Raunhæfar breytingar 1. mars 2005 00:01 Sígandi lukka er best þegar kemur að því að taka mataræðið í gegn. Matardagbók getur veitt upplýsingar um ýmsa ósiði sem vert er að venja sig af. Skynsamlegt er að skrifa niður hvenær, hvað og hversu mikið er borðað. Með því að halda slíka matardagbók koma oft í ljós ýmsir ósiðir, of feitt fæði, of mikið af gosi, nammi, flögum og fleiru slíku. Þá hleypur mönnum oft kapp í kinn og strengja þess heit að bragða ekki slíkt ómeti oftar heldur halda sig við hollustuna en róttækar breytingar geta verið óraunhæfar. Það er hægt að bæta mataræðið án þess að gera það fullkomið. Best er að reyna að venja sig af ósiðunum smátt og smátt. Minnka sætindaát og borða færri skyndibita. Ef fólk borðar of sjaldan og fær of fáar hitaeiningar hægir líkaminn á efnaskiptunum. Fyrir flesta eru tólf hundruð hitaeiningar á dag algert lágmark. Því borgar sig ekki að sleppa úr máltíð heldur borða minna í einu en áður. Ef okkur langar í snakk milli mála má benda á poppkorn, (ekki samt örbylgjupopp) gulrætur eða vínber. Morgunverðurinn getur komið jafnvægi á matarlystina og komið í veg fyrir ofát seinna um daginn. Hollur morgunverður getur samanstaðið af léttjógúrti og grófri brauðsneið með tómötum og gúrkum. Hafragrautur með rúsínum og mjólk út á er líka bæði staðgóður og hollur. Þó verið sé að hugsa um línurnar er ekki ástæða til að lifa neinu meinlætalífi. Aðalmálið er að gæta hófs og detta ekki í gamla farið þótt látið sé einstaka sinnum undan freistingum. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt að hreyfa sig og finna einhvers konar líkamsrækt sem hentar. Heilsa Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sígandi lukka er best þegar kemur að því að taka mataræðið í gegn. Matardagbók getur veitt upplýsingar um ýmsa ósiði sem vert er að venja sig af. Skynsamlegt er að skrifa niður hvenær, hvað og hversu mikið er borðað. Með því að halda slíka matardagbók koma oft í ljós ýmsir ósiðir, of feitt fæði, of mikið af gosi, nammi, flögum og fleiru slíku. Þá hleypur mönnum oft kapp í kinn og strengja þess heit að bragða ekki slíkt ómeti oftar heldur halda sig við hollustuna en róttækar breytingar geta verið óraunhæfar. Það er hægt að bæta mataræðið án þess að gera það fullkomið. Best er að reyna að venja sig af ósiðunum smátt og smátt. Minnka sætindaát og borða færri skyndibita. Ef fólk borðar of sjaldan og fær of fáar hitaeiningar hægir líkaminn á efnaskiptunum. Fyrir flesta eru tólf hundruð hitaeiningar á dag algert lágmark. Því borgar sig ekki að sleppa úr máltíð heldur borða minna í einu en áður. Ef okkur langar í snakk milli mála má benda á poppkorn, (ekki samt örbylgjupopp) gulrætur eða vínber. Morgunverðurinn getur komið jafnvægi á matarlystina og komið í veg fyrir ofát seinna um daginn. Hollur morgunverður getur samanstaðið af léttjógúrti og grófri brauðsneið með tómötum og gúrkum. Hafragrautur með rúsínum og mjólk út á er líka bæði staðgóður og hollur. Þó verið sé að hugsa um línurnar er ekki ástæða til að lifa neinu meinlætalífi. Aðalmálið er að gæta hófs og detta ekki í gamla farið þótt látið sé einstaka sinnum undan freistingum. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt að hreyfa sig og finna einhvers konar líkamsrækt sem hentar.
Heilsa Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira