastnefnda matið tekur meðal annars til vinnuverndar, hollustuhátta, líkamsbeitingar, félagslegs og andlegs aðbúnaðar, öryggis og svo eitthvað sé nefnt. Eins og um hefur verið fjallað í Fréttablaðinu hefur í vaxandi mæli borið á kvörtunum starfsfólks á LSH vegna aukins vinnuálags. Það er þó mjög mismunandi eftir deildum spítalans. Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála hefur sagt að því miður komi upp aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líði illa vegna álags. Hann benti á að starfandi væri á spítalanum stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Síðan væri starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Hafdís kvaðst hafa verið í eftirliti á Landspítalanum á síðasta ári. Í framhaldi af því hefði hún sett fram kröfu að hálfu Vinnueftirlitsins um að stofnunin léti fara fram mat. Sjálfsagt væri að hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir færu í áhættumat, því það miðaði að því að gera faglegan og félagslegan aðbúnað enn betri en áður. Hún sagði enn fremur að áhættumat væri nú bundið í lög, en reglur um framkvæmd þess væru ekki fullbúnar. Þess vegna hefði spítalanum verið gefinn lengri frestur til að framkvæma það heldur en hinn hefðbundni sem væri þrír mánuðir, að viðbættum tímanum sem færi í könnunina. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að sögn Hafdísar Sverrisdóttur eftirlitsmanns. Áhættumatið svokallaða er mismunandi eftir því hvaða stofnanir og fyrirtæki er verið að athuga. Þannig er sértækt mat fyrir bifreiðaverkstæði, annað fyrir skóla og leikskóla og þriðja gerðin fyrir umönnunargeirann, en undir hann falla sjúkra- og hjúkrunarstofnanir. Síðastnefnda matið tekur meðal annars til vinnuverndar, hollustuhátta, líkamsbeitingar, félagslegs og andlegs aðbúnaðar, öryggis og svo eitthvað sé nefnt. Eins og um hefur verið fjallað í Fréttablaðinu hefur í vaxandi mæli borið á kvörtunum starfsfólks á LSH vegna aukins vinnuálags. Það er þó mjög mismunandi eftir deildum spítalans. Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála hefur sagt að því miður komi upp aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líði illa vegna álags. Hann benti á að starfandi væri á spítalanum stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Síðan væri starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Hafdís kvaðst hafa verið í eftirliti á Landspítalanum á síðasta ári. Í framhaldi af því hefði hún sett fram kröfu að hálfu Vinnueftirlitsins um að stofnunin léti fara fram mat. Sjálfsagt væri að hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir færu í áhættumat, því það miðaði að því að gera faglegan og félagslegan aðbúnað enn betri en áður. Hún sagði enn fremur að áhættumat væri nú bundið í lög, en reglur um framkvæmd þess væru ekki fullbúnar. Þess vegna hefði spítalanum verið gefinn lengri frestur til að framkvæma það heldur en hinn hefðbundni sem væri þrír mánuðir, að viðbættum tímanum sem færi í könnunina.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira