Við erum ekki öll eins 15. mars 2005 00:01 Um daginn var haldinn fundur þar sem rætt var um að taka upp skólabúninga. Fréttir af fundinum herma að hugmyndin þyki góð. Af eigin reynslu get ég vitnað um að það er ákaflega þægilegt að eiga barn sem sækir skóla í sérstökum búiningi. Í okkar tilfelli var það svo að við fórum út á haustin og keyptum bláar buxur og peysur til skiptanna og skyrtur við. Svo þurfti ekki að hafa meiri áhyggjur af því. Drengurinn var reyndar frekar æstur yfir að mega ekki vera í því sem ég kalla strigaskó en heitir víst eitthvað allt annað, enda ku hafa verið vont að spila fótbolta í leðurskónum sem uppfylltu reglurnar og reyndar kom í ljós síðar að honum hundleiddist að "vera alltaf í sömu fötunum". Ekki held ég þó að hann hafi haft af þessu neinn skaða, enda þeir heppnir sem lifa ekki við alvarlegri leiðindi en þessi. Vafalaust hafa áhrif skólabúninga verið viðfangsefni margra lærða ritgerða. Mismunandi efnahagur birtist ekki í klænaði barnanna, liðsheildin eflist og væntanlega fleira sem telja má jákvætt. En búningar af hvaða sort er hljóta líka að bera það í sér að reyna að steypa alla í sama formið. Það er vont, vegna þess að hvers konar fjölbreytni gefur lífinu lit. Fólk á að fá að vera og lífa lífinu eins og það vill. Breytir þar engu um þótt þær lífsvenjur séu aðrar en þær sem fjöldin kýs sér. Um daginn var viðtal í sjónvarpinu við tvær konur um nauðsyn þess að fræða börn í grunnskólum um samkynhneigð og líf þeirra sem þannig hneigjast. Gott viðtal fannst mér og fróðlegt. Daginn eftir heyrði ég af tilviljun viðtal við fulltrúa Samtakanna 78 á Útvarpi Sögu. Ég dáðist að konunni sem talað var við fyrir að ganga ekki út og skella á eftir sér hurðum. Væntanlega hefði samt enginn heyrt hurðaskellinn og það var örugglega gáfulegra og betra til árangurs að sitja áfram og svara yfirgengilegum spurningum forpokaða þöngulhaussins sem stjórnaði þættinum. 2Er ekki nóg að við umberum ykkur, þurfið þið nú réttindi líka" eitthvað í þessa áttina var ein spurningin og aðrar eftir því. Þröngsýni af þessu tagi er stórhættuleg og nauðsynlegt að gera allt sem hægt er til að útrýma henni. Það á sannarlega við í okkar litla landi nú þegar að íbúum af alls konar þjóðerni og kynþáttum fjölgar í landinu. Með lögum og reglum verður að tryggja þeim sem hér vilja búa sama rétt og þeim sem fyrir bjuggu. Menntun, uppeldi og innræting á svo að miða að því að við skiljum og vitum að venjur okkur, trúarbrögð eða trúleysi eru öll jafn rétthá þó ólík séu. Kannski ætti að þvo munninn á fólki með sápu sem notar orðalag eins og "þetta fólk" þegar það talar um Tælending, Pólverja, homma eða komma. Ég heyrði íað að því á fundi um daginn að "útlendingar" og þá var átt við fólk sem ekki hefur hvítan hörundslit væri ekki jafn fært til vinnu og við þessi útvöldu. Það var jafnvel látið að því liggja að þeir væru almennt frekar miklir sóðar, og þá erum "við" náttúrlega svona voðalega hreinleg og pottþétt. Líklega vegna þess hvað athugasemdir af þessu tagi fara í taugarnar á mér gladdist ég innilega þegar virðuleg eldri frú sagði við mig um daginn þar sem hún liggur á sjúkrahúsi "Þær bera af". Hverjar, spurði ég eins og asni þar sem svört kona stóð í gættinni. Nú þessar útlensku, sagði frúin. Við eigum að bera virðingu hvort fyrir öðru og skoðunum hvors annars þótt ólíkar séu. Þessari lífsskoðun hendi ég hins vegar út í hafsauga þegar kemur að því að bera virðingu fyrir skoðunum sem upphefja eitt lífsmunstur yfir annað, eina menningu yfir aðra eða einn þjóflokk yfir annan. Þá dettur mér helst í hug að segja "Er ekki nóg að þú hafir þessar skoðanir, þarf ég nú að hlusta á þær líka". Svona er umburðarlyndi okkar allra væntanlega takmörk sett. Þá er kannski galdurinn sá að detta ekki í þá gryfju að halda að manns eigið umburðarlyndi sé betra eða æðra umburðarlyndi annarra, því ef maður gerir það þá er maður orðinn eins og þeir sem maður gagnrýnir – eða hvað ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Um daginn var haldinn fundur þar sem rætt var um að taka upp skólabúninga. Fréttir af fundinum herma að hugmyndin þyki góð. Af eigin reynslu get ég vitnað um að það er ákaflega þægilegt að eiga barn sem sækir skóla í sérstökum búiningi. Í okkar tilfelli var það svo að við fórum út á haustin og keyptum bláar buxur og peysur til skiptanna og skyrtur við. Svo þurfti ekki að hafa meiri áhyggjur af því. Drengurinn var reyndar frekar æstur yfir að mega ekki vera í því sem ég kalla strigaskó en heitir víst eitthvað allt annað, enda ku hafa verið vont að spila fótbolta í leðurskónum sem uppfylltu reglurnar og reyndar kom í ljós síðar að honum hundleiddist að "vera alltaf í sömu fötunum". Ekki held ég þó að hann hafi haft af þessu neinn skaða, enda þeir heppnir sem lifa ekki við alvarlegri leiðindi en þessi. Vafalaust hafa áhrif skólabúninga verið viðfangsefni margra lærða ritgerða. Mismunandi efnahagur birtist ekki í klænaði barnanna, liðsheildin eflist og væntanlega fleira sem telja má jákvætt. En búningar af hvaða sort er hljóta líka að bera það í sér að reyna að steypa alla í sama formið. Það er vont, vegna þess að hvers konar fjölbreytni gefur lífinu lit. Fólk á að fá að vera og lífa lífinu eins og það vill. Breytir þar engu um þótt þær lífsvenjur séu aðrar en þær sem fjöldin kýs sér. Um daginn var viðtal í sjónvarpinu við tvær konur um nauðsyn þess að fræða börn í grunnskólum um samkynhneigð og líf þeirra sem þannig hneigjast. Gott viðtal fannst mér og fróðlegt. Daginn eftir heyrði ég af tilviljun viðtal við fulltrúa Samtakanna 78 á Útvarpi Sögu. Ég dáðist að konunni sem talað var við fyrir að ganga ekki út og skella á eftir sér hurðum. Væntanlega hefði samt enginn heyrt hurðaskellinn og það var örugglega gáfulegra og betra til árangurs að sitja áfram og svara yfirgengilegum spurningum forpokaða þöngulhaussins sem stjórnaði þættinum. 2Er ekki nóg að við umberum ykkur, þurfið þið nú réttindi líka" eitthvað í þessa áttina var ein spurningin og aðrar eftir því. Þröngsýni af þessu tagi er stórhættuleg og nauðsynlegt að gera allt sem hægt er til að útrýma henni. Það á sannarlega við í okkar litla landi nú þegar að íbúum af alls konar þjóðerni og kynþáttum fjölgar í landinu. Með lögum og reglum verður að tryggja þeim sem hér vilja búa sama rétt og þeim sem fyrir bjuggu. Menntun, uppeldi og innræting á svo að miða að því að við skiljum og vitum að venjur okkur, trúarbrögð eða trúleysi eru öll jafn rétthá þó ólík séu. Kannski ætti að þvo munninn á fólki með sápu sem notar orðalag eins og "þetta fólk" þegar það talar um Tælending, Pólverja, homma eða komma. Ég heyrði íað að því á fundi um daginn að "útlendingar" og þá var átt við fólk sem ekki hefur hvítan hörundslit væri ekki jafn fært til vinnu og við þessi útvöldu. Það var jafnvel látið að því liggja að þeir væru almennt frekar miklir sóðar, og þá erum "við" náttúrlega svona voðalega hreinleg og pottþétt. Líklega vegna þess hvað athugasemdir af þessu tagi fara í taugarnar á mér gladdist ég innilega þegar virðuleg eldri frú sagði við mig um daginn þar sem hún liggur á sjúkrahúsi "Þær bera af". Hverjar, spurði ég eins og asni þar sem svört kona stóð í gættinni. Nú þessar útlensku, sagði frúin. Við eigum að bera virðingu hvort fyrir öðru og skoðunum hvors annars þótt ólíkar séu. Þessari lífsskoðun hendi ég hins vegar út í hafsauga þegar kemur að því að bera virðingu fyrir skoðunum sem upphefja eitt lífsmunstur yfir annað, eina menningu yfir aðra eða einn þjóflokk yfir annan. Þá dettur mér helst í hug að segja "Er ekki nóg að þú hafir þessar skoðanir, þarf ég nú að hlusta á þær líka". Svona er umburðarlyndi okkar allra væntanlega takmörk sett. Þá er kannski galdurinn sá að detta ekki í þá gryfju að halda að manns eigið umburðarlyndi sé betra eða æðra umburðarlyndi annarra, því ef maður gerir það þá er maður orðinn eins og þeir sem maður gagnrýnir – eða hvað ?
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun