Ísland flytur vopn til Íraks 2. mars 2005 00:01 Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Þessar uppýsingar komu fram í utandagskrárumræðu sem Steingrímur J. Sigfússon hóf um stuðning Íslands við þjálfun írakskra öryggissveita. Davíð Oddsson varð fyrir svörum og sagði stuðning Íslands við þjálfun írakskra lögreglu- og hermanna á vegum NATO felast í fyrsta lagi í því að kosta flutning á búnaði fyrir öryggissveitirnar til Íraks. „Nú liggur fyrir að Ísland muni greiða fyrir flutning með flugvélum á rúmlega 500 tonnum af vopnum og skotfærum sem Slóvenar gefa Írökum. Kostnaðurinn verður um 40 milljónir króna,“ sagði Davíð. Í öðru lagi hefur Ísland lagt rúmar tólf milljónir króna í sjóð bandalagsins sem greiðir ferðir og uppihald manna úr írökskum öryggissveitum vegna þjálfunar utanlands. Loks er Íslendingur kominn til Íraks sem starfa mun sem upplýsingafulltrúi hjá þjálfunarsveitum NATO í landinu. Næst steig Steingrímur í pontu og sagði að það væri sem sagt um að ræða 60-70 milljónir hið minnsta sem Íslendingar leggðu í hergagnaflutninga og herþjálfun í Írak. „Og bætist það þá við hið sögulega framlag okkar til Afgana að flytja þangað skriðdreka. Mikið hlýtur þjóðinni að líða betur að vita af þessu framlagi sínu,“ sagði Steingrímur. Davíð Oddsson benti að öll bandalagsríki NATO tækju þátt í þjálfun írakskra öryggissveita og gat þess að Ísland hefði varið 300 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Írak. Hún yrði hins vegar ekki veitt nema öryggi væri tryggt svæðinu og því þurfi hvort tveggja að fara saman. Og Davíð ítrekaði að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi í neyðar- og mannúðaraðstoð, eða um 80-85%. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Þessar uppýsingar komu fram í utandagskrárumræðu sem Steingrímur J. Sigfússon hóf um stuðning Íslands við þjálfun írakskra öryggissveita. Davíð Oddsson varð fyrir svörum og sagði stuðning Íslands við þjálfun írakskra lögreglu- og hermanna á vegum NATO felast í fyrsta lagi í því að kosta flutning á búnaði fyrir öryggissveitirnar til Íraks. „Nú liggur fyrir að Ísland muni greiða fyrir flutning með flugvélum á rúmlega 500 tonnum af vopnum og skotfærum sem Slóvenar gefa Írökum. Kostnaðurinn verður um 40 milljónir króna,“ sagði Davíð. Í öðru lagi hefur Ísland lagt rúmar tólf milljónir króna í sjóð bandalagsins sem greiðir ferðir og uppihald manna úr írökskum öryggissveitum vegna þjálfunar utanlands. Loks er Íslendingur kominn til Íraks sem starfa mun sem upplýsingafulltrúi hjá þjálfunarsveitum NATO í landinu. Næst steig Steingrímur í pontu og sagði að það væri sem sagt um að ræða 60-70 milljónir hið minnsta sem Íslendingar leggðu í hergagnaflutninga og herþjálfun í Írak. „Og bætist það þá við hið sögulega framlag okkar til Afgana að flytja þangað skriðdreka. Mikið hlýtur þjóðinni að líða betur að vita af þessu framlagi sínu,“ sagði Steingrímur. Davíð Oddsson benti að öll bandalagsríki NATO tækju þátt í þjálfun írakskra öryggissveita og gat þess að Ísland hefði varið 300 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Írak. Hún yrði hins vegar ekki veitt nema öryggi væri tryggt svæðinu og því þurfi hvort tveggja að fara saman. Og Davíð ítrekaði að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi í neyðar- og mannúðaraðstoð, eða um 80-85%.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira