Íslendingar algerlega skákóðir 25. mars 2005 00:01 Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Erlendir fjölmiðlar, frá Taívan til Los Angeles, fjalla í dag um ferðalag Fischers til Íslands. Það vekur athygli að mörgum finnst það nánast óskiljanleg ráðgáta af hverju Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan undarlega og umdeilda mann, mann sem er þekktur fyrir yfirlýsingagleði sína, eitruð ummæli í garð Bandaríkjastjórnar og hömlulaust gyðingahatur. Svarið finna flestir þessir fjölmiðlar í gríðarlegum skákáhuga Íslendinga. Í einu dagblaði er látið í það skína að skákin sé nánast það eina sem Íslendingar dunda sér við sér til skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Einn íslenskur viðmælandi BBC útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og annar segir að Íslendingar séu ekki að samþykkja skoðanir Fischers, þeir finni einfaldlega til með honum. Og af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Bandaríkjunum birginn með þessum hætti? Jú, þetta er þrjósk þjóð sem vill fara sínu fram án afskipta annarra. Bandaríska stórblaðið Los Angeles Times fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Okkar Ruddi: þeirra stjarna“ og segir svörin felast í tvennu: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðalyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer. Hér hafi menn til dæmis gert allt til að verða við oft og tíðum undarlegum kröfum Fischers meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og bara yppt öxlum og sagt: „Já, já, svona er hann bara.“ Þessi blaðamaður veltir því hins vegar fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir það að vera einstaklega velviljuð þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Erlendir fjölmiðlar, frá Taívan til Los Angeles, fjalla í dag um ferðalag Fischers til Íslands. Það vekur athygli að mörgum finnst það nánast óskiljanleg ráðgáta af hverju Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan undarlega og umdeilda mann, mann sem er þekktur fyrir yfirlýsingagleði sína, eitruð ummæli í garð Bandaríkjastjórnar og hömlulaust gyðingahatur. Svarið finna flestir þessir fjölmiðlar í gríðarlegum skákáhuga Íslendinga. Í einu dagblaði er látið í það skína að skákin sé nánast það eina sem Íslendingar dunda sér við sér til skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Einn íslenskur viðmælandi BBC útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og annar segir að Íslendingar séu ekki að samþykkja skoðanir Fischers, þeir finni einfaldlega til með honum. Og af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Bandaríkjunum birginn með þessum hætti? Jú, þetta er þrjósk þjóð sem vill fara sínu fram án afskipta annarra. Bandaríska stórblaðið Los Angeles Times fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Okkar Ruddi: þeirra stjarna“ og segir svörin felast í tvennu: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðalyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer. Hér hafi menn til dæmis gert allt til að verða við oft og tíðum undarlegum kröfum Fischers meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og bara yppt öxlum og sagt: „Já, já, svona er hann bara.“ Þessi blaðamaður veltir því hins vegar fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir það að vera einstaklega velviljuð þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira