Hárið tjásað með karamellublæ 10. mars 2005 00:01 "Við sem erum í HCF-samtökunum förum alltaf á sýningarnar í París sem haldnar eru tvisvar sinnum á ári, í febrúar og september. Við förum með starfsfólk út og kynnum okkur nýjustu stefnur og strauma í hártísku. Síðan þegar heim er komið höldum við námskeið fyrir starfsfólkið. Það er náttúrlega lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með tískunni," segir Hanna Kristín Guðmundsdóttir, forseti íslandsdeildar HCF, en hún rekur einnig snyrtistofuna Kristu. Auk hennar eru Nonni Quest í Kristu, Salon Veh í Húsi verslunarinnar, Dúddi í Listhúsinu og Hreiðar í Salon Reykjavík í HCF-samtökunum. "Það er yfirleitt styttra hár sem er í tísku á sumrin en núna er síða hárið líka í tísku. Ljósa hárið sem var inni síðasta sumar víkur fyrir hári með karamellublæ. Það má segja að það sé "cafe latte"-litur," segir Hanna Kristín og hlær. "Ljósu litirnir verða líka notaðir með en í minna mæli en í fyrra. Síðan er hárið mjög tjásað og allt út í styttum. Síðan er það förðunin sem er afskaplega náttúruleg og falleg," segir Hanna Kristín. Tískan í vor og sumar verður vissulega frjálsleg en jafnframt afskaplega fáguð og flott. Hún er fersk og eilítið ungleg sem fer vel með tískunni í vor og sumar. Hárið er tjásað fram í andlitið til að setja fallegan svip á andlitið. Hárið virkar silkimjúkt og getur hver sem er litið út eins og fín og flott kvikmyndastjarna beint frá Hollywood.Hárið er tjásað, frjálslegt og flott. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Við sem erum í HCF-samtökunum förum alltaf á sýningarnar í París sem haldnar eru tvisvar sinnum á ári, í febrúar og september. Við förum með starfsfólk út og kynnum okkur nýjustu stefnur og strauma í hártísku. Síðan þegar heim er komið höldum við námskeið fyrir starfsfólkið. Það er náttúrlega lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með tískunni," segir Hanna Kristín Guðmundsdóttir, forseti íslandsdeildar HCF, en hún rekur einnig snyrtistofuna Kristu. Auk hennar eru Nonni Quest í Kristu, Salon Veh í Húsi verslunarinnar, Dúddi í Listhúsinu og Hreiðar í Salon Reykjavík í HCF-samtökunum. "Það er yfirleitt styttra hár sem er í tísku á sumrin en núna er síða hárið líka í tísku. Ljósa hárið sem var inni síðasta sumar víkur fyrir hári með karamellublæ. Það má segja að það sé "cafe latte"-litur," segir Hanna Kristín og hlær. "Ljósu litirnir verða líka notaðir með en í minna mæli en í fyrra. Síðan er hárið mjög tjásað og allt út í styttum. Síðan er það förðunin sem er afskaplega náttúruleg og falleg," segir Hanna Kristín. Tískan í vor og sumar verður vissulega frjálsleg en jafnframt afskaplega fáguð og flott. Hún er fersk og eilítið ungleg sem fer vel með tískunni í vor og sumar. Hárið er tjásað fram í andlitið til að setja fallegan svip á andlitið. Hárið virkar silkimjúkt og getur hver sem er litið út eins og fín og flott kvikmyndastjarna beint frá Hollywood.Hárið er tjásað, frjálslegt og flott.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira