Um sekúlarisma 16. mars 2005 00:01 Kæri Egill, Ekki legg ég í að þrasa við ykkur Weber um samband kapítalisma og mótmælendatrúar, einkum kalvínisma eins og mig minnir að hann hafi haft það. Ég minni hins vegar á að hér var ekki sú þéttbýlismyndun sem hlýtur að vera meginforsenda markaðshagkerfis og ef marka má önnur skrif hér á síðunni virðist vafamál að borgarmyndun hafi enn að fullu tekist hér. Góður punktur þetta með Frakka og sekúlarismann: það hefur svolítið farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki að frönsk stjórnvöld bönnuðu af þessum ástæðum mjög eindreginn trúarklæðnað og -tákn í skólum sínum (ekki bara slæður múslima heldur líka einkennisbúninga gyðinga og stóreflis krossa kristinna). Mér fannst þetta umdeilanlegt en sumpart skiljanlegt hjá þeim. Þeir telja sekúlaríseringu til grundvallarverðmæta sem halda ber í heiðri. Almennt finnst mér þú um of blanda saman sekúlarisma og vísindahyggju. Samkvæmt skilningi mínum á því fyrrnefnda er ekki um að ræða afneitun á trúarlífi, en hins vegar lögð áhersla á að það eigi sér stað á sviði einkalífs. Franska byltingin hafði meðal annars í för með sér að áhrif kirkjunnar í þjóðfélagsmálum minnkuðu stórkostlega þótt prestar hafi lengi haldið áfram að hlutast til um líf fólks. Stórkostleg afskipti af daglegu lífi almennings voru reyndar mikið einkenni píetismans norræna sem einhvern veginn gleymdist að afnema hér þegar hann rann sitt skeið í norður-Evrópu – eins og svo margt annað – til dæmis stuðlasetning og lýdísk tóntegund á sínum tíma - og því bjó fólk hér við bænastagl kvölds og morgna, fimmundasöng og rammbundinn kveðskap lengur en ella hefði verið. Til eru þeir sem telja að franska byltingin hafi ekki enn að fullu náð til Íslands, hvað varðar skilning ráðamanna á lýðréttindum og virðingu þeirra fyrir leikreglum – eða þrískiptingu valdsins sem hér virðist oft vera meira í orði en á borði. Þótt séra Sigvaldi hafi verið ágjarn og eigingjarn, og átti sér að sögn ýmsar fyrirmyndir, þá held ég að við getum seint þakkað hans líkum innreið kapítalismans hér. Stundum finnst mér að það hafi verið Evrópusambandið sem þröngvaði þessu kerfi um síðir upp á Íslendinga sem eiginlega vissu ekki sitt rjúkandi ráð – einkum þeir sem boðað höfðu kerfið um árabil án þess að sjá fyrir niðurlag kolkrabbans. En þjóðkirkjuna okkar er ég oftast nokkuð sáttur við og mér líst jafn illa og þér á að innræta börnum einskæra vísindahyggju – þótt mér finnist það ætla að loða furðu lengi við Íslendinga að forsmá náttúrfræði á kostnað til dæmis biblíusagna. Vona þó að einhver meðalvegur liggi á milli Habakúks og Hiróshima. Að minnsta kosti trúi ég að það sé fals þegar fullyrt er að bænahald í skólum muni endurspegla trúarlíf landsmanna: ég sé einhvern ekki fyrir mér að venjulegir Íslendingar liggi mikið á bæn. Hins vegar reyndi ég í greininni að árétta fremur óljósar hugmyndir sem ég hef gert mér um íslenska kristni og mér finnst vera trú á stokka og steina - og fossa eins og Helgi faðir þinn fjallar svo skemmtilega um í nýja greinasafninu sínu - í bland við mikinn átrúnað á afl ljóssins sem getur birst sem Kristur. Í þessari trú er mikið um galdur og kukl – ljós og myrkur vega salt: kannski að þetta sé norrænt vúdú? Ég held að lifandi trú spretti úr landsháttum og þjóðmenningu í samspili við náttúru, og sé síkvik. Mér finnst islam því jafn óviðeigandi og skaðlegt á Filipseyjum og spámenn gamla testamentisins verða í skásta falli hlálegir hér á landi. Mér finnst því nærtækara að benda fólki á að lesa Önnu Valdimarsdóttur eða aðra höfunda vandaðra sjálfshjálparbóka en að leita að hjálpræði í þrugli gömlu spámannanna; fólk þarf á lifandi orði halda og það þarf að eiga í lifandi samfélagi við það sem það les. Mér finnst eitthvað andstyggilegt við að horfa upp á menn boða dauðan bókstaf úr löngu dauðu samfélagi. Með góðum kveðjum og þökkum fyrir lifandi og vel skrifaða síðu,Guðm. Andri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Kæri Egill, Ekki legg ég í að þrasa við ykkur Weber um samband kapítalisma og mótmælendatrúar, einkum kalvínisma eins og mig minnir að hann hafi haft það. Ég minni hins vegar á að hér var ekki sú þéttbýlismyndun sem hlýtur að vera meginforsenda markaðshagkerfis og ef marka má önnur skrif hér á síðunni virðist vafamál að borgarmyndun hafi enn að fullu tekist hér. Góður punktur þetta með Frakka og sekúlarismann: það hefur svolítið farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki að frönsk stjórnvöld bönnuðu af þessum ástæðum mjög eindreginn trúarklæðnað og -tákn í skólum sínum (ekki bara slæður múslima heldur líka einkennisbúninga gyðinga og stóreflis krossa kristinna). Mér fannst þetta umdeilanlegt en sumpart skiljanlegt hjá þeim. Þeir telja sekúlaríseringu til grundvallarverðmæta sem halda ber í heiðri. Almennt finnst mér þú um of blanda saman sekúlarisma og vísindahyggju. Samkvæmt skilningi mínum á því fyrrnefnda er ekki um að ræða afneitun á trúarlífi, en hins vegar lögð áhersla á að það eigi sér stað á sviði einkalífs. Franska byltingin hafði meðal annars í för með sér að áhrif kirkjunnar í þjóðfélagsmálum minnkuðu stórkostlega þótt prestar hafi lengi haldið áfram að hlutast til um líf fólks. Stórkostleg afskipti af daglegu lífi almennings voru reyndar mikið einkenni píetismans norræna sem einhvern veginn gleymdist að afnema hér þegar hann rann sitt skeið í norður-Evrópu – eins og svo margt annað – til dæmis stuðlasetning og lýdísk tóntegund á sínum tíma - og því bjó fólk hér við bænastagl kvölds og morgna, fimmundasöng og rammbundinn kveðskap lengur en ella hefði verið. Til eru þeir sem telja að franska byltingin hafi ekki enn að fullu náð til Íslands, hvað varðar skilning ráðamanna á lýðréttindum og virðingu þeirra fyrir leikreglum – eða þrískiptingu valdsins sem hér virðist oft vera meira í orði en á borði. Þótt séra Sigvaldi hafi verið ágjarn og eigingjarn, og átti sér að sögn ýmsar fyrirmyndir, þá held ég að við getum seint þakkað hans líkum innreið kapítalismans hér. Stundum finnst mér að það hafi verið Evrópusambandið sem þröngvaði þessu kerfi um síðir upp á Íslendinga sem eiginlega vissu ekki sitt rjúkandi ráð – einkum þeir sem boðað höfðu kerfið um árabil án þess að sjá fyrir niðurlag kolkrabbans. En þjóðkirkjuna okkar er ég oftast nokkuð sáttur við og mér líst jafn illa og þér á að innræta börnum einskæra vísindahyggju – þótt mér finnist það ætla að loða furðu lengi við Íslendinga að forsmá náttúrfræði á kostnað til dæmis biblíusagna. Vona þó að einhver meðalvegur liggi á milli Habakúks og Hiróshima. Að minnsta kosti trúi ég að það sé fals þegar fullyrt er að bænahald í skólum muni endurspegla trúarlíf landsmanna: ég sé einhvern ekki fyrir mér að venjulegir Íslendingar liggi mikið á bæn. Hins vegar reyndi ég í greininni að árétta fremur óljósar hugmyndir sem ég hef gert mér um íslenska kristni og mér finnst vera trú á stokka og steina - og fossa eins og Helgi faðir þinn fjallar svo skemmtilega um í nýja greinasafninu sínu - í bland við mikinn átrúnað á afl ljóssins sem getur birst sem Kristur. Í þessari trú er mikið um galdur og kukl – ljós og myrkur vega salt: kannski að þetta sé norrænt vúdú? Ég held að lifandi trú spretti úr landsháttum og þjóðmenningu í samspili við náttúru, og sé síkvik. Mér finnst islam því jafn óviðeigandi og skaðlegt á Filipseyjum og spámenn gamla testamentisins verða í skásta falli hlálegir hér á landi. Mér finnst því nærtækara að benda fólki á að lesa Önnu Valdimarsdóttur eða aðra höfunda vandaðra sjálfshjálparbóka en að leita að hjálpræði í þrugli gömlu spámannanna; fólk þarf á lifandi orði halda og það þarf að eiga í lifandi samfélagi við það sem það les. Mér finnst eitthvað andstyggilegt við að horfa upp á menn boða dauðan bókstaf úr löngu dauðu samfélagi. Með góðum kveðjum og þökkum fyrir lifandi og vel skrifaða síðu,Guðm. Andri
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar