Fljúgandi tölvunarfræðingur 16. mars 2005 00:01 "Ég sótti um í níu háskóla í Bandaríkjunum og er kominn með tilboð frá tveimur. Annar þeirra er Cornell sem býður mér í doktorsnám í tölvunarfræði á góðum launum. Í staðinn kenni ég dæmatíma og aðstoða prófessora," segir Ýmir sem hefur kennt í dæmatímum í háskólanum hér heima svo hann ætti að vera klár í þann slag. Hann segir námið felast í rannsóknum með tilheyrandi greinaskrifum þannig að þetta sé spennandi. "Sumir tala um fjögurra til sex ára þrælkun en ég held þetta verði nú bara gaman," segir hann bjartsýnn. Ýmir hefur tekið stærðfræði sem aðalgrein í Háskólanum hér og tölvunarfræðina sem aukagrein. En hvar á sinni skólagöngu spretti hann fram úr sínum jafnöldrum? "Ég hljóp yfir 4. bekk í grunnskóla og tók 9. og 10. bekk saman í Danmörku. Þetta var dálítið skrautlegt og þegar ég kom heim fór ég beint í MH, 14 ára gamall." Hann tekur því vel þegar minnst er á að tónlistar- og stærðfræðigenin fylgist oft að. "Já, stærðfræðikennararnir mínir eru hver öðrum músíkalskari. Þess má geta að á nýafstaðinni stærðfræðiráðstefnu sungu nokkrir nemendur stærðfræðisönnun við undirleik eins kennara," segir hann hlæjandi. Svo er hann líka að læra flug og langar að klára einkaflugmannsprófið fyrir haustið. Þegar hann er beðinn um lokaorð í þetta stutta viðtal segir hann ákveðinn. "Þetta er ekkert einsdæmi sem ég er að gera. Á hverju ári fljúga íslenskir nemendur inn í toppháskóla í Bandaríkjunum og víðar á fullum styrkjum. Það eina sem vantar hér heima er áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknaraðstöðu. Það er synd að missa fólk út til frambúðar því grunnnámið hér er satt að segja á heimsmælikvarða. Umræðan hér virðist þó frekar snúast um að taka upp skólagjöld, sérstaklega í framhaldsnámi. Mér þykir það röng áhersla." Nám Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
"Ég sótti um í níu háskóla í Bandaríkjunum og er kominn með tilboð frá tveimur. Annar þeirra er Cornell sem býður mér í doktorsnám í tölvunarfræði á góðum launum. Í staðinn kenni ég dæmatíma og aðstoða prófessora," segir Ýmir sem hefur kennt í dæmatímum í háskólanum hér heima svo hann ætti að vera klár í þann slag. Hann segir námið felast í rannsóknum með tilheyrandi greinaskrifum þannig að þetta sé spennandi. "Sumir tala um fjögurra til sex ára þrælkun en ég held þetta verði nú bara gaman," segir hann bjartsýnn. Ýmir hefur tekið stærðfræði sem aðalgrein í Háskólanum hér og tölvunarfræðina sem aukagrein. En hvar á sinni skólagöngu spretti hann fram úr sínum jafnöldrum? "Ég hljóp yfir 4. bekk í grunnskóla og tók 9. og 10. bekk saman í Danmörku. Þetta var dálítið skrautlegt og þegar ég kom heim fór ég beint í MH, 14 ára gamall." Hann tekur því vel þegar minnst er á að tónlistar- og stærðfræðigenin fylgist oft að. "Já, stærðfræðikennararnir mínir eru hver öðrum músíkalskari. Þess má geta að á nýafstaðinni stærðfræðiráðstefnu sungu nokkrir nemendur stærðfræðisönnun við undirleik eins kennara," segir hann hlæjandi. Svo er hann líka að læra flug og langar að klára einkaflugmannsprófið fyrir haustið. Þegar hann er beðinn um lokaorð í þetta stutta viðtal segir hann ákveðinn. "Þetta er ekkert einsdæmi sem ég er að gera. Á hverju ári fljúga íslenskir nemendur inn í toppháskóla í Bandaríkjunum og víðar á fullum styrkjum. Það eina sem vantar hér heima er áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknaraðstöðu. Það er synd að missa fólk út til frambúðar því grunnnámið hér er satt að segja á heimsmælikvarða. Umræðan hér virðist þó frekar snúast um að taka upp skólagjöld, sérstaklega í framhaldsnámi. Mér þykir það röng áhersla."
Nám Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira