Ríkisritskoðun ekki á dagskrá 10. apríl 2005 00:01 Hugmynd fjölmiðlanefndar með ákvæði um skilyrði fyrir útvarpsleyfi var ekki að ganga lengra en núverandi útvarpslög gera, segir Karl Axelsson, formaður nefndarinnar. Vera megi að orðalag sé ónákvæmt, en það standi ekki til að koma á ríkisritskoðun. Hróbjartur Jónatansson lögmaður sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi að tillaga fjölmiðlanefndar um að yfirvöld þurfi að samþykkja allar meiriháttar breytingar á dagskrárstefnu myndi brjóta í bága við stjórnarskrá, ef hún yrði að lögum. Aðspurður hver sé hugmyndin með þessu ákvæði segir Karl að þetta sé árétting og endurómun á ákvæði í 6. grein útvarpslaganna. Og hann kveðst geta fullyrt fyrir hönd nefndarinnar að ætlunin hafi ekki verið að gera nokkrar eðlisbreytingar á ákvæðinu. En ef útvarpsstöð er komin með leyfi, hvers vegna þarf hún samþykki yfirvalda til að breyta dagskrárstefnunni? Karl segir ein aðalrökin fyrir því vera þau, eins og þekkist víða erlendis, að ef einhver lítill aðili komi inn á markað og geri það gott þá geti risarnir ekki breytt dagskrárstefnu sinni á einni nóttu til að drepa nýliðann. Aðspurður hvort það sé nægileg ástæða til þess að hafa þetta ákvæði sem, á blaði að minnsta kosti, orkar mjög tvímælis, ef það einu rökin fyrir þessu séu að lengja tímann sem það tekur fyrir einn fjölmiðil að hella sér út í samkeppni við annan sem gengur vel, segir Karl það vera álitamál. Það sé líka erfitt að leggja fram fullmótaðar tillögur. Karl bendir einnig á að þetta séu tillögur sem eftir sé að ræða. Það sé á endanum stjórnmálamanna að smíða lögin og ákveða hvað eigi þar heima og hvað ekki. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hugmynd fjölmiðlanefndar með ákvæði um skilyrði fyrir útvarpsleyfi var ekki að ganga lengra en núverandi útvarpslög gera, segir Karl Axelsson, formaður nefndarinnar. Vera megi að orðalag sé ónákvæmt, en það standi ekki til að koma á ríkisritskoðun. Hróbjartur Jónatansson lögmaður sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi að tillaga fjölmiðlanefndar um að yfirvöld þurfi að samþykkja allar meiriháttar breytingar á dagskrárstefnu myndi brjóta í bága við stjórnarskrá, ef hún yrði að lögum. Aðspurður hver sé hugmyndin með þessu ákvæði segir Karl að þetta sé árétting og endurómun á ákvæði í 6. grein útvarpslaganna. Og hann kveðst geta fullyrt fyrir hönd nefndarinnar að ætlunin hafi ekki verið að gera nokkrar eðlisbreytingar á ákvæðinu. En ef útvarpsstöð er komin með leyfi, hvers vegna þarf hún samþykki yfirvalda til að breyta dagskrárstefnunni? Karl segir ein aðalrökin fyrir því vera þau, eins og þekkist víða erlendis, að ef einhver lítill aðili komi inn á markað og geri það gott þá geti risarnir ekki breytt dagskrárstefnu sinni á einni nóttu til að drepa nýliðann. Aðspurður hvort það sé nægileg ástæða til þess að hafa þetta ákvæði sem, á blaði að minnsta kosti, orkar mjög tvímælis, ef það einu rökin fyrir þessu séu að lengja tímann sem það tekur fyrir einn fjölmiðil að hella sér út í samkeppni við annan sem gengur vel, segir Karl það vera álitamál. Það sé líka erfitt að leggja fram fullmótaðar tillögur. Karl bendir einnig á að þetta séu tillögur sem eftir sé að ræða. Það sé á endanum stjórnmálamanna að smíða lögin og ákveða hvað eigi þar heima og hvað ekki.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent