Stimpla sig inn 31. mars 2005 00:01 Fyrsta tískuvikan í Peking var haldin árið 1997 en þá voru aðeins þrjár tískusýningar. Síðan þá hefur tískusýningin sífellt verið að sækja í sig veðrið og er nú einn af hápunktum í tískudagatali þjóðarinnar. Í ár er rúmlega tylft af tískusýningum í vikunni ásamt fjölmörgum veislum þar sem hönnuðir og fólk í tískubransanum sýnir sig og sér aðra. Fata- og textílhönnuðir í Kína eru staðráðnir í því að stimpla sig rækilega inn í tískubransann í heiminum og hafa ekki látið sitt eftir liggja þegar þeir sýndu tískuna fyrir haust og vetur 2005 og 2006. Fyrsta dag vikunnar var haldin alþjóðleg keppni fyrir unga hönnuði þar sem 37 ungir hönnuðir frá 23 löndum og héruðum frumsýndu hönnun sína við afskaplega fína athöfn. En það er svartur blettur á tískuiðnaðinum í Kína. Alþjóðamarkaðir hafa áhyggjur af þessari tískuuppsveiflu í Kína og halda að fata- og textílhönnuðir frá Austurlöndum muni fylla markaðinn af ódýrum vörum með lágan gæðastaðal. Ríkisstjórnin viðurkennir þennan vanda og hefur reynt að leysa hann með því að hækka skatta á textílvörur og setja takmarkanir á framleiðslu tískuiðnaðarins. Þetta vandamál setti aftur á móti ekki strik í reikninginn á tískuvikunni í Peking á dögunum þar sem litrík efni, flott form og öðruvísi hönnun en við Vesturlandabúar erum vanir gerði allt vitlaust og nokkuð víst að hönnuðir í Kína eiga eftir að láta mikið til sín taka á næstu árum, ef ekki mánuðum.Flott hönnun í skærum litum sem var kynnt í keppni ungra hönnuða í síðustu viku.Mynd/APMögnuð hönnun sem lætur fyrirsætuna líta út eins og persónu úr goðafræðinni. Þessi hönnun var liður í útskriftarsýningu hönnunardeildar við Peking-háskóla.Mynd/APEkki beint efnismikið en flott er það.Mynd/AP Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Fyrsta tískuvikan í Peking var haldin árið 1997 en þá voru aðeins þrjár tískusýningar. Síðan þá hefur tískusýningin sífellt verið að sækja í sig veðrið og er nú einn af hápunktum í tískudagatali þjóðarinnar. Í ár er rúmlega tylft af tískusýningum í vikunni ásamt fjölmörgum veislum þar sem hönnuðir og fólk í tískubransanum sýnir sig og sér aðra. Fata- og textílhönnuðir í Kína eru staðráðnir í því að stimpla sig rækilega inn í tískubransann í heiminum og hafa ekki látið sitt eftir liggja þegar þeir sýndu tískuna fyrir haust og vetur 2005 og 2006. Fyrsta dag vikunnar var haldin alþjóðleg keppni fyrir unga hönnuði þar sem 37 ungir hönnuðir frá 23 löndum og héruðum frumsýndu hönnun sína við afskaplega fína athöfn. En það er svartur blettur á tískuiðnaðinum í Kína. Alþjóðamarkaðir hafa áhyggjur af þessari tískuuppsveiflu í Kína og halda að fata- og textílhönnuðir frá Austurlöndum muni fylla markaðinn af ódýrum vörum með lágan gæðastaðal. Ríkisstjórnin viðurkennir þennan vanda og hefur reynt að leysa hann með því að hækka skatta á textílvörur og setja takmarkanir á framleiðslu tískuiðnaðarins. Þetta vandamál setti aftur á móti ekki strik í reikninginn á tískuvikunni í Peking á dögunum þar sem litrík efni, flott form og öðruvísi hönnun en við Vesturlandabúar erum vanir gerði allt vitlaust og nokkuð víst að hönnuðir í Kína eiga eftir að láta mikið til sín taka á næstu árum, ef ekki mánuðum.Flott hönnun í skærum litum sem var kynnt í keppni ungra hönnuða í síðustu viku.Mynd/APMögnuð hönnun sem lætur fyrirsætuna líta út eins og persónu úr goðafræðinni. Þessi hönnun var liður í útskriftarsýningu hönnunardeildar við Peking-háskóla.Mynd/APEkki beint efnismikið en flott er það.Mynd/AP
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira