Íslendingar algerlega skákóðir 25. mars 2005 00:01 Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Erlendir fjölmiðlar, frá Taívan til Los Angeles, fjalla í dag um ferðalag Fischers til Íslands. Það vekur athygli að mörgum finnst það nánast óskiljanleg ráðgáta af hverju Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan undarlega og umdeilda mann, mann sem er þekktur fyrir yfirlýsingagleði sína, eitruð ummæli í garð Bandaríkjastjórnar og hömlulaust gyðingahatur. Svarið finna flestir þessir fjölmiðlar í gríðarlegum skákáhuga Íslendinga. Í einu dagblaði er látið í það skína að skákin sé nánast það eina sem Íslendingar dunda sér við sér til skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Einn íslenskur viðmælandi BBC útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og annar segir að Íslendingar séu ekki að samþykkja skoðanir Fischers, þeir finni einfaldlega til með honum. Og af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Bandaríkjunum birginn með þessum hætti? Jú, þetta er þrjósk þjóð sem vill fara sínu fram án afskipta annarra. Bandaríska stórblaðið Los Angeles Times fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Okkar Ruddi: þeirra stjarna“ og segir svörin felast í tvennu: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðalyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer. Hér hafi menn til dæmis gert allt til að verða við oft og tíðum undarlegum kröfum Fischers meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og bara yppt öxlum og sagt: „Já, já, svona er hann bara.“ Þessi blaðamaður veltir því hins vegar fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir það að vera einstaklega velviljuð þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Erlendir fjölmiðlar, frá Taívan til Los Angeles, fjalla í dag um ferðalag Fischers til Íslands. Það vekur athygli að mörgum finnst það nánast óskiljanleg ráðgáta af hverju Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan undarlega og umdeilda mann, mann sem er þekktur fyrir yfirlýsingagleði sína, eitruð ummæli í garð Bandaríkjastjórnar og hömlulaust gyðingahatur. Svarið finna flestir þessir fjölmiðlar í gríðarlegum skákáhuga Íslendinga. Í einu dagblaði er látið í það skína að skákin sé nánast það eina sem Íslendingar dunda sér við sér til skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Einn íslenskur viðmælandi BBC útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og annar segir að Íslendingar séu ekki að samþykkja skoðanir Fischers, þeir finni einfaldlega til með honum. Og af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Bandaríkjunum birginn með þessum hætti? Jú, þetta er þrjósk þjóð sem vill fara sínu fram án afskipta annarra. Bandaríska stórblaðið Los Angeles Times fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Okkar Ruddi: þeirra stjarna“ og segir svörin felast í tvennu: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðalyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer. Hér hafi menn til dæmis gert allt til að verða við oft og tíðum undarlegum kröfum Fischers meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og bara yppt öxlum og sagt: „Já, já, svona er hann bara.“ Þessi blaðamaður veltir því hins vegar fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir það að vera einstaklega velviljuð þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira