Dómur fyrir sölu á aflahlutdeild 20. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. Manninum var einnig gert að greiða útgerðarfélagi rúmlega 43 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir skilasvik með því að hafa árið 1998 selt alla aflahlutdeild frá skipinu Styrmi KE til útgerðarfélagsins Eldeyjar fyrir rúmlega 112 milljónir króna, án þess að leita samþykkis, og andstætt veðrétti Sparisjóðs Keflavíkur. Sparisjóðurinn átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu, aflakvóta þess og veiðiheimildum. Það var útgerðarfélagið Básafell sem kærði manninn árið 2001 en árið 1995 keypti fiskvinnslan Kambur, sem sameinaðist Básafelli 1997, skipið Styrmi KE af Ísnesi í Keflavík, sem þá var í eigu mannsins, bróður hans og föður. Viðskiptin milli Kambs og Ísness voru meðal annars fjármögnuð með því að Kambur gaf út fjögur veðskuldabréf með veði í skipinu. Í nóvember árið 1997 seldi Kambur skipið til einkahlutafélagsins Styrmis KE þar sem hinn ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og átti hann samkvæmt kaupsamningi að yfirtaka veðskuldir. Skuldabréfin fóru hins vegar í vanskil sem leiddi til þess að Básafell leysti þau til sín með rúmum 43 milljónum króna. Með dómi héraðsdóms árið 2002 var Styrmir KE dæmdur til að greiða þá fjárhæð til Básafells en skuldin greiddist ekki og er Styrmir KE nú gjaldþrota. Ákærði seldi árið 1998 aflahlutdeild skipsins til annars skips fyrir 112 milljónir og tveimur árum síðar seldi hann skipið fyrir rúmlega 71 milljón. Héraðsdómur taldi að með því að selja aflaheimild skipsins til fjárhagslegs ávinnings, og án þess að leita samþykkis veðhafa, hafi ákærði komið í veg fyrir að veðhafi gæti varið veðréttindi sín. Dómurinn taldi hæfilega refsingu mannsins níu mánaða fangelsi en þar sem tæp sjö ár voru liðin frá því brotið var framið þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Héraðsdómur dæmdi manninn einnig til að greiða útgerðarélaginu Básafelli, nú Tjaldi, rúmar 43 milljónir. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. Manninum var einnig gert að greiða útgerðarfélagi rúmlega 43 milljónir króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður fyrir skilasvik með því að hafa árið 1998 selt alla aflahlutdeild frá skipinu Styrmi KE til útgerðarfélagsins Eldeyjar fyrir rúmlega 112 milljónir króna, án þess að leita samþykkis, og andstætt veðrétti Sparisjóðs Keflavíkur. Sparisjóðurinn átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu, aflakvóta þess og veiðiheimildum. Það var útgerðarfélagið Básafell sem kærði manninn árið 2001 en árið 1995 keypti fiskvinnslan Kambur, sem sameinaðist Básafelli 1997, skipið Styrmi KE af Ísnesi í Keflavík, sem þá var í eigu mannsins, bróður hans og föður. Viðskiptin milli Kambs og Ísness voru meðal annars fjármögnuð með því að Kambur gaf út fjögur veðskuldabréf með veði í skipinu. Í nóvember árið 1997 seldi Kambur skipið til einkahlutafélagsins Styrmis KE þar sem hinn ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og átti hann samkvæmt kaupsamningi að yfirtaka veðskuldir. Skuldabréfin fóru hins vegar í vanskil sem leiddi til þess að Básafell leysti þau til sín með rúmum 43 milljónum króna. Með dómi héraðsdóms árið 2002 var Styrmir KE dæmdur til að greiða þá fjárhæð til Básafells en skuldin greiddist ekki og er Styrmir KE nú gjaldþrota. Ákærði seldi árið 1998 aflahlutdeild skipsins til annars skips fyrir 112 milljónir og tveimur árum síðar seldi hann skipið fyrir rúmlega 71 milljón. Héraðsdómur taldi að með því að selja aflaheimild skipsins til fjárhagslegs ávinnings, og án þess að leita samþykkis veðhafa, hafi ákærði komið í veg fyrir að veðhafi gæti varið veðréttindi sín. Dómurinn taldi hæfilega refsingu mannsins níu mánaða fangelsi en þar sem tæp sjö ár voru liðin frá því brotið var framið þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Héraðsdómur dæmdi manninn einnig til að greiða útgerðarélaginu Básafelli, nú Tjaldi, rúmar 43 milljónir.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira