Fyrirfólk í fyrirrúmi 28. febrúar 2005 00:01 Þessa dagana heldur Framsóknarflokkurinn flokksþing. Ef heiðarleiki og gagnsæi væri í fyrirrúmi í íslenskri pólitík, ætti í rauninni bara eitt mál að vera á dagskrá: rykið hefði verið dustað af nokkurra ára gamalli tillögu Hannesar Hólmsteins (sem sjálfur er af gamalgrónum framsóknarættum) um að Framsóknarflokkurinn hætti að vera sérstök undirdeild Sjálfstæðisflokksins, heldur sameinuðust þeir í einn, enda hefði allur grundvöllur missættis milli þessara flokka horfið með falli SÍS. Hljótt hefur verið um þessa tillögu undanfarið enda munu flokkseigendurnir hafa séð í hendi sér að við núverandi kjördæmaskipun er framlegð þessara flokka meiri með aðskildri starfsemi á yfirborðinu heldur en sú samlegð sem fengist við sameiningu. Málið er því ekki á dagskrá. Aðdragandi þessa flokksþings hefur einkennst af miklum pilsaþyt í Kópavogi. Lengi hefur verið vitað að í raun byggðist þessi sérkennilegi stjórnmálaflokkur á nokkrum ættflokkum, sem stundum hafa tekist á , en ávallt staðið saman þegar í harðbakkann slær og að þeim er sótt. Sumir halda því fram, að völdin í flokknum byggist á því að geta haldið utan um félagaskrána. Þá fylla menn hana af sínum eigin ættingjum og vinum en strika þá út sem til heyra öðrum ættbálkum í tæka tíð fyrir svokölluð prófkjör, sem nokkrir tugir eða hundruð manna taka þátt í. Aldrei fyrr hefur hefur þessi barátta ættanna farið fram fyrir opnum tjöldum, þegar stofnuð eru sérstök ættmannafélög utan um einstaka frammámenn í flokknum, eins og kvennafélagið Brynja, með lögheimili í Kópavogi, en skipuð eiginkonum bræðranna Árna og Páls Magnússona og frændum, vinum og aðdáendum þeirra á stór-reykjavíkursvæðinu. Meðan flokkurinn var og hét, var hann partur af SÍS- veldinu, ein deildin þar innanstokks eins og Skipadeild og Sjávarafurðadeild o.s.frv. Hann var pólitíska deildin, sú sem sá um að SÍS hefði sinn skerf af þjóðarkökunni og rúmlega það. Þessu náði flokkurinn með því að í þeim kjördæmum, sem hann var öflugur í, giltu atkvæðin allt að fjórfalt á við atkvæði einfaldra Reykvíkinga. Með þeim þingstyrk sem þannig fékkst gat hann samið við Sjálfstæðisflokkinn um helmingaskipti á öllum embættum á vegum ríkisins og ríkisstofnana. Skiptu þar mestu völdin í bönkunum, þau voru lykillinn að því kerfi þar sem allt var skammtað, og því útdeilt hverjir máttu fást við atvinnurekstur – og hverjir ekki. Opinber yfirvöld sáu um að hvergi viðgengist samkeppni um verð, eitt verð gilti yfir allt landið. Samkeppni snerist ekki um verð á vörum og þjónustu heldur "hugsjónir". Samvinnufélögin voru ekki í rekstri til að "græða" heldur til að koma í veg fyrir að í landinu risu upp "gróðapungar". Því gilti kaupfélagaverðið um allt land með blessun verðlagsyfirvalda. En SÍS fékk hægt andlát, þegar þjóðin braust út úr viðjum kerfisins frá 1927, sem byggðist á því, að þeir sem nutu velvildar kerfisins, gátu safnað ótakmörkuðum skuldum. Eitt kjörtímabil, sem flokkurinn var ekki við völd, dugði til þess að SÍS varð að horfast í augu við opinbert gjaldþrot. Eignir þess hurfu að miklu leyti undir verndarvæng Landsbankans, þar sem um þær var stofnað sérstakt félag með því viðeigandi nafni Hömlur. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að kljúfa Alþýðuflokkinn með stofnun Þjóðvaka varð afleiðingin sú, að hún leiddi litla dreifbýlisflokkinn aftur til valda með Sjálfstæðisflokknum og gamla helmingaskiptareglan var endurvakin.. Höfuðviðfangsefni forystumanna Framsóknarflokksins síðan hefur verið það, að koma eignum SÍS sáluga í hendur verðugra arftaka. Og hverjir gátu verið verðugri arftakar en einmitt erfingjar kaupfélagsstjóranna og SÍS-forkólfanna? Stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur einmitt byggst á þessum grunni, þótt hljótt fari, og skýrir það kannski að miklu leyti það undirgefnishlutverk sem Framsókn hefur tekið að sér að gegna í þessar sambúð. Ekki verður annað sagt en að vel hafi tekist til. VÍS (Vátryggingafélag Íslands), Olíufélagið, Búnaðarbankinn og Samskip eru komin í eigu traustra afkomenda kaupfélagsstjóra og SÍS-forkólfa og gefa Framsóknarflokknum öruggan fjárhagslegan bakhjarl í útgerðinni á ólgusjó stjórnmálanna. Ættarfyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar standa traustum fótum í kvótaeign og – í gegnum ýmis eignarhaldsfyrirtæki – í öllum einkavæddum fyrirtækjaafkvæmum SÍS sáluga. Framundan er einkavæðing raforkufyrirtækjanna í einn stóran einokunarrisa, Landsímanum þarf að koma í verðugar hendur, Ríkisútvarpið er komið á dagskrá – og svo þarf að koma Samkeppnisstofnun undir örugga stjórn stjórnarflokkanna svo að grænmetiseinokunarmálin og olíufélagasamráðsmálin endurtaki sig ekki. Eldri kynslóð frammámanna í Framsóknarflokknum er komin á græna grein svo að ekki er að furða að yngri kynslóðin hyggi sér gott til glóðarinnar með stofnun eiginkvennafélaga. Það er eftir miklu að slægjast. Sjáið bara hvar Finnur Ingólfsson er núna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Þessa dagana heldur Framsóknarflokkurinn flokksþing. Ef heiðarleiki og gagnsæi væri í fyrirrúmi í íslenskri pólitík, ætti í rauninni bara eitt mál að vera á dagskrá: rykið hefði verið dustað af nokkurra ára gamalli tillögu Hannesar Hólmsteins (sem sjálfur er af gamalgrónum framsóknarættum) um að Framsóknarflokkurinn hætti að vera sérstök undirdeild Sjálfstæðisflokksins, heldur sameinuðust þeir í einn, enda hefði allur grundvöllur missættis milli þessara flokka horfið með falli SÍS. Hljótt hefur verið um þessa tillögu undanfarið enda munu flokkseigendurnir hafa séð í hendi sér að við núverandi kjördæmaskipun er framlegð þessara flokka meiri með aðskildri starfsemi á yfirborðinu heldur en sú samlegð sem fengist við sameiningu. Málið er því ekki á dagskrá. Aðdragandi þessa flokksþings hefur einkennst af miklum pilsaþyt í Kópavogi. Lengi hefur verið vitað að í raun byggðist þessi sérkennilegi stjórnmálaflokkur á nokkrum ættflokkum, sem stundum hafa tekist á , en ávallt staðið saman þegar í harðbakkann slær og að þeim er sótt. Sumir halda því fram, að völdin í flokknum byggist á því að geta haldið utan um félagaskrána. Þá fylla menn hana af sínum eigin ættingjum og vinum en strika þá út sem til heyra öðrum ættbálkum í tæka tíð fyrir svokölluð prófkjör, sem nokkrir tugir eða hundruð manna taka þátt í. Aldrei fyrr hefur hefur þessi barátta ættanna farið fram fyrir opnum tjöldum, þegar stofnuð eru sérstök ættmannafélög utan um einstaka frammámenn í flokknum, eins og kvennafélagið Brynja, með lögheimili í Kópavogi, en skipuð eiginkonum bræðranna Árna og Páls Magnússona og frændum, vinum og aðdáendum þeirra á stór-reykjavíkursvæðinu. Meðan flokkurinn var og hét, var hann partur af SÍS- veldinu, ein deildin þar innanstokks eins og Skipadeild og Sjávarafurðadeild o.s.frv. Hann var pólitíska deildin, sú sem sá um að SÍS hefði sinn skerf af þjóðarkökunni og rúmlega það. Þessu náði flokkurinn með því að í þeim kjördæmum, sem hann var öflugur í, giltu atkvæðin allt að fjórfalt á við atkvæði einfaldra Reykvíkinga. Með þeim þingstyrk sem þannig fékkst gat hann samið við Sjálfstæðisflokkinn um helmingaskipti á öllum embættum á vegum ríkisins og ríkisstofnana. Skiptu þar mestu völdin í bönkunum, þau voru lykillinn að því kerfi þar sem allt var skammtað, og því útdeilt hverjir máttu fást við atvinnurekstur – og hverjir ekki. Opinber yfirvöld sáu um að hvergi viðgengist samkeppni um verð, eitt verð gilti yfir allt landið. Samkeppni snerist ekki um verð á vörum og þjónustu heldur "hugsjónir". Samvinnufélögin voru ekki í rekstri til að "græða" heldur til að koma í veg fyrir að í landinu risu upp "gróðapungar". Því gilti kaupfélagaverðið um allt land með blessun verðlagsyfirvalda. En SÍS fékk hægt andlát, þegar þjóðin braust út úr viðjum kerfisins frá 1927, sem byggðist á því, að þeir sem nutu velvildar kerfisins, gátu safnað ótakmörkuðum skuldum. Eitt kjörtímabil, sem flokkurinn var ekki við völd, dugði til þess að SÍS varð að horfast í augu við opinbert gjaldþrot. Eignir þess hurfu að miklu leyti undir verndarvæng Landsbankans, þar sem um þær var stofnað sérstakt félag með því viðeigandi nafni Hömlur. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að kljúfa Alþýðuflokkinn með stofnun Þjóðvaka varð afleiðingin sú, að hún leiddi litla dreifbýlisflokkinn aftur til valda með Sjálfstæðisflokknum og gamla helmingaskiptareglan var endurvakin.. Höfuðviðfangsefni forystumanna Framsóknarflokksins síðan hefur verið það, að koma eignum SÍS sáluga í hendur verðugra arftaka. Og hverjir gátu verið verðugri arftakar en einmitt erfingjar kaupfélagsstjóranna og SÍS-forkólfanna? Stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur einmitt byggst á þessum grunni, þótt hljótt fari, og skýrir það kannski að miklu leyti það undirgefnishlutverk sem Framsókn hefur tekið að sér að gegna í þessar sambúð. Ekki verður annað sagt en að vel hafi tekist til. VÍS (Vátryggingafélag Íslands), Olíufélagið, Búnaðarbankinn og Samskip eru komin í eigu traustra afkomenda kaupfélagsstjóra og SÍS-forkólfa og gefa Framsóknarflokknum öruggan fjárhagslegan bakhjarl í útgerðinni á ólgusjó stjórnmálanna. Ættarfyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar standa traustum fótum í kvótaeign og – í gegnum ýmis eignarhaldsfyrirtæki – í öllum einkavæddum fyrirtækjaafkvæmum SÍS sáluga. Framundan er einkavæðing raforkufyrirtækjanna í einn stóran einokunarrisa, Landsímanum þarf að koma í verðugar hendur, Ríkisútvarpið er komið á dagskrá – og svo þarf að koma Samkeppnisstofnun undir örugga stjórn stjórnarflokkanna svo að grænmetiseinokunarmálin og olíufélagasamráðsmálin endurtaki sig ekki. Eldri kynslóð frammámanna í Framsóknarflokknum er komin á græna grein svo að ekki er að furða að yngri kynslóðin hyggi sér gott til glóðarinnar með stofnun eiginkvennafélaga. Það er eftir miklu að slægjast. Sjáið bara hvar Finnur Ingólfsson er núna!
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun