Stimpla sig inn 31. mars 2005 00:01 Fyrsta tískuvikan í Peking var haldin árið 1997 en þá voru aðeins þrjár tískusýningar. Síðan þá hefur tískusýningin sífellt verið að sækja í sig veðrið og er nú einn af hápunktum í tískudagatali þjóðarinnar. Í ár er rúmlega tylft af tískusýningum í vikunni ásamt fjölmörgum veislum þar sem hönnuðir og fólk í tískubransanum sýnir sig og sér aðra. Fata- og textílhönnuðir í Kína eru staðráðnir í því að stimpla sig rækilega inn í tískubransann í heiminum og hafa ekki látið sitt eftir liggja þegar þeir sýndu tískuna fyrir haust og vetur 2005 og 2006. Fyrsta dag vikunnar var haldin alþjóðleg keppni fyrir unga hönnuði þar sem 37 ungir hönnuðir frá 23 löndum og héruðum frumsýndu hönnun sína við afskaplega fína athöfn. En það er svartur blettur á tískuiðnaðinum í Kína. Alþjóðamarkaðir hafa áhyggjur af þessari tískuuppsveiflu í Kína og halda að fata- og textílhönnuðir frá Austurlöndum muni fylla markaðinn af ódýrum vörum með lágan gæðastaðal. Ríkisstjórnin viðurkennir þennan vanda og hefur reynt að leysa hann með því að hækka skatta á textílvörur og setja takmarkanir á framleiðslu tískuiðnaðarins. Þetta vandamál setti aftur á móti ekki strik í reikninginn á tískuvikunni í Peking á dögunum þar sem litrík efni, flott form og öðruvísi hönnun en við Vesturlandabúar erum vanir gerði allt vitlaust og nokkuð víst að hönnuðir í Kína eiga eftir að láta mikið til sín taka á næstu árum, ef ekki mánuðum.Flott hönnun í skærum litum sem var kynnt í keppni ungra hönnuða í síðustu viku.Mynd/APMögnuð hönnun sem lætur fyrirsætuna líta út eins og persónu úr goðafræðinni. Þessi hönnun var liður í útskriftarsýningu hönnunardeildar við Peking-háskóla.Mynd/APEkki beint efnismikið en flott er það.Mynd/AP Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Fyrsta tískuvikan í Peking var haldin árið 1997 en þá voru aðeins þrjár tískusýningar. Síðan þá hefur tískusýningin sífellt verið að sækja í sig veðrið og er nú einn af hápunktum í tískudagatali þjóðarinnar. Í ár er rúmlega tylft af tískusýningum í vikunni ásamt fjölmörgum veislum þar sem hönnuðir og fólk í tískubransanum sýnir sig og sér aðra. Fata- og textílhönnuðir í Kína eru staðráðnir í því að stimpla sig rækilega inn í tískubransann í heiminum og hafa ekki látið sitt eftir liggja þegar þeir sýndu tískuna fyrir haust og vetur 2005 og 2006. Fyrsta dag vikunnar var haldin alþjóðleg keppni fyrir unga hönnuði þar sem 37 ungir hönnuðir frá 23 löndum og héruðum frumsýndu hönnun sína við afskaplega fína athöfn. En það er svartur blettur á tískuiðnaðinum í Kína. Alþjóðamarkaðir hafa áhyggjur af þessari tískuuppsveiflu í Kína og halda að fata- og textílhönnuðir frá Austurlöndum muni fylla markaðinn af ódýrum vörum með lágan gæðastaðal. Ríkisstjórnin viðurkennir þennan vanda og hefur reynt að leysa hann með því að hækka skatta á textílvörur og setja takmarkanir á framleiðslu tískuiðnaðarins. Þetta vandamál setti aftur á móti ekki strik í reikninginn á tískuvikunni í Peking á dögunum þar sem litrík efni, flott form og öðruvísi hönnun en við Vesturlandabúar erum vanir gerði allt vitlaust og nokkuð víst að hönnuðir í Kína eiga eftir að láta mikið til sín taka á næstu árum, ef ekki mánuðum.Flott hönnun í skærum litum sem var kynnt í keppni ungra hönnuða í síðustu viku.Mynd/APMögnuð hönnun sem lætur fyrirsætuna líta út eins og persónu úr goðafræðinni. Þessi hönnun var liður í útskriftarsýningu hönnunardeildar við Peking-háskóla.Mynd/APEkki beint efnismikið en flott er það.Mynd/AP
Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira