Auglýsingar ýta undir átraskanir 17. mars 2005 00:01 Auglýsingaiðnaðurinn ýtir undir átraskanir, að mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Embættið hefur starfað að úrlausnum þessa vaxandi vanda ásamt starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og fleirum á heilbrigðissviði. Fram hefur komið að um 60 nýjar beiðnir vegna átröskunar hafa borist til geðsviðs LSH á undanförnum árum. Á síðasta ári tvöfaldaðist tala þeirra barna sem greindust með þennan sjúkdóm á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut. Fjöldi þeirra fór þá úr tíu til fimmtán í 30. Þetta þýðir að á síðasta ári bættust að minnsta kosti 90 átröskunarsjúklingar í þann hóp sem fyrir var á geðdeildum LSH. Gera má ráð fyrir að hópur fólks hafi einnig leitað til heilsugæslustöðva, sálfræðinga og annarra fagaðila vegna átraskana. Í vikunni var ný göngudeild fyrir þennan sjúklingahóp tekin í notkun á geðsviði LSH. Samkvæmt upplýsingum frá Eydísi Sveinbjarnardóttur vantar 16 til 18 milljónir króna til að hægt sé að keyra þjónustuna þar eins og hægt er með því sérmenntaða fagfólki sem er á spítalanum. "Það er enginn vafi á því að það skelfilega og vaxandi vandamál sem átröskun er tengist samfélagsbreytingum nútímans," segir landlæknir. "Ég er sannfærður um að hluti af vandanum er þessi sterka ímynd auglýsingaiðnaðarins, snyrtivöruiðnaðarins og skemmtiiðnaðarins á ungar stúlkur sérstaklega, en einnig á einstaka drengi. Séu ákveðin geðlagseinkenni fyrir hendi er fólk móttækilegra fyrir sterkum áhrifum eins og eru látin dynja yfir okkur allan daginn. Sumir einstaklingar í samfélaginu hafa minni varnir en fjöldinn og fara yfir í átröskun. Þetta er ekki sjálfskaparvíti eins eða neins. Þetta er geðröskun." Sigurður segir að byggja þurfi upp þverfaglega þjónustu. Hún þurfi að beinast fyrst og fremst að fræðslu til umhverfisins, aðstandenda, sjúklinga, meðferð á göngudeild og dagdeild. Jafnframt þurfi að vera fyrir hendi aðgangur að sjúkrahúslegu, annað hvort á geðdeild eða jafnvel lyfjadeild. Þörf á því að leggja átröskunarsjúklinga inn á sjúkrahús sé yfirleitt lítil. Langflestum sé hægt að sinna á göngudeildum og dagdeildum. Efla þurfi þjónustuna við þá á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Nú sé sóknarfæri eftir opnun nýju göngudeildarinnar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Auglýsingaiðnaðurinn ýtir undir átraskanir, að mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Embættið hefur starfað að úrlausnum þessa vaxandi vanda ásamt starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og fleirum á heilbrigðissviði. Fram hefur komið að um 60 nýjar beiðnir vegna átröskunar hafa borist til geðsviðs LSH á undanförnum árum. Á síðasta ári tvöfaldaðist tala þeirra barna sem greindust með þennan sjúkdóm á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut. Fjöldi þeirra fór þá úr tíu til fimmtán í 30. Þetta þýðir að á síðasta ári bættust að minnsta kosti 90 átröskunarsjúklingar í þann hóp sem fyrir var á geðdeildum LSH. Gera má ráð fyrir að hópur fólks hafi einnig leitað til heilsugæslustöðva, sálfræðinga og annarra fagaðila vegna átraskana. Í vikunni var ný göngudeild fyrir þennan sjúklingahóp tekin í notkun á geðsviði LSH. Samkvæmt upplýsingum frá Eydísi Sveinbjarnardóttur vantar 16 til 18 milljónir króna til að hægt sé að keyra þjónustuna þar eins og hægt er með því sérmenntaða fagfólki sem er á spítalanum. "Það er enginn vafi á því að það skelfilega og vaxandi vandamál sem átröskun er tengist samfélagsbreytingum nútímans," segir landlæknir. "Ég er sannfærður um að hluti af vandanum er þessi sterka ímynd auglýsingaiðnaðarins, snyrtivöruiðnaðarins og skemmtiiðnaðarins á ungar stúlkur sérstaklega, en einnig á einstaka drengi. Séu ákveðin geðlagseinkenni fyrir hendi er fólk móttækilegra fyrir sterkum áhrifum eins og eru látin dynja yfir okkur allan daginn. Sumir einstaklingar í samfélaginu hafa minni varnir en fjöldinn og fara yfir í átröskun. Þetta er ekki sjálfskaparvíti eins eða neins. Þetta er geðröskun." Sigurður segir að byggja þurfi upp þverfaglega þjónustu. Hún þurfi að beinast fyrst og fremst að fræðslu til umhverfisins, aðstandenda, sjúklinga, meðferð á göngudeild og dagdeild. Jafnframt þurfi að vera fyrir hendi aðgangur að sjúkrahúslegu, annað hvort á geðdeild eða jafnvel lyfjadeild. Þörf á því að leggja átröskunarsjúklinga inn á sjúkrahús sé yfirleitt lítil. Langflestum sé hægt að sinna á göngudeildum og dagdeildum. Efla þurfi þjónustuna við þá á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Nú sé sóknarfæri eftir opnun nýju göngudeildarinnar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira