Mörg fórnarlömb netsvika á Íslandi 27. febrúar 2005 00:01 Vonin um skjótfenginn gróða verður til þess að fjölmargir láta gabba sig á Netinu. Íslensk fórnarlömb netsvindls af ýmsu tagi skipta tugum á hverju ári. Fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna í kjölfar fréttar af netsvindli og það er greinilegt að fjölmargir hafa orðið glæpamönnum að bráð sem stunda iðju sína á Netinu. Dæmi eru um fólk sem hefur tapað hundruðum þúsunda og lent í vandræðum eftir að hafa gefið upplýsingar um kortanúmer, leyniorð og fleira. Með sívaxandi netnotkun fjölgar glæpum af þessu tagi. Hjá greiðslukortafyrirtækjunum þekkja menn vinsælustu svindlleiðirnar. Bergþóra Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kreditkortum, segir það gjarnan þannig að fólk fái tilkynningu í tölvupósti um að það hafi dottið í lukkupottinn. Það þurfi hins vegar að gefa upp kortanúmer og gildistíma og þurfi kannski að inna litla greiðslu af hendi til að geta veitt hinum „háu verðlaunum“ viðtöku. Reyndin er aftur á móti sú að það er einhver annar að detta í „lukkupottinn“ ef korthafi veitir þessar upplýsingar. Til að komast hjá því að lenda í vandræðum af þessu tagi má hafa nokkur einföld ráð í huga:: - að huga vel að því hvaðan tölvupósturinn kemur, - að gefa aldrei upplýsingar um aðgangsorð, leyninúmer eða aðrar sambærilegar upplýsingar í tölvupósti eða öðrum álíka hætti, - að kanna vel öryggisyfirlýsingar og tryggingar þeirra fyrirtækja á Netinu sem skipt er við, og varast ýmiss konar gylliboð. Einn viðmælandi fréttastofunnar orðaði það sem svo að hljómaði eitthvert tilboð of gott til að vera satt, væru mestar líkur á að það væri heldur ekki satt. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Vonin um skjótfenginn gróða verður til þess að fjölmargir láta gabba sig á Netinu. Íslensk fórnarlömb netsvindls af ýmsu tagi skipta tugum á hverju ári. Fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna í kjölfar fréttar af netsvindli og það er greinilegt að fjölmargir hafa orðið glæpamönnum að bráð sem stunda iðju sína á Netinu. Dæmi eru um fólk sem hefur tapað hundruðum þúsunda og lent í vandræðum eftir að hafa gefið upplýsingar um kortanúmer, leyniorð og fleira. Með sívaxandi netnotkun fjölgar glæpum af þessu tagi. Hjá greiðslukortafyrirtækjunum þekkja menn vinsælustu svindlleiðirnar. Bergþóra Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kreditkortum, segir það gjarnan þannig að fólk fái tilkynningu í tölvupósti um að það hafi dottið í lukkupottinn. Það þurfi hins vegar að gefa upp kortanúmer og gildistíma og þurfi kannski að inna litla greiðslu af hendi til að geta veitt hinum „háu verðlaunum“ viðtöku. Reyndin er aftur á móti sú að það er einhver annar að detta í „lukkupottinn“ ef korthafi veitir þessar upplýsingar. Til að komast hjá því að lenda í vandræðum af þessu tagi má hafa nokkur einföld ráð í huga:: - að huga vel að því hvaðan tölvupósturinn kemur, - að gefa aldrei upplýsingar um aðgangsorð, leyninúmer eða aðrar sambærilegar upplýsingar í tölvupósti eða öðrum álíka hætti, - að kanna vel öryggisyfirlýsingar og tryggingar þeirra fyrirtækja á Netinu sem skipt er við, og varast ýmiss konar gylliboð. Einn viðmælandi fréttastofunnar orðaði það sem svo að hljómaði eitthvert tilboð of gott til að vera satt, væru mestar líkur á að það væri heldur ekki satt.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira