Menning

Dætur elta matarvenjur mæðra sinna

Dætur virðast fylgja fordæmi mæðra sinna hvað varðar neyslu á ávöxtum og grænmeti, samkvæmt nýrri rannsókn. Þar að auki virtust mæður sem borða mikið af ávöxtum og grænmeti vera síður líklegri til þess að ýta á dætur sínar með að borða meira og minni líkur voru á því að dæturnar væru matvandar. Margir foreldrar hafa áhyggjur af matvendni barna sinni, en í þessari rannsókn kom það í ljós að stúlkur sem urðu fyrir þrýstingi frá mæðrum sínum með að borða voru líklegri til að verða matvandar. Fyrir vikið borðuðu þær minna af ávöxtum og grænmeti en þær sem höfðu heilbrigða matarlyst sem eykur hættuna á vítamínskorti. Hins vegar kom það í ljós að flestar stúlkurnar sem tóku þátt í rannsókninni skorti nauðsynleg vítamín eins og kalk, magnesíum og E-vítamín hvort sem þær voru matvandar eða ekki. Stúlkurnar voru sjö ára þegar rannsóknin hófst en níu ára þegar henni lauk.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×