Mælt og borað, heflað og límt 6. apríl 2005 00:01 Unaðsleg trélykt mætir vitum þegar komið er inn í húsgagnasmíðadeildina. Þar er mælt og borað, heflað og límt, allt undir stjórn Skjaldar Vatnar verkefnisstjóra. Kvenkynið hefur yfirhöndina í deildinni því af fimm nemendum er aðeins einn strákur. Öll eru samferða í náminu, eiga eina önn eftir þegar þessi er búin. "Þetta eru 100 einingar í skóla og 72 vikur hjá meistara," útskýrir Skjöldur. Sesselja Jónsdóttir er að smíða grind að stórum tungusófa með skemli. Hún stefnir á frekara nám erlendis og þá í hönnun. "Þetta er bara stökkpallur;" segir hún. "Ég vildi kunna að meðhöndla efni og kynnast vinnuferlinu í kringum smíðina áður en lengra væri haldið." Skjöldur segir engum vandkvæðum bundið fyrir þá nemendur sem vilja halda áfram í húsgagnasmíðinni að komast að hjá meisturum þegar þessum áföngum lýkur og hann segir sviðið vítt sem við taki. "Það er svo margt sem húsgagnasmiðir gera," segir hann og telur upp. "Þeir sjá um að innrétta þjónustufyrirtæki og hafa sama rétt og húsasmiðir til að smíða stiga, glugga, hurðir og skápa. Svo fara þeir í sérsmíði og viðgerðir. Það þarf marga húsgagnasmiði til að gera við allt það sem bilar og brotnar í gámum á leiðinni til landsins. Sumir færa sig út í hljóðfærasmíði. Það er til dæmis ekki langur vegur frá stólnum sem hann Marteinn er að smíða út í smíði á gítar. "Það passar," segir Marteinn. "Ég hef smíðað gítar og hann virkar!"Skjöldur Vatnar verkefnisstjóri útlistar námið fyrir blaðamanni og kveðst vera rosalega heppinn að fá að vera innan um unga fólkið.Mynd/VilhelmKarítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sandra Dögg Jónsdóttir. Karítas er að smíða borðstofustól.Mynd/Vilhelm Nám Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Unaðsleg trélykt mætir vitum þegar komið er inn í húsgagnasmíðadeildina. Þar er mælt og borað, heflað og límt, allt undir stjórn Skjaldar Vatnar verkefnisstjóra. Kvenkynið hefur yfirhöndina í deildinni því af fimm nemendum er aðeins einn strákur. Öll eru samferða í náminu, eiga eina önn eftir þegar þessi er búin. "Þetta eru 100 einingar í skóla og 72 vikur hjá meistara," útskýrir Skjöldur. Sesselja Jónsdóttir er að smíða grind að stórum tungusófa með skemli. Hún stefnir á frekara nám erlendis og þá í hönnun. "Þetta er bara stökkpallur;" segir hún. "Ég vildi kunna að meðhöndla efni og kynnast vinnuferlinu í kringum smíðina áður en lengra væri haldið." Skjöldur segir engum vandkvæðum bundið fyrir þá nemendur sem vilja halda áfram í húsgagnasmíðinni að komast að hjá meisturum þegar þessum áföngum lýkur og hann segir sviðið vítt sem við taki. "Það er svo margt sem húsgagnasmiðir gera," segir hann og telur upp. "Þeir sjá um að innrétta þjónustufyrirtæki og hafa sama rétt og húsasmiðir til að smíða stiga, glugga, hurðir og skápa. Svo fara þeir í sérsmíði og viðgerðir. Það þarf marga húsgagnasmiði til að gera við allt það sem bilar og brotnar í gámum á leiðinni til landsins. Sumir færa sig út í hljóðfærasmíði. Það er til dæmis ekki langur vegur frá stólnum sem hann Marteinn er að smíða út í smíði á gítar. "Það passar," segir Marteinn. "Ég hef smíðað gítar og hann virkar!"Skjöldur Vatnar verkefnisstjóri útlistar námið fyrir blaðamanni og kveðst vera rosalega heppinn að fá að vera innan um unga fólkið.Mynd/VilhelmKarítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sandra Dögg Jónsdóttir. Karítas er að smíða borðstofustól.Mynd/Vilhelm
Nám Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira