Sport

Fimm marka sigur á Pólverjum

Landslið Íslands og Póllands í handknattleik mættust í dag í Laugardalshöll í fyrsta vináttuleik þjóðanna af þremur nú um páskana. Leikið var í Laugardalshöll. Ísland vann með 38 mörkum gegn 33 en staðan í hálfleik var 20-14 fyrir Ísland. Einar Hólmgeirsson fór mikinn í liði Íslands og skoraði 12 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Peterson voru með 5 mörk hvor og Birkir Ívar Guðmundsson var frábær í markinu með 24 varin skot. Liðin mætast öðru sinni í Laugardalshöll á morgun klukkan 16. Íslenska landsliðið í handkanttleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri lék í dag fyrsta leikinn í sínum riðli í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Ungverjalandi í ágústmánuði. Ísland vann Holland með sex marka mun, 33-27. Ásgeir Örn Hallgrímsson var atkvæðamestur íslensku piltanna með 10 mörk, Arnór Atlason skoraði 8 mörk og Ragnar Hjaltested og Andri Stefan voru með fjögur mörk hvor. Þá léku Austurríki og Úkraína í dag í þessum sama riðli undankeppninnar og þar höfðu Úkraínumenn nokkuð óvæntan sigur, 30-27. Ísland mætir Úkraínu á morgun klukkan 14 og verður leikið í Laugardalshöll..



Fleiri fréttir

Sjá meira


×