Ræða uppsagnir vegna vinnuálags 15. apríl 2005 00:01 Mikil vinnuálag í kjölfar sparnaðaraðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur leitt til þess að hreyfing er á hjúkrunarfræðingum og sumir hverjir ræða uppsagnir, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Ég heyri á hjúkrunarfræðingu að mikið, langvarandi álag sé að valda því að fólk sé farið að hugsa sér til hreyfings," sagði Elsa. "Vakt eftir vakt, viku eftir viku, fer fólk úr vinnunni með það á tilfinningunni að það geti ekki sinnt nema því allra nauðsynlegast. Slíkt álag og mikil ábyrgð í minnkandi hópi fagmanna býður hættunni heim. Það vekur upp spurningu um hvar öryggi sjúklinganna sé í öllum þessum aðgerðum og hvernig faglegu öryggi okkar félagsmanna sé háttað." Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði verulega leitað til félagsins vegna "gríðarlegs vinnuálags" á LSH. Þar væru sumar deildir nefndar oftar en aðrar. Þá væri kvartað yfir því að til stæði að færa fólk milli vakta með skömmum fyrirvara. Enn fremur mætti nefna kvartanir starfsmanna vegna vefrænnar vaktatöflu sem búið væri að setja upp á LSH. Fólk segði álagið svo mikið að það mætti ekki vera að því að skrá sig inn á vaktir í vinnutímanum, eins og ráð væri fyrir gert. Það teldi sér ekki skylt að taka vinnuna með sér heim í bókstaflegum skilningi, en ætti ekki annarra úrkosta. "Sumir segjast vera að sligast undir þessu álagi," sagði Kristín sem bætti við að erfitt að fá formleg erindi frá félagsmönnum sem kvörtuðu því þeir hræddust að þeir myndu gjalda þess á vinnustað. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem vinnur á spítalanum sagði því ekki að neita að álagið á ljósmæður væri geysilega mikið. "Maður finnur fyrir þessu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum sem stöðugt eru í gangi," sagði hún. "Nú þarf sami fjöldi að sinna fleiri og flóknari verkefnum. Það er ekkert bætt við. Tilteknar deildir mega ekki við því að einn einasti starfsmaður veikist. Fólk er jafnvel að mæta hálf lasið í vinnuna svo álagið lendi ekki á hinum. Þá er stöðugt verið að kvabba á fólki í vaktafríum og kalla það út." Ekki náðist í Ernu Einarsdóttur sviðsstjóra starfsmannamála á LSH. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Mikil vinnuálag í kjölfar sparnaðaraðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur leitt til þess að hreyfing er á hjúkrunarfræðingum og sumir hverjir ræða uppsagnir, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Ég heyri á hjúkrunarfræðingu að mikið, langvarandi álag sé að valda því að fólk sé farið að hugsa sér til hreyfings," sagði Elsa. "Vakt eftir vakt, viku eftir viku, fer fólk úr vinnunni með það á tilfinningunni að það geti ekki sinnt nema því allra nauðsynlegast. Slíkt álag og mikil ábyrgð í minnkandi hópi fagmanna býður hættunni heim. Það vekur upp spurningu um hvar öryggi sjúklinganna sé í öllum þessum aðgerðum og hvernig faglegu öryggi okkar félagsmanna sé háttað." Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði verulega leitað til félagsins vegna "gríðarlegs vinnuálags" á LSH. Þar væru sumar deildir nefndar oftar en aðrar. Þá væri kvartað yfir því að til stæði að færa fólk milli vakta með skömmum fyrirvara. Enn fremur mætti nefna kvartanir starfsmanna vegna vefrænnar vaktatöflu sem búið væri að setja upp á LSH. Fólk segði álagið svo mikið að það mætti ekki vera að því að skrá sig inn á vaktir í vinnutímanum, eins og ráð væri fyrir gert. Það teldi sér ekki skylt að taka vinnuna með sér heim í bókstaflegum skilningi, en ætti ekki annarra úrkosta. "Sumir segjast vera að sligast undir þessu álagi," sagði Kristín sem bætti við að erfitt að fá formleg erindi frá félagsmönnum sem kvörtuðu því þeir hræddust að þeir myndu gjalda þess á vinnustað. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem vinnur á spítalanum sagði því ekki að neita að álagið á ljósmæður væri geysilega mikið. "Maður finnur fyrir þessu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum sem stöðugt eru í gangi," sagði hún. "Nú þarf sami fjöldi að sinna fleiri og flóknari verkefnum. Það er ekkert bætt við. Tilteknar deildir mega ekki við því að einn einasti starfsmaður veikist. Fólk er jafnvel að mæta hálf lasið í vinnuna svo álagið lendi ekki á hinum. Þá er stöðugt verið að kvabba á fólki í vaktafríum og kalla það út." Ekki náðist í Ernu Einarsdóttur sviðsstjóra starfsmannamála á LSH.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira