Raunhæfar breytingar 1. mars 2005 00:01 Sígandi lukka er best þegar kemur að því að taka mataræðið í gegn. Matardagbók getur veitt upplýsingar um ýmsa ósiði sem vert er að venja sig af. Skynsamlegt er að skrifa niður hvenær, hvað og hversu mikið er borðað. Með því að halda slíka matardagbók koma oft í ljós ýmsir ósiðir, of feitt fæði, of mikið af gosi, nammi, flögum og fleiru slíku. Þá hleypur mönnum oft kapp í kinn og strengja þess heit að bragða ekki slíkt ómeti oftar heldur halda sig við hollustuna en róttækar breytingar geta verið óraunhæfar. Það er hægt að bæta mataræðið án þess að gera það fullkomið. Best er að reyna að venja sig af ósiðunum smátt og smátt. Minnka sætindaát og borða færri skyndibita. Ef fólk borðar of sjaldan og fær of fáar hitaeiningar hægir líkaminn á efnaskiptunum. Fyrir flesta eru tólf hundruð hitaeiningar á dag algert lágmark. Því borgar sig ekki að sleppa úr máltíð heldur borða minna í einu en áður. Ef okkur langar í snakk milli mála má benda á poppkorn, (ekki samt örbylgjupopp) gulrætur eða vínber. Morgunverðurinn getur komið jafnvægi á matarlystina og komið í veg fyrir ofát seinna um daginn. Hollur morgunverður getur samanstaðið af léttjógúrti og grófri brauðsneið með tómötum og gúrkum. Hafragrautur með rúsínum og mjólk út á er líka bæði staðgóður og hollur. Þó verið sé að hugsa um línurnar er ekki ástæða til að lifa neinu meinlætalífi. Aðalmálið er að gæta hófs og detta ekki í gamla farið þótt látið sé einstaka sinnum undan freistingum. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt að hreyfa sig og finna einhvers konar líkamsrækt sem hentar. Heilsa Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sígandi lukka er best þegar kemur að því að taka mataræðið í gegn. Matardagbók getur veitt upplýsingar um ýmsa ósiði sem vert er að venja sig af. Skynsamlegt er að skrifa niður hvenær, hvað og hversu mikið er borðað. Með því að halda slíka matardagbók koma oft í ljós ýmsir ósiðir, of feitt fæði, of mikið af gosi, nammi, flögum og fleiru slíku. Þá hleypur mönnum oft kapp í kinn og strengja þess heit að bragða ekki slíkt ómeti oftar heldur halda sig við hollustuna en róttækar breytingar geta verið óraunhæfar. Það er hægt að bæta mataræðið án þess að gera það fullkomið. Best er að reyna að venja sig af ósiðunum smátt og smátt. Minnka sætindaát og borða færri skyndibita. Ef fólk borðar of sjaldan og fær of fáar hitaeiningar hægir líkaminn á efnaskiptunum. Fyrir flesta eru tólf hundruð hitaeiningar á dag algert lágmark. Því borgar sig ekki að sleppa úr máltíð heldur borða minna í einu en áður. Ef okkur langar í snakk milli mála má benda á poppkorn, (ekki samt örbylgjupopp) gulrætur eða vínber. Morgunverðurinn getur komið jafnvægi á matarlystina og komið í veg fyrir ofát seinna um daginn. Hollur morgunverður getur samanstaðið af léttjógúrti og grófri brauðsneið með tómötum og gúrkum. Hafragrautur með rúsínum og mjólk út á er líka bæði staðgóður og hollur. Þó verið sé að hugsa um línurnar er ekki ástæða til að lifa neinu meinlætalífi. Aðalmálið er að gæta hófs og detta ekki í gamla farið þótt látið sé einstaka sinnum undan freistingum. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt að hreyfa sig og finna einhvers konar líkamsrækt sem hentar.
Heilsa Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira