Mælt og borað, heflað og límt 6. apríl 2005 00:01 Unaðsleg trélykt mætir vitum þegar komið er inn í húsgagnasmíðadeildina. Þar er mælt og borað, heflað og límt, allt undir stjórn Skjaldar Vatnar verkefnisstjóra. Kvenkynið hefur yfirhöndina í deildinni því af fimm nemendum er aðeins einn strákur. Öll eru samferða í náminu, eiga eina önn eftir þegar þessi er búin. "Þetta eru 100 einingar í skóla og 72 vikur hjá meistara," útskýrir Skjöldur. Sesselja Jónsdóttir er að smíða grind að stórum tungusófa með skemli. Hún stefnir á frekara nám erlendis og þá í hönnun. "Þetta er bara stökkpallur;" segir hún. "Ég vildi kunna að meðhöndla efni og kynnast vinnuferlinu í kringum smíðina áður en lengra væri haldið." Skjöldur segir engum vandkvæðum bundið fyrir þá nemendur sem vilja halda áfram í húsgagnasmíðinni að komast að hjá meisturum þegar þessum áföngum lýkur og hann segir sviðið vítt sem við taki. "Það er svo margt sem húsgagnasmiðir gera," segir hann og telur upp. "Þeir sjá um að innrétta þjónustufyrirtæki og hafa sama rétt og húsasmiðir til að smíða stiga, glugga, hurðir og skápa. Svo fara þeir í sérsmíði og viðgerðir. Það þarf marga húsgagnasmiði til að gera við allt það sem bilar og brotnar í gámum á leiðinni til landsins. Sumir færa sig út í hljóðfærasmíði. Það er til dæmis ekki langur vegur frá stólnum sem hann Marteinn er að smíða út í smíði á gítar. "Það passar," segir Marteinn. "Ég hef smíðað gítar og hann virkar!"Skjöldur Vatnar verkefnisstjóri útlistar námið fyrir blaðamanni og kveðst vera rosalega heppinn að fá að vera innan um unga fólkið.Mynd/VilhelmKarítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sandra Dögg Jónsdóttir. Karítas er að smíða borðstofustól.Mynd/Vilhelm Nám Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Unaðsleg trélykt mætir vitum þegar komið er inn í húsgagnasmíðadeildina. Þar er mælt og borað, heflað og límt, allt undir stjórn Skjaldar Vatnar verkefnisstjóra. Kvenkynið hefur yfirhöndina í deildinni því af fimm nemendum er aðeins einn strákur. Öll eru samferða í náminu, eiga eina önn eftir þegar þessi er búin. "Þetta eru 100 einingar í skóla og 72 vikur hjá meistara," útskýrir Skjöldur. Sesselja Jónsdóttir er að smíða grind að stórum tungusófa með skemli. Hún stefnir á frekara nám erlendis og þá í hönnun. "Þetta er bara stökkpallur;" segir hún. "Ég vildi kunna að meðhöndla efni og kynnast vinnuferlinu í kringum smíðina áður en lengra væri haldið." Skjöldur segir engum vandkvæðum bundið fyrir þá nemendur sem vilja halda áfram í húsgagnasmíðinni að komast að hjá meisturum þegar þessum áföngum lýkur og hann segir sviðið vítt sem við taki. "Það er svo margt sem húsgagnasmiðir gera," segir hann og telur upp. "Þeir sjá um að innrétta þjónustufyrirtæki og hafa sama rétt og húsasmiðir til að smíða stiga, glugga, hurðir og skápa. Svo fara þeir í sérsmíði og viðgerðir. Það þarf marga húsgagnasmiði til að gera við allt það sem bilar og brotnar í gámum á leiðinni til landsins. Sumir færa sig út í hljóðfærasmíði. Það er til dæmis ekki langur vegur frá stólnum sem hann Marteinn er að smíða út í smíði á gítar. "Það passar," segir Marteinn. "Ég hef smíðað gítar og hann virkar!"Skjöldur Vatnar verkefnisstjóri útlistar námið fyrir blaðamanni og kveðst vera rosalega heppinn að fá að vera innan um unga fólkið.Mynd/VilhelmKarítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sandra Dögg Jónsdóttir. Karítas er að smíða borðstofustól.Mynd/Vilhelm
Nám Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira