Gabbana hefur mjög listrænt og leikrænt auga á meðan smáatriðin og nákvæmni skipta öllu máli hjá Dolce. Sameining þessara ólíku póla hafa svo skapað frábæra samsuðu af kynþokkafullum, litríkum og spennandi fatnaði sem selst eins og heitar lummur um allan heim.
Tvíeykið hefur séð um tónleikabúninga fyrir stórstjörnur á borð við Madonnu og Kylie Minoque og kvikmyndastjörnurnar á rauða dreglinu skarta iðulega fallegum flíkum frá D&G.
Sem fyrr segir skildu leiðir þeirra Dolce og Gabbana í einkalífinu ekki alls fyrir löngu en þeir hyggjast halda samstarfinu áfram og ætla hvergi að slaka á í framleiðslu á hátískufatnaði fyrir heimsbyggðina.



