Þjófnaðarhugbúnaði laumað í tölvur 20. mars 2005 00:01 Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. Steve Riley er einn helsti sérfræðingur Microsoft í veföryggismálum. Steve kemur fram á ráðstefnum víða um heim þar sem hann fjallar um þessi mál. Hann segir að helstu ógnirnar sem steðji að tölvueigendum séu einkum tvenns konar. Annars vegar stafi þeim mest hætta af svokölluðum njósnahugbúnaði sem ætlað er að komast fram hjá ýmsum vörnum í tölvunni. Hins vegar sé upplýsingaþjófnaður stundaður af miklu kappi. Fólk fá tölvupóst frá aðila sem virðist trúverðugur, eins og viðskiptabanka. Svo skrái fólk sig inn á heimasíðu en í raun skrái það sig inn á eitthvað sem árásarmaðurinn hafi sett upp. Fyrir stuttu var brotist inn á vefþjón fyrirtækis í Reykjavík þar sem tölvuþrjótar komu fyrir vefsíðu sem líktist innskráningarsíðu heimabanka stórs erlends banka. Um leið og notandi sló inn notendanafn og lykilorð á innskráningarsíðunni voru upplýsingarnar sendar á þrjú netföng úti í heimi og fengu óprúttnir náungar þannig aðgang að heimabanka viðkomandi. Steve segir að árásum sem þessum fjölgi ört og að fjöldi skipulagðra hópa stundi þessar árásir úti um allan heim. Netið sé án landamæra og heimsálfur geti verið á milli árásarmenn og fórnarlambsins. Steve segir að tölvueigendur þurfi að hafa nokkur atriði í huga svo verjast megi árásum tölvuþrjóta. Í fyrsta lagi verði fólk að nota eldvegg og öðru lagi að uppfæra vírusvarna- og gagnnjósnahugbúnað reglulega og tryggja að tölvan sé ætíð uppfærð. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. Steve Riley er einn helsti sérfræðingur Microsoft í veföryggismálum. Steve kemur fram á ráðstefnum víða um heim þar sem hann fjallar um þessi mál. Hann segir að helstu ógnirnar sem steðji að tölvueigendum séu einkum tvenns konar. Annars vegar stafi þeim mest hætta af svokölluðum njósnahugbúnaði sem ætlað er að komast fram hjá ýmsum vörnum í tölvunni. Hins vegar sé upplýsingaþjófnaður stundaður af miklu kappi. Fólk fá tölvupóst frá aðila sem virðist trúverðugur, eins og viðskiptabanka. Svo skrái fólk sig inn á heimasíðu en í raun skrái það sig inn á eitthvað sem árásarmaðurinn hafi sett upp. Fyrir stuttu var brotist inn á vefþjón fyrirtækis í Reykjavík þar sem tölvuþrjótar komu fyrir vefsíðu sem líktist innskráningarsíðu heimabanka stórs erlends banka. Um leið og notandi sló inn notendanafn og lykilorð á innskráningarsíðunni voru upplýsingarnar sendar á þrjú netföng úti í heimi og fengu óprúttnir náungar þannig aðgang að heimabanka viðkomandi. Steve segir að árásum sem þessum fjölgi ört og að fjöldi skipulagðra hópa stundi þessar árásir úti um allan heim. Netið sé án landamæra og heimsálfur geti verið á milli árásarmenn og fórnarlambsins. Steve segir að tölvueigendur þurfi að hafa nokkur atriði í huga svo verjast megi árásum tölvuþrjóta. Í fyrsta lagi verði fólk að nota eldvegg og öðru lagi að uppfæra vírusvarna- og gagnnjósnahugbúnað reglulega og tryggja að tölvan sé ætíð uppfærð.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira