Þúsundir þjást af fótaóeirð 15. apríl 2005 00:01 Fjöldamargir Íslendingar þjást af svokallaðri fótaóeirð, sem lýsir sér með mismiklum óþægindum eða skyntruflunum í ganglimum. Nú er verið að hleypa af stokkunum umfangsmikilli lyfjarannsókn sem miðar að því að finna lausnir á vanda þessa fólks. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum. "Fólk lýsir þessu sem dofa, pirringi, seyðingi eða verk," sagði Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðsviði á Landspítala háskólasjúkarhúsi. "Sumir lýsa þessu eins og að gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð. Þessi einkenni koma gjarnan á kvöldin og fólki finnst það þurfa að hreyfa fæturna til að hrista þetta af sér og losna við óþægindin. Þeir sem eru illa haldnir eru friðlausir, geta illa setið kyrrt og þurfa að ganga um gólf. Stundum truflar þetta svefn fólks. Það er með þessi einkenni uppi í rúmi og gengur illa að sofna. Þessum kvilla fylgja einnig kippir í útlimum í svefni sem trufla svefn þannig að fólk hvílist ekki sem skyldi og er þreytt og syfjað á daginn. Þeir sem eru mjög illa haldnir þurfa á lyfjameðferð að halda. Þar hafa helst gagnast lyf sem notuð eru við Parkinsonveiki." Þórður sagði, að ýmsir þættir gætu aukið líkurnar á þessum kvilla, svo sem neysla koffíndrykkja, áfengis, notkun tiltekinna geðlyfja. Orsökin að fótaóeirð væri ekki að fullu þekkt, en í 60 - 80 prósent tilvika væri fjölskyldusaga á bak við hana og hún því klárlega bundin í erfðum. Þar sem kvillinn væri ættlægur byrjaði hann oft að gera vart við sig á unglingsárum. Tíðni þessa sjúkdóms færi vaxandi með aldri.Talið væri að rekja mætti fótaóeirð til truflunar á efnaskiptum dópamíns í miðtaugakerfinu. "Það er talað um að tíðni fótaóeirðar sé 7 - 10 prósent," sagði Þórður. Erfðafræði þessa sjúkdóms er í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í samstarfi við bandarískan háskóla og lækna á Landspítalanum. Fyrstu niðurstöður voru nýlega kynntar á ráðstefnu í New Orleans í Bandaríkjunum. Þær benda til að erfðavísir á litningi 12 gegni hlutverki í fótaóeirð. Þórður sagði að lyfjarannsóknin sem nú væri að fara af stað væri í samvinnu við enCode, lyfjarannsóknarfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískt lyfjafyrirtæki, sem væri að prófa verkun tiltekins lyfs við fótaóeirð. Um væri að ræða fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hafi verið í heiminum á þessu lyfi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Fjöldamargir Íslendingar þjást af svokallaðri fótaóeirð, sem lýsir sér með mismiklum óþægindum eða skyntruflunum í ganglimum. Nú er verið að hleypa af stokkunum umfangsmikilli lyfjarannsókn sem miðar að því að finna lausnir á vanda þessa fólks. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum. "Fólk lýsir þessu sem dofa, pirringi, seyðingi eða verk," sagði Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðsviði á Landspítala háskólasjúkarhúsi. "Sumir lýsa þessu eins og að gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð. Þessi einkenni koma gjarnan á kvöldin og fólki finnst það þurfa að hreyfa fæturna til að hrista þetta af sér og losna við óþægindin. Þeir sem eru illa haldnir eru friðlausir, geta illa setið kyrrt og þurfa að ganga um gólf. Stundum truflar þetta svefn fólks. Það er með þessi einkenni uppi í rúmi og gengur illa að sofna. Þessum kvilla fylgja einnig kippir í útlimum í svefni sem trufla svefn þannig að fólk hvílist ekki sem skyldi og er þreytt og syfjað á daginn. Þeir sem eru mjög illa haldnir þurfa á lyfjameðferð að halda. Þar hafa helst gagnast lyf sem notuð eru við Parkinsonveiki." Þórður sagði, að ýmsir þættir gætu aukið líkurnar á þessum kvilla, svo sem neysla koffíndrykkja, áfengis, notkun tiltekinna geðlyfja. Orsökin að fótaóeirð væri ekki að fullu þekkt, en í 60 - 80 prósent tilvika væri fjölskyldusaga á bak við hana og hún því klárlega bundin í erfðum. Þar sem kvillinn væri ættlægur byrjaði hann oft að gera vart við sig á unglingsárum. Tíðni þessa sjúkdóms færi vaxandi með aldri.Talið væri að rekja mætti fótaóeirð til truflunar á efnaskiptum dópamíns í miðtaugakerfinu. "Það er talað um að tíðni fótaóeirðar sé 7 - 10 prósent," sagði Þórður. Erfðafræði þessa sjúkdóms er í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í samstarfi við bandarískan háskóla og lækna á Landspítalanum. Fyrstu niðurstöður voru nýlega kynntar á ráðstefnu í New Orleans í Bandaríkjunum. Þær benda til að erfðavísir á litningi 12 gegni hlutverki í fótaóeirð. Þórður sagði að lyfjarannsóknin sem nú væri að fara af stað væri í samvinnu við enCode, lyfjarannsóknarfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískt lyfjafyrirtæki, sem væri að prófa verkun tiltekins lyfs við fótaóeirð. Um væri að ræða fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hafi verið í heiminum á þessu lyfi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira