Framsókn hreyfir við Norðmönnum 27. febrúar 2005 00:01 Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusambandinu í Noregi. "Ályktun flokksþings framsóknarmanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi," segir Bondevik í samtali við Fréttablaðið. "Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildarviðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn, sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkoman verður úr þjóðaratkvæðagreiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsanlegar aðildarviðræður," segir Bondevik Hann segir að ef ákveðið verði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtímabils, á milli 2007 og 2009. "Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusambandinu, sem mun verða sú þriðja, verðum við að vita nákvæmlega hvers við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðildarríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusambandinu. Við viljum sjá hver reynslan af þessari stækkun verður," segir Bondevik. "Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Íslendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu máli. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu því hvorugt landanna myndi vilja vera í þeirri stöðu að vera eina landið ásamt Liechtenstein í Evrópska efnahagssvæðinu," segir Bondevik. Hann segir ályktun Framsóknarflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum. "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi," segir Bondevik. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusambandinu í Noregi. "Ályktun flokksþings framsóknarmanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi," segir Bondevik í samtali við Fréttablaðið. "Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildarviðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn, sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkoman verður úr þjóðaratkvæðagreiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsanlegar aðildarviðræður," segir Bondevik Hann segir að ef ákveðið verði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtímabils, á milli 2007 og 2009. "Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusambandinu, sem mun verða sú þriðja, verðum við að vita nákvæmlega hvers við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðildarríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusambandinu. Við viljum sjá hver reynslan af þessari stækkun verður," segir Bondevik. "Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Íslendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu máli. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu því hvorugt landanna myndi vilja vera í þeirri stöðu að vera eina landið ásamt Liechtenstein í Evrópska efnahagssvæðinu," segir Bondevik. Hann segir ályktun Framsóknarflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum. "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi," segir Bondevik.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira