Fimmtíu milljónir í hreinan óþarfa 2. mars 2005 00:01 Ofnotkun á strimlum sem notaðir eru í blóðsykursmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir króna á síðasta ári. Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að breyta reglugerð um hjálpartæki. Breytingarnar kveða meðal annars á um að sé fólk staðið að því að nota einnota hjálpartæki meira heldur en að eðli sjúkdómsins sem það er með gefur tilefni til að þurfi, þá er hægt að svipta viðkomandi endurgreiðsluskírteini frá Tryggingastofnun. Sé það gert þarf viðkomandi að sækja um í hvert einasta skipti til TR. Þetta segir Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. "Kostnaður vegna sykursýkisbúnaðar jókst mjög á síðasta ári vegna samkeppni sem greinilega var í gangi á þeim markaði," sagði hann. "Vegna þess var reglugerð breytt 1. desember. Eftir það var farið að hámarka fjölda þeirra sykursýkisstrimla, sem hluti af sjúklingahópnum getur nýtt sér. Þá var styrkur til kaupanna lækkaður um 15 prósent. Magnið af strimlunum sem fólk notar fer eftir því hve sykursýkin er á háu stigi og öðrum læknisfræðilegum atriðum." Blóðsykurmælar eru nauðsynlegir fyrir sykursjúka og eru blóðstrimlanir í þá niðurgreiddir af ríkinu um 80 - 90 prósent. Settur er blóðdropi á strimilinn, sem stungið er í mælinn og blóðsykursmagnið lesið af. Strimlarnir eru seldir í 50 stykkja pakkningum. Ef sjúklingur fær sér mæli þá þarf hann að nota strimla frá sama fyrirtæki. Ákveðinn lífaldur er á þeim. "Samkeppnin var orðin svo mikil að söluaðilar voru farnir að gefa sjúklingunum eftir sinn hlut í mælum og strimlum," sagði Kristján. "Sumir upplifðu það eins og þetta væri allt ókeypis og það varð til þess að auka enn á kaupin, en Tryggingastofnun þurfti alltaf að greiða sinn hlut." Gríðarleg aukning varð á útgjöldum Tryggingastofnunar á milli ára 2003 og 2004 vegna niðurgreiðslu blóðstrimlanna. Að sögn Kristjáns sýndi samanburður á tíu mánaða tímabili, frá janúar - október að liður sem heitir sprautu - og rannsóknarbúnaðir innan hjálpartækja hækkað um 60 prósent á milli ára, eða um 57 milljónir. Aukningin var að langmestu leyti vegna blóðsykursmæla og strimla í þá. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ofnotkun á strimlum sem notaðir eru í blóðsykursmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir króna á síðasta ári. Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að breyta reglugerð um hjálpartæki. Breytingarnar kveða meðal annars á um að sé fólk staðið að því að nota einnota hjálpartæki meira heldur en að eðli sjúkdómsins sem það er með gefur tilefni til að þurfi, þá er hægt að svipta viðkomandi endurgreiðsluskírteini frá Tryggingastofnun. Sé það gert þarf viðkomandi að sækja um í hvert einasta skipti til TR. Þetta segir Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. "Kostnaður vegna sykursýkisbúnaðar jókst mjög á síðasta ári vegna samkeppni sem greinilega var í gangi á þeim markaði," sagði hann. "Vegna þess var reglugerð breytt 1. desember. Eftir það var farið að hámarka fjölda þeirra sykursýkisstrimla, sem hluti af sjúklingahópnum getur nýtt sér. Þá var styrkur til kaupanna lækkaður um 15 prósent. Magnið af strimlunum sem fólk notar fer eftir því hve sykursýkin er á háu stigi og öðrum læknisfræðilegum atriðum." Blóðsykurmælar eru nauðsynlegir fyrir sykursjúka og eru blóðstrimlanir í þá niðurgreiddir af ríkinu um 80 - 90 prósent. Settur er blóðdropi á strimilinn, sem stungið er í mælinn og blóðsykursmagnið lesið af. Strimlarnir eru seldir í 50 stykkja pakkningum. Ef sjúklingur fær sér mæli þá þarf hann að nota strimla frá sama fyrirtæki. Ákveðinn lífaldur er á þeim. "Samkeppnin var orðin svo mikil að söluaðilar voru farnir að gefa sjúklingunum eftir sinn hlut í mælum og strimlum," sagði Kristján. "Sumir upplifðu það eins og þetta væri allt ókeypis og það varð til þess að auka enn á kaupin, en Tryggingastofnun þurfti alltaf að greiða sinn hlut." Gríðarleg aukning varð á útgjöldum Tryggingastofnunar á milli ára 2003 og 2004 vegna niðurgreiðslu blóðstrimlanna. Að sögn Kristjáns sýndi samanburður á tíu mánaða tímabili, frá janúar - október að liður sem heitir sprautu - og rannsóknarbúnaðir innan hjálpartækja hækkað um 60 prósent á milli ára, eða um 57 milljónir. Aukningin var að langmestu leyti vegna blóðsykursmæla og strimla í þá.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira