Bráðveikt fólk á biðlistum 15. mars 2005 00:01 Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Nú getur fólk lent í þriggja til fjögurra mánaða bið, ef taka þarf bráðatilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðingum á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostnaðarmarkmiðum, þannig að deildinni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur sagði, að einhver aukning hefði orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vantaði fyrir sjúklingana og á niðurskurðartímum væri erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hefðu í för með sér. og skipti hundruðum milljóna á ári. "Í ár fengum við sérstaka fjárveitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlistum," sagði hann. "Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt." Guðmundur sagði að umrædd þjónusta væri dýr og hefði vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að kæmu fjármunir þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðaltali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40 - 50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæðavíkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250 - 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300 - 400 milljónum á ári. "Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða," sagði Guðmundur. "Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn eftir þjónustu. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Nú getur fólk lent í þriggja til fjögurra mánaða bið, ef taka þarf bráðatilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðingum á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostnaðarmarkmiðum, þannig að deildinni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur sagði, að einhver aukning hefði orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vantaði fyrir sjúklingana og á niðurskurðartímum væri erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hefðu í för með sér. og skipti hundruðum milljóna á ári. "Í ár fengum við sérstaka fjárveitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlistum," sagði hann. "Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt." Guðmundur sagði að umrædd þjónusta væri dýr og hefði vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að kæmu fjármunir þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðaltali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40 - 50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæðavíkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250 - 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300 - 400 milljónum á ári. "Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða," sagði Guðmundur. "Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn eftir þjónustu. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent