Öllum tilraunum Evrópusinna hrint 27. febrúar 2005 00:01 Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Þegar á fyrsta degi flokksþings á föstudag varð ljóst að þetta yrði þurrkað út. Í gær birtust næstu drög að ályktun en þar sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Og ennnfremur, að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Athygli vakti í gær að formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, lýsti stuðningi við þennan texta meðan varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, lýsti sig mótfallinn slíkri samþykkt. Andstæðingar höfðu sitt fram og strokað var yfir þennan texta og í morgun birtust þriðju drögin. Þar sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs“ undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér mjög í málinu gegn Evrópusinnum. Steingrímur vildi ekki segja að andstæðingar aðildarviðræðna hafi unnið góðan sigur, heldur skynsemin. Guðni Ágústsson sagði þetta sáttaniðurstöðu. Átök urðu einnig um framtíð Reykjavíkurflugvallar en samkvæmt fyrstu ályktunardrögum átti flugvöllurinn að víkja. Því var hins vegar snúið við og samþykkti flokksþingið einróma að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og samgöngumiðstöð komið þar upp hið fyrsta til að styrkja innanlandsflugið. Forysta flokksins var svo í dag öll endurkjörin. Halldór Ásgrímsson hlaut 406 af 520 atkvæðum í formannskjöri, eða 78 prósent atkvæða, Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður með 75 prósentum atkvæða, og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins með 78 prósentum atkvæða. Enginn bauð sig fram gegn þremenningunum en athygli vekur að þau fengu öll veikari kosningu nú en á síðasta flokksþingi. Þá voru þau öll kosin með um eða yfir 90 prósentum atkvæða og Halldór hlaut þá nærri rússneska kosningu. Annað var uppi á teningunum nú. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Þegar á fyrsta degi flokksþings á föstudag varð ljóst að þetta yrði þurrkað út. Í gær birtust næstu drög að ályktun en þar sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Og ennnfremur, að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Athygli vakti í gær að formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, lýsti stuðningi við þennan texta meðan varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, lýsti sig mótfallinn slíkri samþykkt. Andstæðingar höfðu sitt fram og strokað var yfir þennan texta og í morgun birtust þriðju drögin. Þar sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs“ undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér mjög í málinu gegn Evrópusinnum. Steingrímur vildi ekki segja að andstæðingar aðildarviðræðna hafi unnið góðan sigur, heldur skynsemin. Guðni Ágústsson sagði þetta sáttaniðurstöðu. Átök urðu einnig um framtíð Reykjavíkurflugvallar en samkvæmt fyrstu ályktunardrögum átti flugvöllurinn að víkja. Því var hins vegar snúið við og samþykkti flokksþingið einróma að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og samgöngumiðstöð komið þar upp hið fyrsta til að styrkja innanlandsflugið. Forysta flokksins var svo í dag öll endurkjörin. Halldór Ásgrímsson hlaut 406 af 520 atkvæðum í formannskjöri, eða 78 prósent atkvæða, Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður með 75 prósentum atkvæða, og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins með 78 prósentum atkvæða. Enginn bauð sig fram gegn þremenningunum en athygli vekur að þau fengu öll veikari kosningu nú en á síðasta flokksþingi. Þá voru þau öll kosin með um eða yfir 90 prósentum atkvæða og Halldór hlaut þá nærri rússneska kosningu. Annað var uppi á teningunum nú.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira